Faxi - 01.01.1975, Page 10
JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR — I. HLUTI
Tekið saman af Sigurði Jóhannssyni
Slóu eign sinni á
Justita og drógu
enska fánann afi
íslenzkum yfirvöldum leizt ekki ó blikuna.
Trampe greifi gefur út yfirlýsingu.
I. Stjórnmálaástand í Evrópu
á fyrsta tug 19. aldar
Árið 1799 komst Napoleon til' valda í
Frakklandi eft'ir þá miklu stjórnmála-
legu ringulreið, sem ríkt hafði þar frá
stofnun franska lýðveldisins 1792.
Napóleon efldi ríki sitt mjög og ge’rðist
einn umsvifamesti stjórnmálamaður
Evrópu. Réði hann lögum og l'ofum á
meginlandi Evrópu og þorðu fæstir
þjóðhöfðingjar og stjórnmálamenn álf-
I þessu blaði hefst greinar-
flokkur um Jörund hundadaga-
konung, eftir Sigurð Jóhannsson,
aðeins 16 ára Keflvíking, sem
stundar nám í Gagnfræðaskóla
Keflavíkur. Sigurður hefur vakið
athygli fyrir góðar ritgerðir, og
þótt ungur sé að árum hafa grein-
ar efti.r hann birzt í tímaritum,
þar á meðal Heima er bezt, og er
það nokkuð óvenjulegt. Sigu.rður
hefur mikinn áhuga fyrir ætt,-
fræði og sagnfræði og er nú þeg-
ar orðinn vel heima í þessum
greinum, enda dyggilega studdur
og hvattur af kennurum sínum.
Ritgerðin um Jö.rund er það
fyrsta sem birtist í Faxa eftir
Sigurð, en vonandi megum við
verða þess aðnjótancli að geta
b?.rt fleira eftir þennan unga á-
hugamann á komandi árum, því
Sigurður lætur va,r.la staðar num-
ið á ritvellinum á næstunni, —
til þess er byrjunin of góð.
unnar annað en að sitja og st'anda eins
og hann vildi. Enskir stjórnmálamenn
vor'u þó undantekning frá þessu, þeir
gerðu Napóleoni allt það ógagn sem
þeir gátu og áttu í stöðugum ófriði við
hann.
Þarna áttust' tvö stórveldi við, Eng-
land og Frakkland.
Þrjú ríki, Danmörk, Svíþjóð og Rúss-
l'and, höfðu gert með sér hlu'tleysis-
samning ti'l þess að vernda siglingar
sínar.
Árið 1801 kom Nelson flotaforingi
með enska flotadeild til Kaupmanna-
hafnar og þröngvaði Dönum til þess að
ganga úr hlutleysisbandalaginu.
6 árum síðar, árið 1807, st'óð ófrið-
urinn enn.
Óttuðust Englendingar' nú að Frakk-
ar næðu danska fiotanum á sitt vald.
Komu þeir með skipaher í Eyrarsund
og gerðu Dönum tvo kosti, annan þann,
áð þeir afhentu Englendingum her-
flota sinn, eða þá að England myndi
þegar í stað segja Danmörku stríð á
hendur. Dani'r’ neituðu að afhenda her-
flota sinn og settust Englendingar þá
um Kaupmannahöfn. Skutu þeir á
borgina og léku hana 'illa.
Endalokin urðu þau, að borgin gafst
upp og Englendingar höfðu danska flot-
ann á brot't með sér. Varð þessi at'-
burður til þess, að Danir' gengu í l'ið
með Frökkum.
Þegar hér var komið sögu settu Eng-
lendingar hafnbann á Dani. Dönsk
kaupför voru tekin og flutt til Eng-
lands, hvar sem til þeirra náðist' af
Englendingum. Hjálenduh Danmerkur,
Island og Noregur, urðu illa ú'ti.
Siglingar til landanna tepptust. Af-
leiðingin varð vöruþurrð í löndunum
sem leiddi til dýrtíðar, og á tímabili
leit út' fyrir hungursneyð á íslandi af
þessum sökum. Árið 1808 komst aðeins
eitt Islandskaupfar á leiðarenda, í
gegnurn hafnbann Engl'endinga. Alvar-
an blasti við Íslendingum ,héldi svo
fram sem horfði næsta sumar var full-
víst, áð hungursneyð myndi þá þrúga
landslýðiun.
II. Ástand í stjórnmáliim og þjóðmálum
á íslandi á fyrsta tug 19. aldar
(Orstutt ágrip)
Um það verður hér aðeins fjall'að í
örfáum orðum, enda mun flestum ís-
lendingum að nokkru kunnugt um það.
ísland var undi'r' Danmörku og var
löngum haft útundan.
St'jórnfrelsi var sama og ekkert, öll
meiriháttar mál þurftu að ganga undir
Danakonung og danska embættismenn.
Löggjafarvald var algerlega í höndum
10 — F A X I