Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 9
með opnun matsölunnar, að höfða
fyrst og fremst til fólks í atvinnu-
lífinu, s.s. ýmissa vinnuhópa og
einstaklinga, er ekki hefðu tæki-
færi vegna vinnu sinnar, að
komast heim í mat. Kom strax í
ljós, að mikil þörf var fyrir slíka
matsölu. Varð Þristurinn því brátt
mjög vinsæll og fékk m.a. mikil
viðskipti frá bflstjórum á flutn-
inga- og vörubflum sem hér voru
sífellt á ferðinni.
Þristurinn var rekinn í húsnæði
við Reykjanesveg, þar sem áður
var trésmiðja. Staðurinn lá vel við
umferð og var þar oft þröng á
þingi. Þær stöllur sáu sjálfar um
matseld og fékk staðurinn fljótt
orð á sér fyrir góðan, heimilis-
legan og ódýran mat. Nýlega hafa
þær svo flutt starfsemi sína á
Holtsgötuna í Njarðvík, þar sem
Sparisjóðurinn hafði áður
afgreiðslu sína. Er hinn nýi veit-
ingasalur hinn vinalegasti og
vinnuaðstaða öll snöggtum skárri.
Brekka
Fyrir nokkrum árum var opnað
við Tjarnargötuna útibú frá pizza-
staðnum E1 Sombrero í Reykjavík.
Óskar Ársælsson keypti síðan
staðinn og rak hann undir nafninu
Brekka. Þar hafði Jakob Indriða-
son lengi rekið nýlenduvöru-
verslun og var um nokkuð stórt
húsnæði að ræða. Óskar setti s.l.
vetur upp kínverskan veitingastað
í baksal, en hætti rekstrinum að
nokkrum mánuðum liðnum. Nýr
eigandi, Randver Ragnarsson,
hefur nú fyrir stuttu opnað
Brekku á nýjan leik. Þar stýrir
matseld í eldhúsi reyndur
matreiðslumaður, Randver
Steinsson að nafni. Enn sem fyrr
er lögð áhersla á pízzur og aðra
hraðrétti, en einnig allan
almennan mat. Brekka er staður
sem flokka má sem lítinn og
notalegan, en hann er í raun
stærri en hann virðist við fyrstu
sýn.
Flughótel
Á Flughótelinu nýja hefur sú
breyting verið gerð, að Bjöm Vífill
Þorleifsson hefur tekið við allri
veitingasölu, en áður var sú starf-
semi rekin í samvinnu við
Glóðina. Á annarri hæð hótelsins
er mjög snotur og hlýlegur veit-
ingasalur sem ætlaður er jafnt
fyrir hótelgesti sem og aðra.
Einnig er salur á fyrstu hæð, þar
sem hópar geta matast. Mat-
reiðslumaður er Hafsteinn
Sigurðsson. Bjöm Vífill mun vera
með ýmsar uppákomur á döfinni,
svo sem sýningar leikhópa, tón-
listarflutning og málverkasýningar
svo eitthvað sé nefnt.
Sjávargullið
Þá er að nefna veitingastaðinn
Sjávargullið í Glaumbergi. Þessi
staður býður uppá mjög notalegt
umhverfi og hefur síðan þann
möguleika upp á að bjóða, að
gestir geta bmgðið sér beint á
dansiball eftir matinn, án þess að
fara út úr húsi. Ragnar Öm
Pétursson, veitingamaður, hefúr
verið að þreifa sig áfram með
heppilegt rekstrarform fyrir
staðinn, því það er sjálfsagt á
margan hátt hægt að reka matsölu
í tengslum við svo stóran
skemmtistað. Sjávargullið er nú
eingöngu opið um helgar, þ.e. frá
föstudegi til sunnudags og er
veitingasalurinn í dag alveg aðskil-
inn frá sjálfum skenmmtistaðnum.
Matreiðslumaður þar er Daði
Kristjánsson.
Lang-best
Axel Jónsson stofnaði einnig
skyndibitastaðinn Lang-Best á
homi Hafnargötu og Vatnsnes-
vegar á árinu 1986. Hinn ágæti
matreiðslumaður úr Keflavík,
Gunnar Friðriksson, keypti síðan
staðinn af Axel og hefur rekinn
hann með miklum ágætum. Þótt
þar sé fyrst og fremst lögð áhersla
á ýmsa hraðrétti, þá hefur Gunnar
verið með sérstakan matseðil, t.d.
í hádeginu og hefur það aukið
vinsældir staðarins.
Skelltu hvorki
skuld á hálku
eða myrkur.
Það ert þú sem situr við stýrið.
mÉUMFERÐAR
Vráð
CJ
6.- 7. tbl.
48. árgcmgur
Útgefandi: Málfundafélagiö Faxi, Keflavík.
Afgreiösla: Hafnargötu 79, sími 11114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson,
aðst.ritstj., Hilmar Pétursson, Ingólfur Falsson,
Birgir Guönason.
Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf.
Filmu- og plötugerð: Myndróf.
Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar.
HELGI HÓLM:
Olíusamlag Keflavikur
50 ára
Eitt af elstu og traustustu fyrirtœkjum í Keflavík
erSOdra um þessar mundir. Olíusamlag Keflavfkur
hefur í hálfa öld dtt rikan þátt í atvinnusögu Sudur-
nesja dsamt hvers kyns þjónustu við íbúana i sam-
bandi við húsahitun. Blað þetta er að miklu leyti
helgað þessu merka afmœli. Blaðstjóm Faxa óskar
félaginu til hamingju með heilladrjúgt starf og óskar
þvi velfarnaðar í náinni framtíð.
Ofbeldi gegn börnum —
grimmd á hœsta stigi
Sunnudaginn 30. okt. var sýndur á Stöð 2 sjónvarpsþáttur sem dóms-
málaráðherra Noregs hafði frumkvœði um aðgerður vœri. Nefndist hann:
Svivirtu börnin. Þessiþáttur hefur vakið mikil viðbrögð meðal almennings
og er það von, þvíþað hafa opnast augu manna fyrir því gífurlega kyn-
ferðislega ofbeldi, sem börn, unglingar og konur hafa þurt að búa við um
langt skeið.
Það hefði mátt œtla, að flestir vœru sammdla um það, hversu svívirðilegt
slíkt ofbeldigagnvart börnum er. Þvímiður erþað ekki svo, því til eru sam-
tök manna sem mœla slíku bót. Það er hreint ótrúlegt, hvað mannskepnan
getur lagst lágt.
Og nú spyr fólk. Hvað er til ráða? Hvernig er hœgt að koma í veg fyrir
slík ódœðisverk? Á að þyngja refsingu fyrir slíka glcepi? Það eru gömul og
nýsannindi, að refsingar breyta í raun afar litlu, eru lítt mannbœtandi og
koma trúlega ekki í veg fyrir frekari glœpaverk. Hér þarfþví nauðsynlega
að koma til gjörbreytt hugarfar í samfélagi manna.
Það þarf að leggja áherslu á að bœta lifskjör meðal allra þjóða, þannig
að hœgt sé að skapa börnunum mannsœmandi skilyrði. Það virðist vera
svo víða, að lifbarna sé litils metið. En við þurfum einnig að líta okkur
nœr. Hér á landi - í landi allsnœgta - eru ofbeldisverk framin á börnum
ogkonum. Lítum á nokkrar staðreyndir í málinu. Kynferðis-og ofbeldis-
glcepir eru óhugnanlega algengir og yfirgnœfandi meirihluti þeirra sem
fremja þessa glœpi eru kar/menn. Þeir þurfa því að breyta sínum lífsvið-
horfum. Viðskulum vona, aðþœrupplýsingarogsú umrœðasem upphef-
ur komið verði til þess, að í framtiðinni megi koma í vegfyrirþessigrimmd-
arverk.
L
FAXI 213