Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 21

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 21
... ámað heilla ... ámað heilla... ámað heilla ... ámað heilla.. Jón Páll Friðmundsson, málarameistari, áttræður. Jón Páll Friðmundsson, málara- meisiari varð áttrœður 17. október s-l. Jón Páll ereinn þeirrafáu núlif- a,tdi íbúa Keflavíkur, sem er inn- Ueddur eins og kallað er. Hann er fœddur í Keflavík og foreldrar hans voru Sigurbjörg Pálsdóttir, f. 16. okt. 1880 ogd. 19. lan. 1926, og Friðmundur Jóns- Son> f. 8. sept. 1869 og d. 10. jan. 1906. Jón Páll ólst upp hjá móður sinni ■tem löngum var í vLst hjá þeim heiðurshjónum Guðrúnu Einars- dóttur og Ólafi Arnbjörnssyni. Pegar um fermingaraldur gekk Jón Páll að öllum venjulegum SIörfum, sem þá tíðkuðust, en mest súindaði hann sjósókn. Hann Perði málaraiðn hjá Guðna Magnússyni, málarameistara hér í J>‘e og fékk sveinsbréf árið 1937. langan tíma voru þeir Guðni feir málarar sem mest komu við Sogu á Suðurnesjum og það eru efki mörg húsakynni hér á Suður- nesjum, sem þeir hafa ekki rnálað. Kynni mín af Jóni Páli hófust l’egar ég kynntist dóttur hans, Por- ojórgu, en um 15 ára skeið héldum vjð Porbjörg heimili að Suðurgötu Keflavík með honum og Ingileif lúgimundardóttur konu hans, sem >unn gekk að eiga 1. sept. 1927, og s'ofnuðu þau heimili að Suðurgötu > sem Jón Páll hafði nýlokið við að byggja fyrjr móður sína Sigur- jórgu, og þótti það mikið átak á þeim tíma. Peim var tveggja barna aaðið, Sigurbjörg fcedd 9. febrúar 928, sem gift er Porbergi Friðriks- syni, framkvœmdastjóra og Por- björg, fœdd 1. júní 1934, sem áður er getið. Ingileif kona hans var heilsulítil síðustu ár ævi sinnar og lést hún um aldur fram árið 1962. Hún var vel að sér og greind kona, sem mikil eftirsjá var að og voru þau hjónin samrýnd mjög í öllum sínum gerð- um. Jón Páll er allra manna sam- viskusamastur og fellur aldrei verk úr hendi. Hann er vel lesinn og hefur góða þekkingu, þó að skóla- ganga hans haft ekki verið löng, en á þeim tíma er hann ólst upp, var ekki sama tœkifœri til langrar skólagöngu eins og nú er. Jón Páll er einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Keflavíkur og gjaldkeri þess frá 1939 til 1944. Jón Páll getur átt það til að vera glettinn og nýtur hann þess nú í ellinni að umgangast ungt fólk. Sérstaklega hefur hann ánœgju af heimsóknum afkomenda sinna, en segja má að Suðurgata 5 sé þeirra annað heimili. Jón Páll er við góða heilsu, vinn- ur enn hálfan daginn og heldur enn heimilið að Suðurgötu 5. A þessum tímamótum óska ég honum alls hins besta. Eyjólfur Eysteinsson. Þorbergur Fríðriksson, framkvæmdastjórí, sextugur. Þorbergur Friðriksson, fram- kvœmdastjóri, erfœddur 18. októ- ber 1923, að Látrum í Aðalvík. Olst hann þar upp í fjölmennum systkinahópi, en foreldrar hans voru Þórunn María Þorbergsdótt- ir, fœdd 1884 og Friðrik Finnboga- son, fœddur 1879, og eru þau bæði fædd í Aðalvík. Fluttust þau hing- að til Keflavíkur um það bil er byggð lagðist þar af. Þau náðu bæði háum aldri og létust hér í Keflavík, Friðrik árið 1969 en Pórunn árið 1975. Síðustu 20 ár ævi sinnar voru þau í sambýli við Porberg og konu hans Sigur- björgu Pálsdóttur, en hana gekk Porbergur að eiga 16. maí 1948. Þorbergur flutti setur sitt hingað suður með sjó í byrjun stríðsins og stundaði alla almenna vinnu í fyrstu, en hófsíðan málaranám hjá Jóni Páli Friðmundssyni, sem síðar varð tengdafaðir hans, og lauk hann sveinsprófi árið 1947. Vann hann við málarastörf hjá Jóni Páli fyrstu árin, en hófsíðan sjálfstæð- an rekstur, þar til hann varð fram- kvœmdastjóri Málaraverktaka Keflavíkur er það félag var stofnað árið 1957, og er hann jxið enn. Hann átti mikinn þátt ístofnun þess félags. Þorbergur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum og hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir félag sitt og bæjarfélagið. Hann var í stjórn Iðnnemafélags Keflavíkur í stjórn Iðnsveinafélags Keflavíkur um skeið og Iðnaðar- mannafélags Keflavíkur frá 1952 og formaður þess í 11 ár. Hann var í stjórn Landsam- bands Iðnaðarmanna í 9 ár. Vara- bœjarfulltrúi í Keflavík og hefur setið í hinum ýmsu nefndum á veg- um bæjarfélagsins, svo sem gatna- gerðarnefnd, sérleyfisnefnd og listasafnsnefnd svo nokkrar séu taldar. Hann átti sœti í skólanefnd Iðn- skólans í Keflavík um árabil og var formaður hennar um skeið. Þorbergur hafði forgöngu um að sveitarfélögin á Suðurnesjum hófu samstarf um byggingu /ðnskóla- húss í Keflavík, sem nú er Fjöl- brautaskóli Suðurnesja. Ahugamál Porbergs eru mörg. Fyrr á árum tók hann virkan þátt og keppti í íþróttum, er félagi í Ungmennafélaginu í Keflavík og var í stjórn þess um tíma. Ahugi Þorbergs á útivist og íþróttum er enn mikill. Heimili þeirra hjóna ber /ress glögg merki, að hann unnir mjög listum, því að í húsi þeirra ersenni- lega eitt merkasta málverka- og bókasafn í einkaeign á Suðurnesj- um og þó víðar vœri leitað. Eins og sjá má á ofantöldu nýtur Porbergur mikils trausts samborg- ara sinna og það að verðleikum. Hann er samvLskusamur dugn- aðarmaður, hefur gott lag á því að umgangast fólk og er vel látinn meðal samstarfsmanna, kunningja og ættingja. Pau Sigurbjörg eiga tvo syni, Jón Pál, f. 22. sept. 1948, flug- virkja og Friðrik, f. 22. nóv. 1949, málarameistara. Dóttir þeirra er Þórunn fædd 2. júlí 1959, af- greiðslumaður. Þorberg, son Frið- riks, sem er tólf ára, hafa þau Itjónin alið upp sem sinn. Eg óska Porbergi til hamingju með afmælið og megi hann lengi lifa. Eyjólfur Eysteinsson. NATTURUBOT Höfum opnað verslun með flestar tegundir af náttúrulækningavörum, svo sem: Vítamín, blómafræflar, gingseng, gericomplex, royal jelly, leisitin megrunartöflur, head high hárörfunartöflur og margt fleira. Einnig grænmeti og ávextir, baunamatur, korn- maturo.fl. NATTÚRUBÚT HAFNARGÖTU 20 - KEFLAVÍK - SÍMI3926 FAXI-53

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.