Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 22

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 22
á grundvelli staðla Norræna timbur- verndarráðsins (NTR). Auk eigin framleiðslu mun Rammi taka að sér fúavörn fyrir aðra. Gluggaverksmiðjan Rammi hf. var stofnuð árið 1965. Starfsmenn eru nú 25. Aðaleigendur eru nú Einar Guð- berg Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Gísli Grétar Björnsson og Sigurþór Stefánsson. Allir eru þeir lærðir smið- ir. Svört skýrsla frá Danmörku Við rannsókn, sem Carsten Börup, geðlæknir í Slagelse, hefur nýlega stað- ið fyrir, kom í ljós að danskir unglingar drekka nú meira en nokkru sinni fyrr. Ekki er óvanalegt aö 14 - 15 ára börn drekki heila brennivínsflösku á dag, oft ásamt sterkum taugalyfjum. Niðustaðan veldur sérfræðingum þungum áhyggjum. - Þeir gera af þess- um sökum ráð fyrir að tíu prósent úr hverjum aldursflokki muni verða fyrir alvarlegum heilaskemmdum. (Áfengisvarnaráð). Hvernig standa þessi mál á Suður- nesjum? Geta læknar eða lögregla frætt um það? Faxi væri þakklátur fyrir umræðu og fræðslu fyrir lesendur sína um áfengisvandamálið. JT. Úr viðskiptalífínu Það vekur athygli og umhugsun um breyttan hag þjóðarinnar hve mikill samdráttur hefur verið í bifreiðainn- flutningi á síðasta ári, miðað við und- anfarin ár. Örlítill samanburður gefur goða mynd af þessu. Ellefu fyrstu mán- uði ársins 1982 voru fluttar inn 9996 bifreiðir af ýmsum gerðum. Sambæri- legar tölur fyrir sömu mánuði 1983 eru 5261 bifreiðir. Nær helmingssamdrátt- ur. Vissulega erbíllinn mikilvægt tæki í strjálbýlu landi og hann hefur marga kosti og notagildi hans óvéfengjanlegt. Hann hefur því tekið nafngiftina „þarfasti þjónninn" af hestinum, sem allt frá landnámstíð hafði borið það sæmdarheiti með sóma. Flestum landsmönnum mun þó hafa þótt nóg komið af bifreiðum. Enda kostar inn- flutningur þeirra, varahlutir og elds- neyti mikinn gjaldeyri, sem þjóðin hefur brýna þörf fyrir að nota til greiðslu vaxta og afborgana af skuld- um erlendis. Það er líka verulegur skattur a.m.k. á láglaunafólk, að gera út bifreið, en skv. útreikningi sérfræð- inga kostaði það kr. 6(XK).- á mánuði árið sem leið, að aka meðalstórri bif- reið 15.000 km. Þarfasti þjónnin seldur úr landi. Meðan þessu fór fram í bílainnflutn- ingi s.l. ár voru 231 hestur fluttir út - þar af 5 til Bandaríkjanna, hinir til Vestur-Evrópu. Hæst meðalverð var til Vestur-Þýskalands,. kr. 38.800 fyrir stykki, en þangað voru seldir 65 hest- ar. Flestir fóru til Noregs eða 76 hestar - meðalverð þar var kr. 24.200. - En lægst meðalverð var í Sviss, kr. 10.(XX) - en þangað voru seldir 4 hestar. Kind má ekki sjást. Þá vekur það athygli okkar á Reykja- nesskaganum, þar sem kind má ekki sjást, að 2336 tonn af frystu kindakjöti var selt úr landi á umræddum 11 mán- uðum 1983. Fyrir það fáum við greidd- ar kr. 81.568.(XX). Meðalverð er kr. 34,92 fyrir kílóið. Á sama tíma erum við að greiða kr. 114,95 fyrir kílóið út úr bestu verslunum okkar (það er leyft útsöluverð). Sala þessi er gerð af illri nauðsyn til að losna við kjötið. Það sýnir sig að kjötframleiðsla er enn allt- of mikil, þrátt fyrir viðleitni bænda- samtakanna að draga úr kjötfram- leiðslu. Betur má ef duga skal. Hvemig er hag þjóðarinnar háttað? Enginn gjaldmiðill í heimi hefur eins víðtæka viðmiðun og Bandaríkjadoll- ar. Hvernig hefur þróun okkar gjald- miðils gengið fyrir sig, síðan nýja krónan tók við af þeirri gömlu, í þeim samanburði? Arið 1981 varmeðaiverð á dollar kr. 7,26. Nasta ár var verðið komið upp í kr. 12. ,56 og árið 1983 var meðalverðið orðið kr. 24,74 fyrir einn dollar. Er peningarkerfi okkar að hrynja á nýjan leik? Sumir tala með lítilsvirðingu um peninga og telja þá neikvæða fyrir sálarheill en það er þó ekki margt sem gert er án þeirra og því nokkurs virði að þeir haldi gildi sínu. JT. Fóstra og ann- ar starfskraftur óskast á barnaheimilið Tjamarsel í Keflavík frá og með 1. marsn.k. Uppl. veitir forstöðumaður í síma 2670. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félags- málafulltrúa, Hafnargötu 32, III. hæð, fyrir 20. febrúar n.k. Eldri umsóknirendurnýist. Félagsmálafulltrúi Keflavíkurbæjar. Gagnfúavöm Rammi hf. stóreykur gæði framleiðslu sinnar Gluggaverksmiðjan Rammi hf., Njarðvík, hefur tekið upp nýja aðferð við fúavörn hér á landi - gagnfúavöm. Aðferðin er fólgin í því, að þrýsti- búnaðarvél af gerðinni GORI vac 6002, sem Rammi hf. hefur fest kaup á og tekið í notkun, þrýstir fúavaranum inn í viðinn. Fullunnar tréeiningar eru settar í vélasamstæðuna og tekur fúa- vörnin í henni um 45 mínútur, en þann tíma er ýmist beitt yfir- eða undirþrýst- ingi til að tryggja að fúavarinn fari eins langt inn í viðinn og frekast er kostur. Framleiðslan verður framvegis und- ir óháðu gæðaeftirliti Iðntæknistofn- unar íslands, sem metur framleiðsluna Framleiðslustjóri er Birgir Jónas- son. Fyrirtækið selur stærsta hluta framleiðslunnar á höfuðborgarsvæðið og söluskrifstofan í Reykjavík er Iðn- verk hf., Nóatúni 17. Efnisgæði, vöruvöndun og þjón- usta hafa ætíð verið einkunnarorð Ramma hf. og í þeim anda er stöðugt fylgst með nýjungum og á traustum grundvelli þekkingar og reynslu hefur nú verið lagt í mikinn kostnað við raunhæfa fúavörn á fslandi samkvæmt stöðluðum kröfum hinna Norðurland- anna. Ekki liggja fyrir heimildir um þann kostnað og óþægindi sem fúnir gluggar og dyr baka húseigendum á íslandi ár- lega, en víst er það gleðilegt að nú hillir undir betri tíma í þessum efnum svo er Ramma hf. fyrir að þakka. K.A.J. Einar Guðberg framkvœmdastjóri, Sigurþór og Grétar, uðaleigendur Ramma hf Þeir hafa fulla ástœðu til þess að vera únœgðir með árangur fyrirtœkisins. i'illing sockcl for quick-fclcase coupling and with autotnatk' ovcrflow guard Sludgc draw ofl tap F'olishing filter Vcm from vacuum-pump Doublc-wulled storage tank Non-motori/ed suppt»rting convcyo Quick-rclcase straps t'ontrol pancl with elcctrical- and comprcsscd Vélasamstœðan er rúm 10 tonn að þyngd og 13,2 m að lengd með braut. Rúmar ncer 6 rúmmetra af timbri auk 130.000 litra af olíu. Aðgerðarrásin er: undirþrýslingur, yfirþrýstingur og aftur undirþrýstingur. Aðgerðin tekur 45 mínútur. k 54-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.