Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 12
Rúnar Júlíusson
Sem unglingur vakti hann athygli sem
frábær knattspyrnumaður, seinna meir
sem pop-tónlistarmaður, og þessa stund-
ina vekur hann athygli sem skákmaður,
en hváð veröur næst? Pilturinn sem um
ræðir, heitir fuliu nafni Guðmundur
Rúnar Júlíusson ,en sjálfsagt kannast
flestir við hann undir nafninu Rúnar, —
eða jafnvel Rúnki Júl., eða Rúnar „bít-
m.“
Þegar við heyrðum að hljómsveitin
Trúbrot hefði hætt. starfsemi sinni eftir
nokkurra ára starfsemi og miklar vin-
sældir, drógum við þá ályktun, að það
væri gert af yfirveguðu máli; þeir félag-
arnir ætluðu ekki að segja skilið við þann
heim, sem þeir höfðu lifað og hrærzt í
um alllangt skeið og myndu því fljótlega
verða í sviðsljósinu að nýju, á sama
vettvangi undir öðrum nöfnum. En þegar
svo fréttist að Rúnar tæki þátt í skák-
keppni um meistaratitil Keflavíkur, í
fyrsta sinn, vaknaði sú spurning, hvort
um alvarlega hugarfarsbreytingu væri að
ræða og algert fráhvarf úr popheiminum.
Réttast var að leita svara hjá Rúnari
sjálfum og varð hann ljúfmannlega við
þeirri ósk, að ræða við okkur um stund.
— Nei, ég er alls ekki að segja skilið
við hljómlist, aðeins að breyta til, fá
gildisaukningu, með því að snúa mér að
hljómplötuútgáfu, þannig að ég býst við
því áð verða alveg eins mikið í sviðs-
ljósinu og áður, þótt ég veröi ekki á
hljómsveitarpallinum í sölum danshúsa.
Sennilega verð ég meira í hljómlistinni
í sambandi við plötuútgáfuna, en nokkru
sinni áður, en vinnutíminn annar, meiri
á daginn, en minni á kvöldin og á nótt-
unni.
— Varstu nokkuð jarinn að óttast að
vinsœldirnar tœkju að dvína, eða jinnst
þér þú ekki eiga samleið með síðhœrðu
táningunum?
— Einhvers staðar stendur, að bezt
sé að hætta hverjum leik þá hæst gengur.
Vinsældir okkar voru geysimiklar, það
fór ekki milli mála, ég hef leikið tónlist
fyrir hvaða aldursflokka sem vera skal,
en ég hef ekki lengur ánægju af því að
leika í hljómsveit á dansleikjum; lífs-
fyllingin er tæmd hvað það snertir, og
það er sálarlega niðurdrepandi áð spila
niðurdreginn á skemmtun.
— Voruð þið jélagarnir á eitt sáttir
með að leysa „Trúbrot“ upp?
— Fyllilega. Við skildum allir sem
vinir, ekki fjandmenn, og getum allir
leikið saman aftur þess vegna. Missætti
í þeim hljómsveitum, sem ég hef leikið í,
hefur aldrei verið neitt umfram það, sem
eðlilegt getur talizt.
— Hver verður jyrsti áfanginn í sam-
bandi við plötuútgáfuna?
— Innan tíðar held ég til Bandaríkj-
anna og kynni mér útgáfufyrirtæki og
einnig gerð sjónvarpsþátta, svona í bak-
höndina. Við höfum til þessa verið tækni-
lega lamaðir hvað upptöku snertir hér á
landi, enda flestar plötur teknar upp er-
lendis, sem er gífurlega dýrt. Hugmyndin
er að reyna að færa þennan þátt inn fyrir
landssteinana, en að sjálfsögðu kostar
slíkt peninga og fyrirhöfn, en erfiðleik-
ar eru jú til að sigrast á þeim. Ég kynni
mér þessa þætti bæði í San Fransisco og
Seattle, en sný svo heim aftur um miðjan
maí.
— Svo að við bregðum okkur svolítið
aftur í timann, hvað varð þess valdandi,
að þú snerir þér jrá knattspyrnunni og að
hljómlist?
— Aðalorsökin hefur sennilega verið
vat,n á milli liða. Ég var orðinn slæmur
í öðru hnénu, og það háði mér mikið í
knattspyrnunni. Ég reyndi um tíma að
gera hvort tveggja, leika knattspymu og
á hljóðfæri, þótt það rækist oft á, en að
lokum sagði ég skilið við knöttinn og
hélt áfram að handleika bassann, sem ég
snerti fyrst á átján ára gamall, og var
svo eftir þrjár vikur farinn að leika með
„Hljómum" á dansleikjum .í fyrstunni
spilaði ég einungis ánægjunnar vegna, en
alls ekki til að gera þetta að atvinnu, en
svo sáum við möguleikana. „Bítlarnir“
voru nýkomnir fram á sjónarsviðið og
við tókum okkur þá til fyrimyndar, og
slógum í gegn, enda virtust æskan vera
að taka ýmsum breytingum eða a.m.k.
mjög móttækileg fyrir öllum nýjungum.
Við söfnuðum hári, eins og fyrirmyndin,
og breyttum klæðaburði. í rauninni er
það undarlegt, að allar þessar breytingar
skuli koma frá íhaldssamasta landi ver-
aldar, Englandi.
— Hejurðu safnað auði á hljómsveit-
arferli þínum?
— Peninga á ég ekki, en hús, ásamt
bankanum. Tekjurnar hafa verið góðar,
en það er dýrt að vera í þessari atvinnu.
Ég man að í fyrstunni vann ég með tón-
listinni, en svo var það óþarfi, að manni
fannst, möguleikarnir virtust vera það
miklir. Þrátt fyrir geysiháar tekjur varð
ekki svo ýkja mikið eftir, og rnenn runnu
Ætlar aö hefja hljóm-
plötuútgáfu - og kannske
taka knattspyrnuskóna fram á ný?
48 — F A X I