Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 19

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 19
Samviskubit á vori Vorið kom í gær með hlýrri golu. geislar sólar kysstu nýfædd blóm, vaknar líf í hverri jarðar holu, hafsins bárur lækka dimman róm. Fuglar kvaka grænum efst á greinum, grösug verða aftur kalin tún, vatnafiskar liggja hyls í leynum, læðist þoka upp við f jallsins brún. Blómaang'an berst að mínum vitum, börnum þykir gott að vera til. — Það er eins og landið skipti litum, lömbin fagna þýðum sumaryl. — Gleðjast skaltu, dísin minna drauma, dansa, þar til kemur sólarlag, — hugsa litt um æskuvininn auma, öll hans svikin, fram á þennan dag. Það var hann, sem þinni framtíð breytti, þín var ástin jafnan tandurhrein. HANN var sá, er hjarta þínu veitti holsárið, sem nísti merg og bein. HANN er giftur, — fjögra barna faðir, fyrir löngu genginn hálan ís, — tárast, þegar gerast aðrir glaðir, grætur, sína týndu Paradís. HANN má vaka heilar, bjartar nætur, hugsar þá um sálarinnar kvöl. Samvizkan, hans særir hjartarætur, sorgin magnar örlaganna böl. Konan, sem hann alla tíma unni, ekki virðist svala lífsins þrá. HÚN er eins og höll á veikum grunni, hættulega nærri djúpri gjá. Samvizkunni sálgað enginn getur, seint hún verður tekin okkur frá. — Hverjum þeim, sem mannlegt ekkert mæðir jafnan hugarfargið á. fmetur, Vorið þó að veki allt af dvala, veiti öllu lífi nýjan kraft, — lækir meðan létt við steina hjala, líð ég, fyrir gamalt „axarskaft". (Samið á góðviðrisdegi, vorið 1974). Blómavinur". f>fllGKOy ðsi hefur Peugeot orðið sigurvegari í erfiðustu þolaksturskeppni vera/dar, Safari kappakstrinum íAustur- Afríku. Þetta sýnir betur en nokkuð annað að Peugeot er bíllinn fyrir íslenska staðhætti. - UMBOO Á AKUREYRI_____ VIKINGUR SF. FURUVOLLUM II SÍMI 21670 HAFRAFELL GRETTISGOTU 21 SIMI 23511 F A X I —67

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.