Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 10
ÆVIMINNINGAR KARLS G UÐJÓNSSONAR FJÓRÐI HLUTI Dularfullt atvik t Sandgerðishöfn Af því að ég var hér á undan að minnast á aðvaranir, sem mér bár- ust á sjónum, einkum í draumi, þá langar mig að skjóta hér inn frá- sögn af því síðasta sem ég minnist af þessu tagi frá sjómannsferli mín- um. Ég held nú að það hafi ekki verið draumur, en þó gæti verið að ég hafi dottað. Þetta gerðist í Sandgerðishöfn þegar ég var á m/b Guðrúnu frá Hafnarfirði, en sá bátur hét síðar Agústa og var þá gerður út frá Vestmannaeyjum. Það hafði verið útsynnings ruddi, en var nú komið gott veður, blanka iogn og glaða tunglskin. Um kvöldið var ákveðið að róið yrði um nóttina og því sett vakt. Skömmu áður en róðrartíminn var kominn vaknaði ég og fór að lesa, því ég var útsofinn. Jæja, það næsta sem ég minnist er það, að mér fannst koma svoleiðis hnykk- ur á bátinn, að mér datt ekki ann- að í hug en það hefði verið keyrt á hann. Ég hentist fram úr kojunni og upp á dekk, en þar var ekkert að sjá. Þó var höggið svo mikið að keðjurnar í keðjukassanum fóru á fleygiferð. En hvað þarna gerðist hef ég aldrei skiiið. Þegar ég hafði litast um ofanþilja fór ég svo aftur niður án þess að verða nokkru nær, en strákurinn sem átti vaktina, lá steinsofandi fram á lúkarsborð- ið. Ég lét hann bara sofa áfram, því ég var úthvíldur og annað í huga en svefn. Á tilsettum tíma ræsti ég svo mannskapinn og setti í gang og hugsaði með mér að nú skyldi ég þó sannarlega vera var um mig og var það eins gott því ekki stóð á því að út af brygði. Þegar við vorum á miðju Hamars- sundi þá brotnaði fjöðrin, sem var á pallinu á smurapparatinu og ýtti því áfram. Eg tók eftir biluninni um leið og hún átti sér stað. Tók ég þá strax til minna ráða og ýtti þessu bara til með höndunum. Lét égsvo ekki karlinn vita um bilunina fyrr en við vorum búnir að leggja lín- una. Hann varð mjög undrandi og spurði mig hvers vegna ég hefði ekki látið hann vita um þetta fyrr. „Nú þetta kemur ekki að sök, því ég held bara áfram að ýta þessum til með höndunum", sagði ég, og þannig gekk þetta til áfram það sem eftir var af róðrinum. Þegar ég þurfti að víkja mér frá, þá fékk ég einhvern strákinn niður, til að leysa mig af. Það voru engin tök á því að laga þetta þarna úti á mið- unum, því það sem til þess þurfti var ekki tii um borð. Úr þessum róðri héldum við til Hafnarfjarðar og þar var hægt að fá það sem til þurfti til að koma þessu í samt lag aftur. Nú þetta var smá útúrdúr, sem mér fannst rétt að skjóta hér inn í. Veikindi bundu endi á veru mína á Valborginni Vfk ég nú aftur að veru minni á Valborginni. Við fórum strax norð- ur á síldveiðar, eftir að búið var að rétta af vélina. Vorum við á snurpunót og var áhöfnin 15 eða 16 menn. Valborgin þótti á þess- um tíma (árið 1916) stórt síldar- skip, þó ekki væri hún nema 40 tonna bátur. Þegar við vorum bún- ir að vera á sfldarmiðunum í nokkra daga þá veiktist ég. Var þá farið inn á Siglufjörð og fengin handa mér einhvers konar hósta- mixtúra, en hún hreif ekki vitund. Fór ég að sjálfsögðu aftur út með bátnum í þeirri von að mér batnaði og fengum við fljótlega eitthvað af síld, en batinn lét á sér standa. Skipstjórinn lagði sig mjög fram um að hressa mig, til dæmis man ég að hann kom eitt sinn með nýsoðið kjöt tii mín og bað mig blessaðan að reyna nú að borða, en það var alveg af og frá, að ég gæti hugsað mér að smakka á því. Einkennilegt var það að þó glaða sólskin væri þá fannst mér eins og það væri rökkur. Þegar við vorum svo búnir að fá þarna fyrstu síldina, þá fórum við með hana inn á Svalbarðseyri, því þar áttum við að leggja upp um sumarið. Þegar við vorum komnir þar að bryggju, þá kom um borð til okkar maður að nafni Sigurjón Arnlaugsson, sem ég þekkti vel. Hann var úr Garðinum, en þar átti ég einnig heima á þessum árum. Þetta sumar var Sigurjón matsmaður á plani þarna á eyrinni. Fór hann að spyrja um mig og var honum þá sagt að ég væri niðri, því ég væri lasinn. Hann kom svo til mín, en þá var svo af mér dregið, að ég var 20% AFSLÁTTUR... ...á eftirtökum af gömlum myndum... ...frá 15. febr. til 15. mars 1984 UÖSMYNDASTOFA SUÐURNESJA Hafnargðtu 79 - Sími 2930. 42-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.