Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 8

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 8
við ekki nærii eins mikið. En við tölum þeim mun meira, — alveg heilan helling. Jæja, fyrra lagið sem ég syng, heitir „Christine“ — en það síðara er eigin- lega bréf, sem hermaður skrifaði t.il for- setans okkar. Hann yfirgefur herinn af því að hann vill ekki fara í stríð. Al- mennt talað er það stílað gegn her- mennsku. Þessi söngur er vel þekktur meðal friðarsinna. Rene Perret „Þegar eyjan mín logaði, fékk ég að reyna nærveru Gu8s" í byrjun Mattheusarguðspjalls segir svo um Jesú Krist: „Nafn hans munu menn kalla Immanuel, sem er útlagt: Guð er með oss.“ María Björk Oft hafði ég lesið þessi orð áður, og jafnvel kunnað þau utanbókar, en aldrei hafa þau verið svo full af meiningu fyrir mig, og einmitt síðustu vikurnar. Skyndi- lega, þegar eyjan mín logáði og eldgos ógnaði lífi allra á Heimaey seint í janúar sl., fékk ég að reyna nærvem Guðs, því að vissulega komst ég þá að raun um, að Guð er með oss. Um borð í troðfullum fiskibátum á leið til lands um nóttina, steig mörg bæn- in upp til himins um vernd og leiðsögn Guðs í gegnum aðsteðjandi hættur. Þá gott að geta falið líf sitt og framtíð í hendur hans, sem er alls staðar nálægur, og vakir yfir börnum sínum, dag og nótt alla tíð. Ég trúi á Guð og son hans, Jesú Krist. Fyrir það skammast ég mín ekki, og er ófeimin að kannast við það fyrir hverj- um sem er. Immanuel, þetta dýrðlega nafn Krists, er mér nú ríkara í huga en nokkurn tíma áður, því að ég hef reynt uppörvandi nærvem hans. Kristur kom í þennan heim til að deila hlutskipti með okkur mönnunum. Hann skammaðist sín ekki fyrir það, að vera talinn einn af okkur, og þó var hann svo óendanlega miklu meiri en syndugur maður er. Til hvers skyldi honum hafa verið valið slíkt nafn, Immanuel? Ég trúi því, að það sé til þess að fullvissa okkur um þá staðreynd, að hann elskar okkur og að hann stendur með okkur í blíðu og stríðu. Getur þá nokkurn undr- að, þótt ég vilji kannast við hann, sem Guð minn og frelsara? Nú á tímum tíðkast það mikið, að menn skipi sér í flokka. Sumir styðja þetta málefni, áðrir annað. Sumir fylkja sér um einn leiðtoga, aðrir hópast um einhverja aðra. Það er erfitt að vera hlut- laus í slíkum heimi. Sjálfur segir Kristur: „Sá sem ekki er með mér, er á móti mér.“ (Matheus 12, 30). Þegar svo hann legg- ur sig í líma um að fullvissa okkur um, að hann sé með okkur, að hann standi með okkur, getum við þá annað en kunn- gert hverjum sem hafa vill, að við stönd- um með honum? Orð Guðs lýsir því yfir, áð Immanuel sé fyrirheit um sérstaka nærveru Guðs. Okkur eru það því mikil forréttindi að tilheyra Kristi, Immanuel. María Björk Reynisdóttir „Glaður að komast heim í suðaustan rokið og rigninguna" Frá miðjum júlí 1971 til byrjunar ágústs 1972 var viðburðaríkasti tími ævi minnar. Það var sá tími, er ég dvaldist í Bandaríkjunum sem skiptinemi Þjóð- kirkjunnar. Ég var í borg sem heitir Bismarck, höfuðborg Norður-Dakotafylkis, fylki V- íslendinganna. Ég dvaldist hjá ágætri fjölskyldu, að nafni Johnson. Þessi am- eríski faðir minn, Clinton R. Johnson, er 46 ára, verkfræðingur fyrir bandaríska ríkið, móðir mín, Emogene, er 43 ára, og bræður mínir, Ron 19 ára og Kevin 14 ára. Fjölskylda mín er methodista- trúar, sem er kristin trú og lík okkar Lúthersku. Við fórum í kirkjuna á hverj- um sunnudagsmorgni, og á kvöldin fór ég og eldri bróðir minn, Ron, á fundi hjá ungmennafélagi kirkjunnar. Þar kynnt- ist ég mörgum og eignaðist marga vini. í þessum hópi gerðum við margt okkur til skemmtunar og ferðuðumst nokkuð. í janúar fóurm við í sleðaferðalag, sem stóð yfir eina helgi, en á sunnudags- kvöldið átt.i ég að vera kominn í sam- kvæmi hjá V-íslendingum í borginni. Er við vorum á leiðinni heim sprakk einn hjólbarðinn á rútunni okkar, en þegar átti að fara að skipta um, kom í ljós, að við höfðum hvorki varahjólbarða né tjakk. Við sendum strax boð til borgarinnar um hjálp, en þar sem ég átti að vera kominn í samkvæmi V-íslendinganna eftir stutt- an tíma, varð ég strax mjög órólegur, og eftir nokkurt suð við fararstjórann okkar, gaf hann mér loks leyfi til áð fara með einum af þeim mörgu miskunnsömu Sam- verjum, er stoppuðu og buðu okkur að- stoð, og náði ég rétt í tíma til borgarinn- ar til áð komast í þetta samkvæmi. Já, þeir voru margir V-Islendingarnir á þessum stöðum, og kynntist. ég mörg- um þeirra. Aðeins þiem dögum eftir að ég kom fyrst til borgarinnar, kynntist ég einum þeirra, en hann heitir Árni Björns- son. Bauð hann mér þá út að borða á- samt fjölskyldu sinni. Annar góður vinur Tómas Ibsen minn er Helgi Jóhannesson að nafni. Vai hann saksóknari fylkisins og 'hefur verið það lengur en nokkur annar maður, en hann bauð sig ekki fram til síðustu kosn- inga, sem vorn háðar á sama tíma og síð- ustu forsetakosningar fóru fram í Banda- ríkjunum. Ég gekk í skóla í Bismarck, fór í gagn- fræðaskóla borgarinnar og tók síðasta bekk. í þessum skóla fær hver og einn að velja sitt fag, og valdi ég fög, er varða viðskipti, og verð ég að segja, að þau hafa komið mér áð gagni í því staifi, er ég stunda núna. Það kom nokkrum sinn- um fyrir, að allir þurftu að rýma skól- ann (en nemendur hans voru um 1800 talsins), vegna þess áð einhver hafði hringt í skólann og sagt, að sprengja myndi springa í skólanum á vissum tírna, en þetta gerðu nokkrir óþekktarormar, sem vildu sleppa við próf, er þeir áttu að taka. Er líða tók á skólaárið fór ég að hugsa um að ferðast. um Bandaríkin. Mig lang- aði mjög til að fara vestur á bóginn, og helzt komast til Kaliforníu, en ég á frænku í Sakramento, sem ég liafði ekki séð í nærri tólf ár. Loks ákvað ég að fara og 44 — FAX I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.