Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 11

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 11
af fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu, en nótt eina gengu einhverjir skemmdar- vargar berserksgang um staðinn og eyojlögðu margra ára starf hans á stuttri stund. „Eins og ég tók fram í greininni sem ég ritaði eftir þennan at- burð, þá var tjón mitt ekki mikið í samanburði við það sem aðrir mega þola, en það sem ég reyndi að benda á var, að maður með jafn mikinn gróður- ræktar- og landverndaráhuga og ég, hann ætti að geta lagt til, ja, marga hektara á sinni lífsleið, grætt þá upp og gert þá verðmæta, — ef allt saman er ekki eyðilagt fyrir honum Þetta var mergurinn málsins. í dag eru ef til vill ekki nema nokkur hundruð manns sem hugsa svona, eftir hundrað ár verða það kannski nokkur þúsund sem geta haldið áfram að stækka ræktuðu svæðin, — unnin fyrir ánægjuna eina yfir verkinu." Byggðin á að rísa á hrauninu í áttina til Keflavíkur. „Mér verður hugsað til Heimaeyjar," segir Eyþór, „þegar ég heyri þig minnast á þetta, Ófeigur. Á kreppuárunum var þar landsskiki, að vísu minni og ólíf- rænni en á Reykjanesskaganum, og hon- um var deilt niður á milli manna, að vísu ekki átakalaust, og skipt í skákir, sem hver og einn ræktaði að fullu. Oft hefur mér komið til hugar, hvort íbúar Suðurnesja gætu ekki fengið svo sem einn hektara hver til ræktunar, en það er víst um tómt mál að tala, enginn þorir að sleppa eignarhaldi sínu á land- inu vegna verðmætavonar, sem felst í vaxandi þörf fyrir húsalóðir, hugsan- legrar stækkun flugvallar, jarðvarma, og -ýmislegt fleira mætti telja.“ „Ræktuðu svæðunum væri kannski hægt að halda frá skepnunum með girð- ingum, en þeim verður aldrei haldið frá mönnunum. Undarleg árátta þeirra sem yfir skipulagsmálum drottna valda því. Þeir sem skipuleggja byggðirnar ráðast ávallt á ræktuðu svæðin fyrst. Mosfellssveitin sem ég minntist á áðan er gott dæmi um það. í staðinn fyrir að tæta upp gróðurinn, ætti að byggja í hrauninu í áttina til Keflavíkur, — þar er rúmt um, en verður að vísu að fara nógu langt frá þessari andstyggðar ál- verksmiðju. Byggðin gæti orðið sam- felld alveg til Keflavíkur og jafnvel lengra, — snotur hús með sæmilega stórum garði í kring, vel ræktuðum." Og eins og málum er háttað í dag, þótti okkur harla ólíklegt að skipuleggj- endur nýrra byggða skipti um ríkjandi skoðun ög sýni gróðri jarðar nokkra hlífð á næstu árum, en áður en við sner- um tali okkar inn á aðrar brautir, von- uðum við að komandi kynslóð nýrrar aldar hefði annað hugarfar. Foreldrar mínir komu með fyrstu rifsberjahríslurnar í Leiruna. „Skógræktaráhugi minn vaknaði snemma," sagði dr. Ófeigur, þegar við spurðum hvort hann sem ungur drengur í Leirunni hefði eitthvað sýslað við trjá- rækt. „Ég var stráklingur þá og þá var ekki ein einasta viðarhrísla við nokkurs manns hús, nema hjá okkur í fátæktinni í Ráðagerði. Faðir minn byggði háan skjólgarð móti norðri við kartöflugarð- inn, og íoreldrar mínir fengu af sinni fátækt nokkrar rifshríslur frá Einari í Gróðrarstöðinni í Reykjavík. Síðan deildi móðir mín hríslunum á milli okk- ar systkinanna, eitt átti þessa, annað hina, en hver átti eina hríslu. Berin sem uxu á hríslunum máttum við eiga, en við uröum að sjá um þær, láta þær vaxa með því að bera að þeim og hlú. Fleiri trjáplöntur voru þarna, og þetta varð til þess að ég komst upp á lagið, — alveg af sjálfum mér, — að búa til limbeygjur. Tók neðstu greinarnar, sem er svo auð- velt á rifsinu, gróf þær aðeins niður og setti keng yfir. Eftir skamman tíma voru komnar rætur á beygjurnar, sem ég skar síðan frá stofninum, og þó voru komin lítil rifstré.“ Flutti jurtir á milli staða. „Trén gaf ég síðan. Setti þau í poka, þegar þau voru orðin lífvænleg og höfðu stækkað svolítið. Ég man glöggt að ég fór inn á Framnes til systranna og gaf þeim tréð í garðinn sinn. Ólafur föður- bróðir minn í Edinborgarverzluninni, sem ræktað hafði lítinn garð hjá sér, en þar var þó fyrir ramfang — erlent lyktarlaust, en heima í Ráðagerði var aftur á móti mjög lyktarsterk tegund, en þá tegund flutti ég líka svona á milli garða. Mig minnir að ég hafi átt þátt í að flytja jurtir í tvo garða í Leirunni og jafnframt í Keflavík. Þær munu nú horfnar nema í Framnesi, þar held ég að örli fyrir þeim enn þann dag í dag, — að minnsta kosti blóðkollinum sem ég gaf þeim Framnessystrum. Eitt þykist ég líka viss um, að ef svo ólíklega vildi til að ég héldi sýningu á myndum mín- um á Suðurnesjum, þá á ég tvo gesti vísa, þær Framnessystur, æskuvinkonur mínar.“ Kvenfólkið tárfelldi af eldiviðarsterkjunni. Af þessum orðum má ráða, að dr. Ófeigur ber mikinn hlýhug til þeirra Framnessystra, eins og allir sem þeim merku konum hafa kynnst. Undirritað- ur minnist þess, að í fyrsta viðtali hans F A X I — 59

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.