Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 12

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 12
fyrir FAXA, sem var einmitt við þær systur, minnast þær á Ófe,g, en hann var nemandi annarrar þeirra, Guðlaug- ar, sem eitt sinn kenndi í Leirunni. „Okkur var kennt á mínu bernskuheim- ili, að tvennt væri það þýðingarmesta, — kennarar, og að ekki mætti rífa upp lyng,“ segir dr. Ófeigur, ,,eða annað hrís. Á kotunum í kring var alltaf verið að brenna lyngi. Rekinn var lítill og mótekja aldrei stunduð, nema í fyrri heimsstyrjöldinni. Aldrei var bernnt svo mikið sem einni lyngkló hjá okkur, — við því var lagt blátt bann, en oft fannst manni lyngilmurinn sætur frá hinum bæjunum. Auk þessa var brennt hrossa- taði og þangi, — andstyggilegur eldi- viður. Kvenfólkið var sífellt með augn- rennsli af sterkjunni við eldamennskuna. En áður en við ljúkum tali um jurtir, vil ég minnast á það, að móðir mín lét okkur krakkana safna jurtum til að hafa í te, — blóðbergi, ljónslöpp, geld- ingshnöppum og fleiri tegundum. Við drukkum svo teið sem úr þessum jurtum var lagað, af bestu lyst.“ Mótekja, stærðfræði og heimsspeki. Maður þarf ekki lengi að ræða við dr. Ófeig til að komast að raun um skarpt minni hans og er hann þó að árum einn um sjötugt. Ef til vill skýrir eftirfarandi frásögn hvernig hann hefur öðlast sitt trausta minni. ,,Ég minntist á það áðan, að við Leiruvtönin, svo við minnust á þau aftur, var mótekja. Ég man að Tryggvi bróðir minn, sem var næstelstur okkar systkinanna, bar móinn á bakinu, — það voru ekki til hestar á okkar heimili. Pabbi var enginn búmaður, hann var allur í heimspeki, stærðfræði og þess háttar hlutum, blessaður. Utan skóla hafði hann verið kominn að stú- dentsprófi, þegar hann hélt norður í land til að afla sér peninga, — í Húna- vatnssýslu sem kaupamaður. Ung stúlka varð þar á vegi hans nú, og hann bara kvæntist henni, og þar með var búið með námið.“ Erlend tungumál og kvæðaflutningur í kálgarðinum. „Faðir minn var, — án þess að ég sé að kasta neinni rýrð á hann — alveg laus við að kunna nokkuð á gróða- eða fésýslu, en hann var duglegur verkmað- ur. Mér er ávallt í minni, þegar við vor- um í kálgarðinum að taka upp kartöflur, sem mér leiddist alveg óskaplega, þykir þó gott að borða þær, — þá beið ég alltal eftir því að pabbi stingi niður skóflunni, reisti sig upp og legði sína stóru hönd fram á skófluskaptið og segði „ja, Emmerson, hann sagði ....“ og svo þuldi hann pistla eftir þennan Emmer- son, Sören Kirkegaard, kvæði eftir Byron, annað hvort á ensku eða íslensku — eða þá einhverja aðra, alveg enda- laust yfir hausamótunum á mér. Nátt- úrlega hafði ég staðið upp líka, feginn að losna úr prisundinni. Stundum skildi ég ekki nema litið af því sem hann fór með, en það gilti einu, ég fékk frí frá kartöflunum á meðan. Þarna stóðum við, ég glápti á hann, en hann starði fram fyrir sig. Svona gekk löngum, og stundum kom hann inn á eitt og annað, svo sem minnið, það væri að langmestu leyti æfing. Mátulega langt kvæði ætti að vera hægt að læra, heyrði maður það flutt í tvígang,'og þetta reyndi hann á mér, og fékk góða minnisæfingu, enda lærði ég mörg kvæði eftir kunn skáld.“ Áfengið olli því fyrst og fremst að menn urðu úti. Þegar hér var komið sögu, fannst dr. Ófeigi samræðurnar vera farnar að snú- ast full mikið um hann sjálfan og minnti okkur Eyþór á, að hann hefði ekki verið búinn að úttala sig um vörðurnar, sem áreiðanlega björguðu mörgum mannslíf- um á árum áður, þótt þær kæmu ekki í veg fyrir að fólk yrði úti í vondum veðr- um. Ástæðan fyrir því hvað margir létu lífið í ferðum sínum úr kaupstað, var fyrst og fremst drykkjuskapurinn, sem áttu upptök sín í Keflavík i Duus-verzl- uninni, sem mun hafa verið aðal. eða jafnvel eina verzlunin hér lengi. Brenni- vín var ávallt falt, og þegar menn lögðu af stað heim til sín út með ströndinni eða yfir heiðarnar, voru þeir orðnir full- ir, en eins og öllum er kunnugt, þá opn- ast yfirborðsæðar líkamans og menn verða fyrr innkulsa en ódrukknir. Það er fáránleg vitleysa að áfengi hjálpi ti) ef menn eru aðframkomnir af kulda, nema því aðeins að þeir séu komnir í hús og hlýju, þar sem ekki tapast meira af líkamshitanum. Vegalengdir á milli byggða á Suðurnesjum voru ekki það miklar, að engin ástæða var til að menn yrðu úti ódrukknir, nema í aftaka veðr- um.“ Framhald í næsta blaði FYRIR VORIÐ Stígvél á börn og fullorðna Uppháir strigaskór á unglinga Lágir strigaskór á fullorðna Svefnpokar Tjöld Kaupfélag Suöurnesja Vinnufatabúðin Sími 1075 60 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.