Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 5
Vor í sönglífi Suðumesja Vortónleikar Karlakórs Kefla- víkur voru haldnir í Félagsbíói 17. og 18. maí og í Grindavíkurkirkju 20. maí s.l. Kórinn verður 30 ára í lok þessa árs og eru nokkrir stofnfélaganna vel virkir í kórnum allt til þessa og láta engan bilbug á sér sjá, enda fellst styrkur kórsins jöfnum hönd- um í festu og fylgni frumherjanna og jafnri og góðri endurnýjun söngfélaga. Aðdáun vekur hversu samstaða og samtakamáttur kórsins er heil- steyptur og fastmótaður - enda er árangurinn í samræmi við það hvort sem í hlut eiga tónleikar eða bygging félagsheimilis. Að sjálf- sögðu gildir það ekki hvað síst í kórstarfi ,,að veldur hver á held- ur“. Stjórnandi kórsinsíveturogá tónleikunum var Eiríkur Ámi Sigtryggsson. Eiríkur er reyndur hæfileikamaður í söngstjórn og ánægjulegur fengur í að hafa heimt hann heim í átthagana til að miðla okkur af reynslu og þekkingu sinni, sem hann hefur aflað sér bæði heima og erlendis. Lagavalið var að stærstum hluta hefðbundin karlakórslög. Upp- hafslagið var Hver á sér fegra föð- urland eftir Emil Thoroddsen og í lokin kom létt amerísk lagasyrpa: Kveðja frá Broadway. Alls komu fimm einsöngvarar fram: Jón Krístinsson söng Til tónlistarinnar eftir F. Schubert og Sverrir Guðmundsson, Man- söng einnig eftur F. Schubert. Haukur Þórðarson söng La Dansa eftir G. Rossini og Steinn Erlingsson Hraustir menn eftir S. Romberg. Söng hann lagið tvíveg- is í beit og höfðu þá menn á orði að Steinn væri sönghraustur maður. Allir þessir fjórir einsöngvarar, sem hér hafa verið nefndir eru vel þekktir og fyrir löngu búnir að sanna ágæti sitt sem slíkir. Fimmti einsöngvarinn sem fram kom er enn ótalinn, en það var Sævar Helgason. Hann söng Aríu Fall- staffs úr óperunni,,Kátu konumar frá Windsor“ eftir Otto Nicolai. Sævar er minnst þekktur þeirra einsöngvara sem fram komu að þessu sinni, en hann sannaði það svo sannarlega með góðum árangri sínum, að hann sómir sér vel í hin- um ágæta flokki einsöngvara, sem kórinn hefur á að skipa. Hið óhefðbundna á söngskránni var sjö laga syrpa ungra keflvískra tónskálda. Söngstjórinn útsetti Eiríkur Ámi Sigtryggsson, stjóm- andi Karlakórs Keflavíkur 1983. Ragnheiður Skúladóttir hóf píanó- nám hjá Vigdísi Jakobsdótturoghélt áfram námi i Tónlistarskólanum er hann var stofnaður. En jafnframt fór hún fljótlega að kenna við skólann og hefur kennt þar nær óslitið síðan. Einnig hefur hún getið sér gott orð sem undirleikari með einsöngvur- um og kómm. lögin í syrpunni, sem bar heitið „Ung Keflavíkurtónskáld“ en lögin sjö eru: Jarðarfarardagur. Pórir Baldursson samdi lagið og Sigurður Þórarinsson gerði text- ann. Þú og ég - Gunnar Þórðar- son og Ólafur Gaukur. Tónaberg - Siguróli Geirsson og Þorsteinn Eggertsson. Lítill drengur - Magnús Kjartansson og Vilhjálm- ur Vilhjálmsson. Ástarfundur - Ingvi Steinn Sigtryggsson og Bragi Sigtryggsson. Eg þakka - Magnús Kjartansson og Þorsteinn Eggerts- son og síðast en ekki síst að mati undirritaðs Þú einstæðings mað- ur - lag Finnboga Kjartanssonar við texta Kristjans frá Djúpalæk. Húsfyllir var á tónleikunum og þar á meðal var margt af ungu fólki. Var greinilegt að unga fólkið kunni öðrum fremur vel að meta sjö laga syrpuna. Aftur á móti þótti að minnsta kosti sumum karlakórsaðdáendum gæta um of ungæðisháttar - í stíl poppara - hvað útsetningu hennar og undir- leik varðaði. Undirleik í sjö laga syrpunni önnuðust bræðurnir Finnbogi Kjartansson (á gítar) og Magnús Kjartansson (á píanó). Að öðru leyti annaðist Ragn- heiður Skúladóttir undirleikinn á tónleikunum og leysti hún hlut- verk sitt af hendi með sinni þekktu næmni og smekkvísi. Það leyndi sér ekki á undirtekt- um áheyrenda að þeir töldu sig standa í þakkarskuld við flytjend- urna og var sönglistafólkinu klappað verðugt lof í lófa. Að lokum er því ánægjulegt að geta sagt: ,,Vor er í sönglífi Suður- nesja“. K.A.J. --------------------------------------- Kristinn Reyr: Litið um öxl Fagurt er veðrið á fyrri stað við flóann og víkina breiða Hólmsbergið tekur sér höfuðbað en hnokkar á Duusbryggju að veiða. Augljós er mynd þess sem áður var aðalsvið leikbróðir kœri eg sé mig í hópnum að sýsla þar við svolítinn öngul á fœri bjástra við marhnút er barst úrsjá með beittan krók niðri í maga fœri enn kasta ogfiskur á sem fengsœlla þótti að draga. Oftast var búbót að afla þeim og ekki til setunnar boðið klofvotum snáða að komast heim með kola og ufsa í soðið. Víst er það skrítið að vera hann vaxinn úr stuttbuxna peyja á flughröðu dœgri í ferðamann og framandi meira að segja. En fagurt er veðrið áfyrri stað viðflóann svo skínandi bláan Hólmsbergið tekur sér höfuðbað og hnokkar á Duusbryggju aðfá hann. v___________________________________________y FAXI-145

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.