Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 22

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 22
Samband sveitarfélaga... ------------------------------Framhald afbls. 151- verða atvinnu fyrir íbúa Vatns- leysustrandar og fleiri. Pá er á byrjunarstigi athyglis- verð framkvæmd á vegum Fjár- festingarfélags íslands og banda- ríska fyrirtækisins Wirehouser. Þessir aðilar eru að hefja laxeldi í stórum stfl. Þarna á að rísa ein stærsta laxeldistöð í Evrópu. Þegar rætt hefur verið um nýja álverksmiðju hefur Flekkuvíkin á Vatnsleysuströnd einnig komið til umræðu. Sveitarstjóri í Vogum er Leifur A. ísaksson. Oddviti er Kristján B. Einarsson. Sandgerði — Mið- neshreppur Sandgerði, sem þéttbýliskjarn- inn dregur nafn sitt af var áður fyrr stórbýli og fylgdu því margar hjá- leigur og útræði var þar jafnan mikið. í Sandgerði er mikil útgerð og á undanförnum árum hafa verið mikiar framkvæmdir við höfnina. í skipaflotanum eru þrír skuttogar- ar og mikill fiskur er fluttur frá Sandgerði til annarra staða á Suð- urnesjum. A síðasta ári komu 33 þúsund tonn af fiski á land í Sand- gerði. Nokkur stórfyrirtæki í út- gerð og fiskvinnslu eru í Sand- gerði, og má þar nefna Miðnes h. f., Rafn h. f., Jón Erlingsson h. f. og Njörð h.f., sem einnig rekur fiskimjölsverksmiðju. Sandgerði er dæmigert sjávar- pláss, sem líður að sumu leyti fyrir nábýli við stærri kaupstaði og raunar fyrir hið góða vegasam- band við höfuðborgina. Margir leita því félagslífs, verslunar og þjónustu í önnur byggðarlög. í Sandgerði er unnið að því að Ijúka sem mest varanlegri gatna- gerð. Þar hefur verið tekið í notk- un íþróttahús og unnið er að smíði sundlaugar. íþróttaleikvangur mun einnig rísa innan skamms í Sandgerði. íbúar Sandgerðis eru um 1200 manns. Sveitarstjóri er Jón K. Ólafsson og oddviti er Jón H. Júlíusson. Garður Garður er gamalt byggðarlag er dregur nafn sitt af Skagagarðin- um, er liggur frá túngarði á Útskál- um beint yfir í túngarð á Kirkju- bóli í Miðneshreppi. íbúatala í Garðinum er 1028 manns og er aðalatvinnugrein þar fiskverkun. Ný atvinnufyrirtæki eru í uppsiglingu í Garðinum og má þar nefna nýja niðursuðuverk- smiðju fyrir rækju og fisklifur. Verið er að bæta aðstöðu fyrir smábátaútgerðina. Unnið er að margvíslegum framfaramálum í garðinum og má þar nefna undirbúning sundlaug- arbyggingar, vinnu við knatt- spyrnuvöll, sem tilbúinn á að vera sumarið 1984. í Leirunni er 18 holu golfvöllur, sem sagður er sá besti á landinu. Hann er í eigu Golfklúbbs Suðurnesja. Þar stendur nú yfir bygging veglegs golfskála. Leiklistarlíf stendur með blóma í Garðinum, en leikfélag var stofn- að 1976. Garðskagavitinn, sem er 29 metra hár, er mannvirki, sem setur svip á umhverfið. Fjaran í ná- grenni vitans er vinsæl af ferða- mönnum og fuglaskoðurum, og mun vera ein fjölskrúðugasta fuglafjara í Evrópu. Sveitarstjóri í Garðinum er Ell- ert Eiríksson og oddviti Finnbogi Björnsson. Hafnir Hafnir draga nafn sitt af tveimur eyðijörðum, Sandhöfn og Kirkju- höfn, sem voru stórbýli fyrr á öld- um. Hafnirnar skiptast í þrjú hverfi, Kirkjuvogshverfi, Merki- neshverfi og Kalmannstjarnar- hverfi. íbúar í Höfnum starfa margir á Keflavíkurflugvelli. Frá Höfnum eru gerðir út nokkrir trillubátar, Útskríft frá Fjölbrautaskóla Suðumesja 21. mat 1983 STÚDENTAR Fremri röð frá vinstri: Reynir Gunnlaugsson, Sigurður ísleifsson, Svana Björk Karlsdóttir, Helga Steindórsdóttir, Hermann Hermannsson, Stefanía Bima Jónsdóttir, Soffía Guttormsdóttir, Jón Böðvarsson skóla- meistari. Aftari röð frá vinstri: Þorfinnur Sigurgeirsson, Jóhannes Ell- ertsson, Svanhildur Káradóttir, í var Pétur Guðnason, Sigríður Jóhannes- dóttir, Pálmi Ingólfsson, Hanna Bachmann, Gylfi Jón Gylfason, Páll Þór Þorkelsson, Sonja Hreiðarsdóttir, Elín Svavarsdóttir, Lilja Möller, Jón Gíslason. Á myndina vantar Pál Vilhjálmsson. Ljósm. Heimir. IÐNNEMAR Iðnnemar er útskrif uðust 21. maí. Fremri röð frá vinstri: Viðar Kristjáns- son, Jens Hilmarsson, Birgir Elíasson, Ari Einarsson. Aftari röð frá vinstri: Valur Bergmann Kristinsson, Sveinbjöm Jónsson, Óli Kr. Hrafnsson, Jón Marinó Jónsson. Á myndina vantar Ásdísi Guðmunds- dóttur (sem tók myndina), Björn Guðmundsson og Hjörleif Stefánsson. k______________________________________________________________________ ) að mestu á handfæraveiðar, en höfnin er lítil og hentar aðeins smábátum og trillum. í Höfnum eru nú tvö lítil fiskvinnslufyrirtæki. Ahugi er fyrir hendi að efla at- vinnulíf í Höfnum með því að gera aðstöðu fyrir skemmtisiglingar og jafnvel sjóskíðaiðkun í Ósabotn- um. Hafnahreppur er fámennastur hinna sjö byggðarlaga á Suður- nesjum en þar búa 125 manns og hefur fækkað um 25 frá því 1950. í Höfnum hafa tilraunir með ræktun á laxi í sjó farið fram und- anfarin ár, á vegum Sjóeldis h.f. í Ósabotnum. Hafnamenn binda miklar vonir við að Sjóefnavinnsl- an eigi eftir að verða byggðarlag- inu mikil lyftistöng. Sveitarstjóri er Þórarinn St. Sig- urðsson. Oddviti er Guðmundur Brynjólfsson. 162-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.