Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 9

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 9
klakastrokinn í framan. En nú í þetta seinna skipti er sjúkraflutn- ingar voru nauðsynlegir, hafði ein stelpa steypst fram fyrir sig á höf- uðið, fengið heilahristing og talið var líklegt að höfuðkúpan hefði brákast, en í sjúkrahúsiu í Angmagsaleik kom í ljós að svo var ekki. Tíminn líðurað leiðarlokum Fáum dögum seinna hófst hinn svokallaði ævintýratími og hurfu þá allir úr dalnum fyrir utan land- mælingahópinn, með nokkurri endurnýjun og örfáum úr vatnalíf- fræði. Eins og ég hef áður skýrt frá, fór okkar hópur ekkert vegna óvæntra fjárhagsörðugleika, en var í þess stað lengur í dalnum og betrum- bætti og jók við kortið. Aðrir fóru nú að skemmta sér í skíðagöngum uppi á jökli, sigldu á kajökum upp með eynni og að síðustu, hópur- inn, er sá um að klífa sem flesta tinda eyjarinnar. En við dalafólk höfðum samt ágætistíma þó við nytum ekki þessara ferða, við könnuðum þá dalinn og næsta ná- Fyrir miðju þessarar myndar stóð tjald, þad var annað af tveim er rifnuðu í lokarokinu. Læknir leiðangursins, Dr. Chris Rowlands, khedtlur skíðagallanum í steikj- andi hita og er búinn að stilla talstöðina inn á heimsfréttir BBC. grenni, er tækifæri gáfust til þess. Og þessi paradís tók enda sem aðrar og óöum rann upp sá tími, er við skyldum hefja brottflutning okkar og varð hann degi fyrr vegna ofsaroks, er var að hefjast, meðan við vorunt í kapphlaupi við það að ná að pakka saman, sem tóks ekki alveg, því tvö tjöld rifnuðu. Var flúið yfir fjallgarðin er huldi dalinn á eina hönd, niður að fjöru þar og gist til einnar nætur, eða þar til við vorum sótt með allt okkar hafur- task og mælitæki á gúmbátum. Þann stutta tíma er eftir var á Grænlandi og heima á íslandi með LELEGRI VETRARVERTIÐ LOKIÐ Guðmundur Rúnar Hallgrims- son, aflakóngur i Keflavik, er hér að taka á móti kóngsbikarn- um og fleiri viðurkenningum á sjómannadaginn. Ljósm.: Ljós- myndastofa Suðurnesja. Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum að aflabrestur hefur víðast hvar orðið mjög mikill á nýlokinni vetrarvertíð. Ekki hafa Suðurnesjamenn farið varhluta af fiskileysinu og virðist þó Grindavík hafa lent í sérflokki hvað það snertir. Þar bárust á land á vertíðinni alls 22340 tonn á móti 34190 tonnum í fyrra. Aflakóngur þar varð að þessu sinni Örn Traustason á m/b Gauk GK og var afli hans 755 tonn. í Sandgerði komu nú á land 14164 tonn á móti 15427 tonnum í fyrra. Þar varð Óskar Þórhalls- son á m/b Arney KE aflakóngur. Aflaöi 706 tonn. Hann varð einn- ig aflakóngur í fyrra, var þá með 845 tonn. í Keflavík/Njarövík var í vetur Óskar Þórhallsson, Sandgerði. aflakóngur j landað 11433 tonnum á móti 14856 tonnum í fyrra. Guðmundur Rúnar Hallgríms- son á m/b Happasæl KE varð aflakóngur í Keflavík, fékk 576 tonn. A öllu Suðurnesjasvæðinu bárust nú á land 47937 tonn móti 64473 tonnum í fyrra. Þó er þess að geta að í fyrra var vertíð stöðv- uð 30. apríl, en tölurnar í ár eru til vertíðarloka 15. maí. Það er því um 1/3 minni vertíðarafli í ár en vertíðina 1982. hópnum verður lýst í næstu grein, og að öllum líkindum vísindalegar niðurstöður leiðangursins, sem eiga að berast mér í sumar, en ferð þessi var í samvinnu við dönsk yfir- völd, er kanna vildu möguleika á einhverskonar virkjun á eynni. Læt ég þetta nægja að sinni og þakka fyrir lesninguna. FRAMHALD I NÆSTA BLAÐI Örn Traustason aflakóngur Grindvíkinga á vetrarvertíð 1983. Með honum á mynd- inni er dóttir hans, Ingibjörg 4ra ára. Ljósm.: Ólafur Rúnar. FAXI-149

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.