Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 10
SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM - SSS Á tveimur síðustu áratugum, hefur það farið mjög í vöxt að sveitarfélög hafi myndað með sér samtök um að leysa ýmis aðkall- andi verkefni, sem þau hvert um sig höfðu vart aðstöðu eða fjármagn til að koma í framkvæmd. í flest- um tilvikum eru þessi landshluta- samtök miðuð við kjördæmin. SASIR var elst þessara sam- taka, stofnað 1964, en 1978 var því breytt og mynduð tvö: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - SSS - og Samband sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, með þátttöku Reykjavíkur, - sem áður hafði staðið utan samtakanna. SSS boðaði til blaðamannafund- ar 20. maí s.l. Par voru mættir eft- irtaldir fulltrúar frá öllum sveitar- stjórnunum: Leifur A. ísaksson, sveitarstjóri í Vogum, en hann er formaður samtakanna í ár, og hafði orð fyrir sveitarstjórnar- mönnum, ásamt Eiríki Alexand- erssyni, sem er framkvæmdastjóri SSS. Steinþór Júlíusson bæjarstjóri í Keflavík, Jón Gunnar Stefáns- son, bæjarstjóri í Grindavík, Áki Gránz, forseti bæjarstjórnar í Njarðvík, Jón K. Olafsson, sveit- arstjóri í Sandgerði, Ellert Eiríks- son, sveitarstjóri í Garði og Þórar- inn St. Sigurðsson, sveitarstjóri í Höfnum. Aukþeirravar JónUnn- dórsson, iðnráðgjafi SSS mættur og gerði grein fyrir þeim mála- flokki er hann vinnur að, en þar má m.a. nefna stofnun Iðnþróun- arsjóðs Suðurnesja, þátttöku í Iðnsýningu á næsta hausti, Orku- bú Suðurnesja, Laxarækt á Suður- nesjum, Stálbræðslu við Vatns- leysuvík o.fl. Framkvæmdastjóri SSS rakti sögu samtakanna og sagði m.a. „Markmið landshlutasamtak- anna var frá upphafi og er enn að stuðla að auknu sjálfsforræði byggðanna og auka þátttöku fólks í stjórnun eigin mála, að bæta stað- bundna þjónustu og stuðla að upp- byggingu fjölbreyttara atvinnulífs um landið. Þau eru samstarfsvett- vangur og hagsmuna- og þjónustu- samtök sveitarstjórnanna, og hafa sannað tilverurétt sinn sem slík, ekki síst á Suðurnesjum. Upphafið að formlegri sam- vinnu sveitarfélaganna á Suður- nesjum má rekja allt til ársins 1946, er þau sameinuðust um byggingu Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs, sem tekið var í notk- Eiríkur Alexandersson. un 1953. Frá þeim tíma allt til árs- ins 1971 var samvinna sveitarfé- laganna óveruleg, en það ár var Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum, S.S.S., stofnað. Með samstarfsnefndinni hófst svo markviss samvinna sveitarfélag- anna, sem hefur vaxið og dafnað æ síðan. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum var stofnað sem formleg landshlutasamtök 16. nóvember 1978. Samvinnuverkefni sveitarfélag- anna í S.S.S. eru afar fjölþætt. Þau helstu eru: 1. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja var undirbúin á árunum 1972- 1974. Aðild sveitarfélaganna 60%, ríkisins 40%. 2. Brunavarnir Suðurnesja voru stofnaðar 1972. 3. Iðnskóli Suðurnesja stofnað- ur 1972 og upp úr honum Fjöl- brautaskóli Suðurnesja 1975. 4. Heilsugæsla Suðumesja hefur aðalstöðvar í Keflavík en læknamóttökur (útibú) eru í hinum sveitarfélögunum nema Njarðvík og Höfnum. 5. Heilbrigðisfulltrúi og mein- dýraeyðir hafa fasta bækistöð í Njarðvík/Keflavík og veita þjónustu í öllum sveitarfélög- unum. 6. Byggðasafn Suðurnesja var stofnað 1975. 7. S.S.S. stóð fyrir stofnun til- raunasaltverksmiðjunnar á Reykjanesi 1976, sem nú er orðin Sjóefnavinnslan h.f. 8. Oldrunarheimilin Garðvang- ur í Garði og Hlévangur í Keflavík eru rekin sameigin- lega af sveitarfélögunum á Suðurnesjum nema Grinda- vík. 9. Reykjanesskaginn utan- veröur er friðaður og afgirt- ur. Sambandið annast vörslu og uppgræðslu í samvinnu við Landgræðsluna. 10. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja var tekin í notkun 1979. Brennir ca. 9 þúsund tonnum af sorpi árlega úr sveitarfélög- unum og Keflavíkurflugvelli. Sorphirðan er sameiginleg í öllum sveitarfélögunum. 11. Atvinnumálanefnd Suður- nesja er starfandi. 12. Iðnráðgjafi var ráðinn 1981. Fjölmörg fleiri mál mætti nefna.“ Þá var í örstuttu máli gerð grein fyrir hverju byggðarlagi, fólks- fjölda, helstu atvinnuþátta ogget- ið helstu framkvæmda, sem unnið er að, með eftirfarandi hætti: Hitaveita Suðumesja mun hafa orkuveríð í Svartsengi til sýnis fyrir Suðurnesja- menn alla föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga kl. 13.00-19.00 í júlí og ágúst. I fyrsta sinn föstudaginn 8. júlí. 150-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.