Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1975, Qupperneq 7

Faxi - 01.01.1975, Qupperneq 7
íÞRÓTTIR Fyrsti íslenski alþjódadómarinn í Við höfum í Faxa verið fremur fá- orðir um aðra landsl'iðsmenn af Suð- urnesjum en knattspyrnumennina, en að komast í þann hóp, úrval þeirra sem keppa fyr'ir hönd þjóðarinnar, hlýtur að vera stolt hvers íþrótt'amanns. Við ætlum að reyna að bæta úr þessu með því að kynna einn af mörgum körfu- knattleiksmönnum UMFN, sem komizt hefur á tindinn, Gunnar Þorvarðarson, 23 ára rafvirkja, 190 cm á hæð. Hann hefur leikið með meistaraflokki UMFN í 7 ár, 25 úrvalsleiki, 1 unglin.galands- l'eik og 7 landsleiki. Gunnar hóf körfuknat'tleiksiðkanir 15 ára að aldri og varð brátt einn af öflugustu leikmönnum liðsins. Með ári hve'r'ju hefur vegur hans farið vaxandi, unz hann var valinn í landsliðið fyrir tveimur árum. Á yfi'rstandandi leik- tímabili hefur Gunnar verið einn af burðarásum UMFN, sem hefur náð mjög góðum árangr'i í I. deildinni í vetur. Gunnar hefur einnig stundað aðrar íþróttir, þar á meðal knattspyrnu, og hefði örugglega náð langt sem mark- vörður' ,ef meiðsli hefðu ekki orðið til að hann sa.gði skilið við þá íþrótt. körfuknattleik Kristbjörn Albertsson, kennari í Njarvíkunum, er löngu þekktur sem mjög góður dómari, bæði í knattspyrnu og körfuknattleik, en það eru færri sem vita, að hann fékk fyrstur íslenzkra körfuknattleiksdómara alþjóðleg rétt- indi, fyrir tæpum tveimur árum. Próf- ið tók hann úti í Halle í þýzka alþýðu- lýðveldinu, og var hinn eini þriggja íslendinga, sem náði tilskildum ár- angri. Síðan hefur Kristjbjörn starfað mik- ið og dæmt, aðallega í ísl. deildakeppn- inni, svo og milliríkjal'eiki. Þess utan dæmir hann — eða hefur í vetur — í keppni varnarliðsmanna á Keflavík- urflugvelli, tólf leiki á viku og hlotið mjög góða dóma fyrir hæfni í starfi. Þess má geta, að hann hefur núna öðlast' réttindi til að dæma í keppni bandarískra háskól'a, sem aðeins úr- valsdómarar fá, og er þar með búinn að ná öllum þeim áröngum, sem körfu- knattleiksdómarar' keppa að. F A X I 7

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.