Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 24

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 24
 Ráðstefna um stofnun heilsustöðvar í Svartsengi EIRÍKUR ALEXANDERSSON Dagbókarbrot úr Þýska- landsferð 5.— 11. júní 1983. Eins og flestir vita, hefur mikið verið rætt og ritað um hugsanlegan lækningamátt ,,Bláa lónsins" í Svartsengi fyrir psoriasissjúklinga, gigtveika o.fl. í því sambandi hef- ur þeirri hugmynd vaxið fiskur um hrygg að reisa alhliða heilsustöð í Svartsengi. Til þess að vinna málinu fram- gang og kynna það, er starfandi 3ja manna nefnd, sem undirritað- ur á sæti í fyrir Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum auk Ingólfs Aðalsteinssonar frá Hitaveitu Suðurnesja og Valdimars Olafs- sonar formanns Psoriasissamtak- anna. í byrjun júnímánaðar s.l. fór nefndin til Þýskalands til að skoða heilsustöðvar þar, sérstaklega í borginni Bak Kreuznach í Suður- Þýskalandi, sem er þekktur heilsu- lindastaður frá fomu fari. Komum til Bad Kreuznach kl. 15.15.... Fórum í gönguferð um borgina, sem er ótrúlega hrein og fögur. Borgin dregur dám af heilsu- ræktinni og orðið Kur- (lækning) er í öllum mögulegum samsetning- um, Kurhotel, Kurpark o.fl. Sá orðið Badearzt (baðlæknir) og víða er Quelle (lind) í samsetning- um. Salinenstrasse er ein aðalgat- an. Áin Nahe setur svip á borgina og á bökkum hennar er gróður- sæld mikil.... Við gengum inn eftir Nahe- dalnum (Salinental) en þar er að- staða fyrir heilsuræktina og flest í sambandi við hana mest áberandi. Hótel eru meðfram veginum inn í dalinn á vinstri hönd en áin á hægri hönd. Bakkinn handan árinnar er hár og brattur, allur vafinn há- vöxnum skógi og vekur athygli, hve fjölbreytni trjánna er mikil. í dalnum eru sérkennileg mann- virki, svokölluð Gradier-werke, semeru háirbjálkaveggirca. 7- 10 m háir, 2.5 - 3 m breiðir og nokk- urra tuga til hundruða metra lang- ir. Eru veggimir fylltir með hrís- vöndum og viðarhríslum, sem er raðað þversum í bjálkaveggina, síðan er vatni dælt upp í efsta hluta þeirra, þannig að drýpur niður eft- ir þeim. Gufar þá vatnið upp að hluta og seltan eykst að sama skapi í því, sem eftir verður. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum og sest lögurinn til í steyptum þróm, sem eru undir endilöngum veggj- unum. Að því búnu er lögurinn soðinn og framleitt salt til notkun- ar í böð, matargerð, inntökur o.fl. í dalnurn eru frábærar, gríðar- stórar útisundlaugar og tilheyrandi aðstaða, veitingahús, vísir að dýra- garði, skokkbrautir, tennisvellir, hjólhýsasvæði o.m.m.fl. Athygli vakti fuglalíf, æðarkollur og blik- ar, gæsir og álftir. Náttúrufegurð er stórkostleg og veðrið einstakt, eins og á sólarströndum Spánar. Ur gönguferðinni komum við rétt fyrir kl. 14.00 og eftir að hafa borðað Bochwurst og kartoffel- salat með bjór í restaurantinum við sundlaugamar. Kl. 14.25 komu Lothar Bart- holomáus umdæmissölumaður Flugleiða í Dússeldorf og Elke Funt frá ferðaskrifstofunni OK- Reisen G.m.b.H. í Brúckeburg, Bad Oeynhausen, sem er 6 klst. akstur frá Bad Kreuznach. Við héldum fund með þeim eins og við höfðum áformað. Þau sýndu bæði talsverðan- áhuga. Elke lýsti reynslu sinni af því að senda psoriasis-sjúklinga til heilsustöðvar við Dauðahafið í ísrael, þar sem heitir Sódóma. Kostar þar 28 daga ferð ásamt dvöl og hálfu fæði DM 4000.-, með böðum, kúrum og læknaþjónustu. Hluta af kostnaðinum greiða tryggingafélög, meiri eða minna eftir atvikum, en ekki er skylda að Framhald af bls. 41____________- vera í slíkum tryggingum, nema í sumum tilfellum í gegnum verka- lýðsfélög. OK-Reisen sendu í fyrsta sinn fólk til Dauðahafsins, fyrir5 árum, þá 50 manns, en nú 400 manns ár- lega. Lothar og Elke sögðu OK-Rei- ’ sen ferðaskrifstofuna að öllum líkindum fúsa til að leggja fé í heilsustöð í Svartsengi, ef þeim lit- ist á fyrirtækið. Einn af eigendun- um, Hr. Opermann, ætlaði til ís- lands í sumar, m.a. til að kynna sér málið og myndi þá hafa samband við okkur... Klukkan rúmlega 10.00 vorum við sóttir af framkvæmdastjóra ,,Der Rheuma Heilbad Aktienge- sellschaft“, Friedrich W. Dörtel- mann. Hann byrjaði á því að gefa okkur hverjum og einum bækling, fagurlega innpakkaðan, sem heitir Kreuznach und feine Heilquellen, einnig gaf hann okkur safn af bæklingum varðandi heilsumann- virki í B.K. Er skemmst frá því að segja, að þá hófst skoðunargöngu- ferð, sem lauk ekki fyrr en kl. 14.45. Það sem við sáum var margt ný- stárlegt og ógleymanlegt en sumt f kunnuglegt í margvíslegum heilsu- stöðvum, sem fyrirtæki Dörtel- manns rekur. Við skoðuðum fyrst svokallað Radon-Stollen, sem eru hellar, þar sem sjúklingamir anda að sér radíumríku loft, en það kemur úr jarðlögum handan Nahe-ár, þar sem er gömul kvikasilfursnáma frá miðöldum. Hefur fremsti hluti hennar, eða um 54,5 m verið hreinsað og loft og veggir styrktir og þar situr fólk í tveim aðskildum jarðgöngum í 20 - 22° hita og and- ar að sér þessu lofti. Þetta á að lækna ýmsa brjóstveiki, bronkitis, barkabólgu o.fl., og astma. Þetta virkar vel á mann, inni er stein- hljóð og hátíðlegt eins og í kirkju. Hvor hvelfing sýndist rúma um 20 - 30 manns í legubekkjum. Frá Radon-Stollen, sem er * handan árinnar, gengum við yfir bogabrú að tvenns konar mann- virkjum. Annars vegar 2 Gradier- werke lítk og eru í Salinendal, sem ég lýsti áður, en miklu minni. Þama voru 2 stuttir bjálkaveggir með þekju eftir endilöngu, en þar virt- ist ekki vera framleitt salt eða bað- vökvi. Veggimir voru í ca. 60 m fjar- lægð hvor frá öðrum en í miðjunni var geysistór úðari, sem puðraði út úr sér saltvatnsúða en fólk sat um- i hverfis og andaði úðanum að sér. Fólk sat einnig handan við bjálka- PÖKKUN OG SNYRTING Vantar nokkrar stúlkur í pökkun og snyrtingu. Einnig karlmenn. BRYNJÓLFUR HF. Símar 1264 og 2746. PRJÓNAKONUR, ATHUGIÐ Opnum aftur lopavörumóttöku okkar aö löa- völlum 14b. Kaupum eingöngu: Lopapeysur, hnepptar, allar stæröir. Heilar í stærðum extra small og small, XS ogS. Móttaka frá kl. 10-12 miðvikudagana 29. febrúar, 14. og 28. mars n.k. ISLENZKUR MARKADUR HF. Eiríkur Alexunclersson, framkv æmdastjóri S. S. S. 56-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.