Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 14

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 14
Jörundur hundadagakonungur — 4. hluti Tekið saman af Guðmundi Siguröi Jóhannssyni Jörundur lét senda sextíu hesta at matvælum norður í land hin sama hefir ákvarðað reglulega lands- stjórn, og einn og sérhvörr, svo vel fá- tækur, tekur jafnvæga hlutdeild í þeirri stjórn sem hinn meiri háttar“. Undirskrift undir auglýsingu þessari hljóðaði svc: „Útgefið undir vorri hendi og signeti Jörgen Jörgensen. Alls ís- lands verndari og hæstráðandi til sjós og lands. Titillinn sem Jörgensen valdi sér var svo sem ekki af verri endanum, aðeins einn maður hafði borið hliðstæð- an titil áður; Oliver Cromwell einvaldur í Englandi á 17. öld — Lord Protector (þ.e. verndari ríkisins). Hinn 12. júní var hinn nýi fáni ís- lands dreginn að hún í fyrsta sinn. Var fáninn dreginn á stöng á Petræusar- pakkhúsi og skaut freigátan Margaret and Ann 11 skotum honum til heiðurs. Jörgensen langaði til þess að skoða ríki sitt. Þennan sama dag lagði hann upp í ferðalag með fimm manna liði úr lífverði sínum. Fór hann allt norður á Akureyri, en sneri þar við suður og kom aftur til Reykjavíkur 22. júní. Lét Jörgensen vel af móttökunum og rómaði mjög gestrisni íslendinga. Stundum hafði Jörgen ójöfnuð í frammi meðan á ferð þessari stóð; hafði í hótunum við menn og brá byssunni á loft ef þeir vildu ekki gera vilja hans. M.a, heimtaði hann hesta af Magnúsi Björnssyni hreppstjóra í Hvammi í Svartárdal, er þeir hittust á fjallvegi. Hélt Magnús fast á hlut sín- um og fóru svo leikar að hann bar sigur af hólmi. Margir valdsmenn hétu Jörg- ensen hollustu í ferð þessari, en nokkrir sögðu af sér embætti og gekk það allt illindalaust. Áður en Jörgensen lagði upp í norð- urreið sína mælti hann svo fyrir að gert skyldi vígi á Arnarhólskletti og skyldi það nefnt Phelpsskans eftir Phelps kaupmanni. Á skansinum suður á Bessastöðum voru sex fallstykki ryðg- uð, fornfáleg og nær sokkin í jörð. Höfðu þau verið þar síðan Henrik Bjelke lét byggja Bessastaðaskans 1668. Voru fallstykkin sótt til Bessastaða og þeim komið fyrir á Phelpsskansi. Möller trésmiður og Arnesen járnsmiður voru fengnir til að smíða og járnslá kerrur undir byssurnar, jafnframt var farið að reisa brjóstvarnir á skansinum. Ilinn 25. júlí var fyrsta fallstykkið sett upp á skansinum og skotið úr því tveimur kúlum. Tókst það með prýði. 2. ágúst var vígið að verða fullgert og setti Jörgensen þá Peter nokkurn Malmqvist sænskan beyki, virkisstjóra með 300 rikisdala laun á ári. Segir í skipunarbréfi hans, að hann skuli „allt- af vera reiðubúinn til aðgerða, þegar nauðsyn ber til, til þess að starfa að því að verja landið, með þeim varnar- búnaði, sem vér höfum þegar útvegað eða kynnum að útvega hér eftir.“ í íslenzkum skólamálum gerði Jörg- ensen stórátak, miðað við hinn stutta valdatíma hans. Á valdatíma Jörgen- sensens voru aðeins tveir skólar á land- inu; latínuskólinn á Bessastöðum og barnaskólinn á Hausastöðum, sem var á vegum Thorkillísjóðs. Fór Jörgensen til Bessastaða til þss að kynna sér skóla- haldið og aðbúnað skólapilta. Var þar ófögur aðkoma, Skólahúsið var hrein svínastía, full af skít og óþverra, og skólapiltar útsteyptir af kláða og óþrif- um sakir lélegs fæðis cg lélegs aðbúnað- ar. 24 skólapiltar stunduðu nám við latínuskólann, en hins vegar voru að- eins 8 rúm á svefnlofti skólapilta, svo að þeir urðu að sofa 3 og 3 saman í rúmi. Jörgensen skipaði Geir Vídalín biskup, Magnús Magnússon prófast og ísleif Einarsson í skólanefnd með sér, og skyldu þeir hafa umsjón með skóla- haldinu. Þúsund dali veitti Jörgensen til þess að bæta aðbúnað skólapilta, þá a.m.k. til að kaupa hollara fæði, og ráðstafanir voru gerðar til að gera skólahúsið hreint og kalka það. Einnig lét hann kaupa gnótt dúka og lérefta til að gera piltunum föt. Þá lét hann smíða rúm- stæði, svo ekki skyldi vera nema einn í rúmi og lök og sængurfatnað lét hann sauma. Kennara og skólastjóra lét hann fá launaviðbót. Einnig gerði Jörgensen ráðstafanir til þess að bæta skólahaldið á Hausastöðum. Hefur Jörgensen vafa- lítið gert meiri umbætur í íslenzkum skólamálum, á sínum stutta valdatíma, en dönsk og ,,dansk-íslenzk“ yfirvöld á heilli öld. Um þetta leyti lét hann einnig senda sextíu hesta lest norður í land, hlaðna matvælum. Jörgensen beitti sér fyrir námskeiði í Ijósmóðurfræðum. Fékk hann Jóhönnu Malmqvist konu Peters virkisstjóra, sem var lærðasta ljósmóðir landsins, til þess að taka að sér kennslu í þessum fræðum. — Ríki Jörgensens er í bloma og hann reynir eftir beztu getu að bæta hag þegna sirina og sjá fyyrir þörfum þeirra! — En Adam er sjaldnast lengi í Paradís. 14. ágúst kom skip til Reykjavíkur og varpaði akkerum á legunni. Var það breska herskipið Talbot, skipherra var Alexander Jones, breskur aðalsmaður. Fékk hann skjótt vitneskju um allar til- tektir Jörgensens og leistmiður vel á. Náði Jones fundi Trampe greifa um borð í Margaret and Ann. þessir tveir aðals- menn áttu ekki bágt með að tala saman þótt þjóðir þeirra ættu í stríði. Aðals- menn Evrópu í Byrjun 19. aldar litu á sig sem eina stétt og var þar ekkert til- lit tekið til þjóðernis. Bauð Jones Trampe að láta hann lausan, en Trampe hafnaði því og kvað sér nauðsynlegt að fara til Englands og kæra rán á eignum sínum og hrakning á sjálfum sér. Að loknu viðtalinu við Trampe þótti Jones sýnt að þeir Jörgensen hefðu ekkert um- boð haft frá Bretastjórn til svo róttækra aðgerða, sem þeir höfðu í frammi haft. Hinn 20 .ágúst sendi Jones þeim Phelps, Liston og Jörgensen eins oknar úrslita- kosti og skipaði þeim að búa þegar eitt af skipum sínum til Englandsfarar og senda með því skýrslu um allt sitt at- hæfi. Samdægurs skjóta þeir á með sér fundi Jones og Stephensenbræður, Magn- ús og Stefán. Niðurlag í næsta blaði 62 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.