Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 3
Vilhjálmur Grímsson, sveitarstjóri, ásamt þeim Brimhildi Jónsddttur og Kristínu Kristjánsdóttur. HELGI HÓLM: í Vogunum er alltaf eitthvaö aö gerast Vogamir, eða Vatnsleysustrandar- hreppur, hafa oft verið í fréttum á undanfömum mánuðum. Oftar en ekki hafa það verið jákvæðar og skemmtilegar fréttir sem um hefur verið að ræða. Slíkt hefur ekki verið of algengt að undanfömu, þegar hvers kyns erfiðleikar steðja því miður að á mörgum sviðum þjóð- lífsins. Það getur því verið gott á slíkum tímum að gefa gaum að því sem jákvætt má teljast. Með þetta að leiðarljósi lagði tíðindamaður Faxa leið sína í Vogana til að eiga spjall við sveitastjórann, Vilhjálm Grímsson. Fyrst er þess að geta, að hreppur- inn hefur nýlega flutt aðsetur sitt frá sínum gamla íverustað í Valfelli í nýtt og glæsilegt hús að Vogagerði 2. i því húsi er einnig að fmna ýmsa aðra sameiginlega starfsemi fyrir Vogabúa. Við báðum Vilhjálm í fyrstu að segja okkur nánar frá þeirri byggingu. Guðlaugur Guðmundsson, bygg- ingarmeistari, og eigandi bygginga- fyrirtækisins Lyngholts í Vogum hóf hér byggingu fyrir nokkmm ár- nm á um 600 fermetra húsi, er hann hafði sjálfur hannað. Þá voru aðeins steyptir söklar, en síðan lágu fram- kvæmdir niðri um skeið. Á síðasta ári æxluðust mál á þá leið, að ákveð- ið var, að Guðlaugur byggði hús sitt með það fyrir augum, að hrepps- skrifstofumar, heilsugæslustöð, apótek, verslun kaupfélagsins, Ut- vegsbankinn og e.t.v. fleiri aðilar fengju aðsetur í húsinu. Keypti hreppurinn 25 % í húsinu. Guðlaug- ur hóf framkvæmdir í september í fyrra og gengu þær mjög vel. Var húsið tekið í notkun að hluta til í byrjun sumars, er Kaupfélag Suð- umesja flutti versiun sína hingað. Nú em hér einnig læknar frá Heilsugæslu Suðumesja tvisvar í viku. Útvegsbankinn í Keflavík var hér með tilraunaafgreiðslu, en sú tilraun virðist ekki hafa gengið upp og hefur henni nú verið lokað. Hreppsskrifstofan opnaði hér um miðjan ágúst og nú er verið að koma bókasafninu fyrir í hluta húsnæðis- ins. Er mikill munur á þeirri að- stöðu sem nú er fyrir hendi, eða þeirri sem við áður höfðum. Byggðin vex sífellt. Byggð hefur verið á Vatnsleysu- ströndinni allt frá fandnámsöld og þótti þar löngum búsæld mikil, enda gott þaðan til sjávar að sækja og víða allgott jarðnæði. í dag em íbúar hreppsins um 650 talsins og bendir flest til þess, að íbúatalan muni fara vaxandi á næstu ámm. Ný atvinnutækifæri hafa á síðustu ámm orðið til, einkum með tilkomu fiskeldis, því risið hafa í hreppnum nokkrar stöðvar sem em með þeim öflugustu hér á landi. Elst þeirra er Vogalax sem áður hefur verið minnst á, en það er stærsta haf- beitarstöð iandsins. Stöðin Lindar- lax hefur nýfega hafið rekstur og verður hún ein stærsta eldisstöðin. Þá er að lokum að neíha Faxalax, en þar er um að ræða stóra stöð sem er með flotkvíaeldi. Þegar allar þessar stöðvar verða komnar í fullan rekst- ur, þá mun áhrifa þeirra gæta mjög á allt atvinnuiíf í hreppnum. Atvinnusvæði Vogabúa nær langt ut fyrir hreppamörkin Við báðum Vilhjálm að segja okk- ur lítilsháttar frá atvinnuháttum í sveitarfélaginu í dag. Segja má, að atvinnulífið beri fyrst og fremst keim af nálægð byggðarinnar við Keflavíkurflugvöll, því þar starfa mjög margir af íbúunum. Atvinnu- starfsemi í sjálfum hreppnum er að öðm leiti þannig, að þar dreifast störfin á mjög marga aðiia. Frá önd- verðu hefur sjósókn og verkun afl- ans verið ríkur þáttur. Hér hafa bræðumir Magnús, Guðmundur og Ragnar Agústssynir í nær fimmtíu ár rekið myndarlega útgerð og fisk- verkun, sem í dag heitir Valdimar hf., og þar vinnur fjöldi fólks, bæði á sjó og í iandi. Þá em hér einnig fiskvinnslufýrirtækin Vogar og Fiskitorg. Einnig er hér nokkur smábátaútgerð og hef ég þá trú, að hún muni aukast í framtíðinni. • Eins og flestir vita, þá er hér rekið stærsta svínabú landsins hjá Þor- vaidi Guðmundssyni á Minni- Vatnsleysu og einnig er hér mjög myndarlegt eggjabú, þ.e. Nesbú. Hér em einnig önnur fyrirtæki í ör- um vexti s.s. Vogaídýfa og Lyngholt svo eitthvað sé nefnt. Við aimenna þjónustu starfar þó nokkur fjöldi fólks, s.s. á símstöð, í grunnskólan- um, við verslunarstörf, hjá hreppn- um sjálfum o.fl. Þá má að lokum nefha, að á Bmnnastaðabúinu er rekið fjárbú með um 700 fjár, og eitt refabú er starfrækt að Auðnum II. Á þessari upptalningu Vilhjálms má sjá, að miðað við ekki stærra sveitarfélag er um nokkuð fjöl- breytta atvinnustarfsemi að ræða. En hvemig sér Vilhjálmur framtíð- ina fyrir sér? Vogamir eiga bjarta framtíð fyrir sér, á því er ekki neinn vafi. Heppi- leg staðseming, nægilegt landrými, hitaveita o.fl. þættir hafa leitt til þess, að æ fleiri aðilar hafa hug á Vogunum sem framtíðarstað. Nýj- asta og raunhæfasta dæmið um þetta, er að Póstur og sími hefur mikinn áhuga á að reisa stóra fjar- skiptastöð við Keilisnes. Hefur það mál verið í athugun um langt skeið og þykir afar fýsilegur kostur. Er þess að vænta, að innan skamms verði tekin ákvörðun þar að lútandi. Anægjulegt og þroskandi starf Vilhjálmur hefur nú verið starf- andi sem sveitarstjóri í rúm tvö ár, en áður starfaði hann sem tækni- fræðingur hjá Keflavíkurbæ. Við spyijum hann, hvemig honum hafi líkað starfið fram að þessu? Þetta hefur verið erfitt og ánægju- legt starf. Við höfum unnið að ýms- um skemmtilegum verkefhum. Fjármálin em þó viðamest og erfið og verða það sennilega ávallt hjá svona litlu byggðarlagi. Við höfum orðið að halda vel á spöðunum og með ýmsum ráðum höfttm við getað stöðvað skuldasöfnun. Það er lang- tímaverkefni að koma fjármálunum í viðunandi horf, sagði Vilhjálmur að lokum um leið og við kveðjum hann og þökkum fyrir spjallið. FAXI 207

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.