Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 13

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 13
áttum að læra hana vel og gengu heimilin fast eftir því. Faðir minn las mikið úr Vída- línspostillu. Hún er með gotnesku letri en það las hann alveg reip- rennandi. Bókin er enn til, mjög slitin og máð eftir mikla notkun. Þegar barnaskóla lauk kom fermingarundirbúningurinn. Séra Kristinn Daníelsson fermdi mig. Það voru þá fermd 44 börn. Þau voru úr Hvalsnes-Útskála-Kefla- víkur- og Hafnasóknum. Prestur- inn spurði okkur á Útskálum. Við úr Hvalsnessókn gengum til hans. Þeim, sem lengra áttu að fara, var komið fyrir á heimilum í Garðin- um. Á hvítasunnu 1910 rann upp hinn mikli dagur er ég skyldi ferm- ast. Foreldrar mínirogsystkini fóru með mér til kirkju að Útskálum. Þar fermdi séra Kristinn öll börnin nema þau úr Höfnunum. Þau voru fermd þar. Ekki man ég eftir að það væru nein veisluhöld, og ekki voru gjafirnar miklar. Foreldrar mínir gáfu mér tíu krónur og Jón Magnússon frá Bárugerði gaf mér tvær krónur. Eftir ferminguna var maður kominn í fullorðinna manna tölu og byrjaði strit lífsins fyrir alvöru. FRAMHALD ÍNÆSTABLAÐI Albert K. Sanders: var í áður, enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um, á hvem hátt það húsnæði verður notað. Atvinnumál Atvinna var sæmileg í vetur, fyr- irtæki hér sem annars staðar eiga vissulega í erfiðleikum. Skipa- smíðastöðin vinnur nú að nýsmíði á skipsskrokk sem hún keypti frá Noregi, auk þess sem jöfn og til- tölulega stöðug vinna er við við- gerðir á skipum. Sjöstjaman er rekin af krafti og nú er unnið að Njarðvíkurbær er blóm- leg og vaxandi byggð. Myndin er tekin með aðráttarlinsu ofan úr Grænási. Ljósm.: Ljósmyndastofa Suðurnesja. Grunnskólinn Grunskólanum í Njarðvík var slitið laugardaginn 28. maí. Nem- endur í skólanum vom 436 í vetur. í skólanum voru í vetur Iiðlega 20 nemendur úr Höfnum. En nem- endur úr Höfnum hafa stundað grunnskólanám í Njarðvík s.l. 20 ár. Skólinn hefur nú starfað sam- fellt í um 40 ár, eða allt frá því að Njarðvík varð sérstakt sveitarfélag 1942. Á þessu tímabili hafa aðeins verið tveir skólastjórar. Sigur- bjöm Ketilsson var skólastjóri frá stofnun skólans og til 1973, eða í rétt 30 ár, og frá 1973 hefur Bjami F. Halldórsson verið skólastjóri. Bjami lætur af störfum 1. sept. n. k. og hefur Gylfi Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi skólastjóra í Keflavík í vetur, verið skipaður skólastjóri. Við skólaslitin vom Bjarna fluttar þakkir fyrir vel unnin störf við skólann, og færðar gjafir frá bæjarstjóm, skólanefnd, kennur- um skólans, foreldrafélaginu og nemendum 8. bekkjar. Bjama og fjölskyldu hans em færðar góðar óskir um hamingjuríka framtíð. UR NJARÐVIKUM Að beiðni ritstjóra Faxa setti ég nokkrar línur á blað um það helsta sem væri á döfinni í Njarðvík. Bæjarmál Fjárhagsáætlun bæjarins var af- greidd snemma á þessu ári. Áætl- unin speglar það óvissuástand sem ríkir í íslensku efnahagslífi. Allur tilkostnaður við rekstur bæjarfé- lagsins hefur rokið upp í þessari miklu verðbólgu, þannig að fram- kvæmdafé er næsta lítið. í krónu- tölu er ætluð til framkvæmda svip- uð upphæð og á síðasta ári. Jafnvel sú upphhæð er ekki raunhæf og því er ljóst að á þessu ári verður að gæta ítrasta aðhalds og sparsemi á öllum sviðum. Niðurstöðutölur á áætlun vom tæpar33 milljónir, þar af er áætlað að nota réttar 4 millj- ónir til nýframkvæmda. í ár er mest áhersla lögð á umhverfismál. Umhverfisnefnd bæjarins er mjög áhugasöm og leitar eftir samvinnu við íbúa bæjarins, því að ljóst er, að enginn vegur er að koma sæmi- legu lagi á þessi mál, nema í sam- vinnu og með samstarfi við íbú- ana. Einn stærsti ljóður á ráði okk- ar íslendinga er sá, að við hirðum ekki um að ganga nægjlega vel um umhverfi okkar og landið. Albert K. Sanders. breytingum á togara þeirra, Dag- stjörnunni í Slippstöðinni á Akur- eyri, vonast forráðamenn fyrir- tækisins eftir að skipið komi til með að styrkja hráefnisöflun og jafna atvinnu. Nýtt fyrirtæki, ís- mat, hóf starfsemi í bænum á s.l. ári. Þetta fyrirtæki sem vinnur að matvælaframleiðslu aðallega úr kjöti, hefur þegar unnið sér álit á markaðnum fyrir vel unna og góða vöru. Brynjólfur h.f. í I-Njarðvík er í hægri en stöðugri uppbyggingu og er allur rekstur þess og um- gengni utanhúss og innan til mik- illar fyrirmyndar. Verslanir Njarðvík hefur á umliðnum árum ekki verið mikill verslunar- bær og hafa íbúarnir gegnum tíð- ina sótt sína verslun að mestu leyti til Keflavíkur. Nú bregður svo við að tvær stórverslanir hafa risið í bænum, annars vegar stórmarkað- ur kaupfélagsins Samkaup, sem opnaði á síðasta hausti og býður upp á mikið vöruval, og hins vegar Hagkaup, sem ráðgerir að opna sinn stórmarkað 1. júlí n.k. Sparisjóðurinn hefur fest kaup á verslunarhúsi, sem kaupfélagið FAXI-153

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.