Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 13

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 13
RAUÐSKINNA HIN NÝRRI - SR. JÓN THORARENSEN ÚTNESJAMENN EFTIR ÓLÍNU ANDRÉSDÓTTUR Einn ágœtur lesandi Faxa skaut þeirri hugmynd að blaðinu, að ástœða vceri til að birta í nokkrum tölublöðum valda kafla úr bók sr. Jóns Thorar- ensens — Rauðskinna hin nýrri. Eins og mörgum er kunnugt um, þá var sr. Jón manna fróðastur um þjóðsögur og hvers kyns frásagnir frá umliðnum tima, ogekki hvað síst héðan afSuðurnesjum. Sögurþessar birtust í tólfheft- um afRauðskinnu sem komu út á drunum 2929 til 1961. Endurútgáfa var siðan gefin út 1971, þá þrjú bindi og að nokkru endurbœtt og aukin Það er með mikilli ánœgju að Faxi birtir í nœstu blöðum nokkrar sögur úr Rauðskinnu, því þótt bœkur þessar séu víða til á Suðurnesjum, þá er full ástœða til að kynna þœr fyrir nýjum lesendum. Það sem nú verður birt er Suðurnesjaannáll eftir Sigurð B. Sívertsen og kvœðið Útnesjamenn eftir Ólínu Andrésdóttur, en hún var ömmusystir sr. Jóns. Þetta kvœði sem ort er á árinu 1928 er mjögoft sungið undir kunnu lagi Sigvalda Kaldalóns, ogœtti þvi að vera fengur að birtingu þess. 8 Köldu reis úr hafinu klettaeyja ber, gefið var henni nafhið Geirfuglasker. 9 Gefið var henni nafnið af geirfugli þeim, sem átti þar sinn bjarta bárum lukta heim. 10 Þar átti hann vígi sin voldug og stór, umhverfis var brimgarður, ófœrusjór. 1 Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sœkja hann enn. 2 Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há; kunnu þeir að beita hana brögðum sínum þá. 3 Kunnu þeir að stýra og styrk var þeirra mund; bárum ristu byrðingarnir ólífis und. 4 Attu þar á óðalsjörðum auðkýfinga bú; réðu þeir þar ríkjum, sem rofin eru nú. 5 Reistu þeir og gáfu þar guði sínum hús, þá var hver á blessaða bœnrœkni fús. 6 Kirkja stóð í Vogi, sem veglegust var, helguð sankti Máríu og hennar nafhið bar. Hún var gefin Máríu, og henni gafst því margt, gull og eir og silfur og glóandi skart. Byggðasafn Suðurnesja Opið á laugardögum kl. 14-16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. FAXI 217

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.