Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 12

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 12
Við skulum byrja á raforkuverði í Keflavík (A-l). Dags. 01.09.85 01.09.88 Verð/kwst. Vísit.b.kostn. kr. 4,70 226 kr. 5,35 395 Hækkun % 14 75 Þama er augljóst að raforkuverð hefir lækkað miðað við annað verðlag í landinu. Þetta er að sjálfsögðu jákvæð þróun, hinsvegar tel ég ekki sjálfgeftð að hagkvæmur rekstur skili sér endi- lega í lægra orkuverði á meðan veitumar eru í uppbyggingu. Það er augljóst að enginn græðir á því að setja orkuna á útsölu en taka síðan rán- dýr lán til fjárfestingar. Hóflegt vatnsverð tryggir ódýra upphitun Hér finnst mér skylt að gera nokkum saman- burð á vatnsverði á sama tíma. Dags. Verd 1/mín. Vísit.b.kostn. 1. sept.85 kr. 860 226 1. sept.88 kr. 1200 395 Hækkun % 40 75 Löngum heftr vatnsverðið verið miðað við olíuverð, enda er olían sá orkugjafi, sem flestir notuðu áður en hitaveitan kom til skjalanna. Við ákvörðun fyrstu verðskrár var heitavatnsverðið ca 65% af olíuverði. Olíuverð steig síðan upp úr öllu valdi og komst þá vatnsverð niður í 35%. Nú í dag er vatnsverð hinsvegar um 92% af olíu- verði. Engum ætti þó að koma á óvart þótt olíu- verð tæki aftur sveiflu uppá við. lækkun á heildarorkuverði. Raforkukaup vom á síðasta ári ca 14,3 milljónir á mánuði. Þessi upphæð er um 1 milljón lægri á mánuði en verið hefði að óbreyttu. Auk þess sparast væntanlega einhver upphæð við þá breytingu að Suðumesin kaupa orkuna inni við Elliða- ár og annast sjálf flutninginn, þótt þau taki sjálf á sig töpin. Þetta þýðir að sjálfsögðu að hitaveitan þarf sjálf að bera kostnað af fym- ingu og viðhaldi raforkulínanna. Áður var raforkan keypt af RARIK í aðveitustöð hverr- ar rafveitu og greiddu veitumar þá 17% ofan á orkuverðið vegna flutnings. Tálið er að flutningstöp að viðbættum flutningskostnaði sé lægri og þar með verður hagnaður sem því nemur. 2. Frá sameiningu hefur hitaveitan keypt efni til raforkuframkvæmda í stómm stíl. Slík inn- kaup fara alla jafnan fram með útboðum. Meðan veitumar vom hver í sínu homi mátti heita að smæð þeirra gerði þeim ókleyft að kaupa efni í því magni að innflytjendur vildu sinna tilboðum í það. Erfitt er að gefa upp ákveðna krónutölu í spamað vegna útboða á efni en örugglega má reikna með 20—30% lægra verði og vitað er um einstök tilvik þar sem útboðsverð fer niður í helming lager- verðs. Heildar fjárfesting í raforkukerfmu á síðasta ári var um 58 milljónir. Ég gef mér að þar hafi sparast 15 milljónir vegna hagstæð- ari innkaupa. 3. Sameiginleg innheimta sparar 2-4 ársverk og þar með ca 4 milljónir kr. Útsending sam- eiginlegra reikninga þýðir raunvemlega að reikningsútskrift færist yfir á hitaveitureikn- inga og kostar þar með ekki neitt fyrir rafveit- umar. Spamaður á þessum lið er minnst ein milljón á ári. 4. Stærri og markvissari verkáfangar verða ekki metnir til fjár en þeir beinast fyrst og fremst að þeim hlutum raforkukerfisins sem helst þurfa lagfæringar við án tillits til staðsetn- ingar. Með því að draga saman reiknanlega þætti framanskráðra ávinnings atriða telst mér til að Hitaveita Suðumesja hefur hlotið mikla kynningu bœði innanlands ogerlendis. ístöðvarhúsinu íSvarts- engi var útbúinn sýningasalur, þar sem hœgt er að útskýra starfsemi stöðvarinnar. Á þessari mynd sést Ingólfur Aðalsteinsson ásamt góðum gestum, forseta íslans, frú Vigdísi Finnbogadóttur og landstjóra Kanada. Myndin var tekin (júní árið 1981. Hver er orkuþörfin á svæðinu og hvemig verður henni mætt? í hitaveitunni eru nú nýtt um 80% af fram- leiðslugetu varmaorkuverðsins í Svartsengi. Með áætlaðri 3% árlegri aukningu vatnsnotkun- ar á Suðumesjum ætti núverandi afkastageta stöðvarinnar að fullnægja vatnsþörfmni í 5-6 ár ennþá án viðbótar. Þessi áætlun gæti þó greini- lega ruglast, ef nýr stómotandi kæmi skyndi- lega til sögunnar. Ekki em þó uppi áætlanir um stækkun þess hluta orkuversins, sem framleiðir Framh. á bls. 226 Fyrsta starfsstjórn Hitaveitu Suðurnesja. Frá vinstri Alfreð Alfreðsson, Eiríkur Alexandersson ogJóhann Einvarðsson. rekstrarspamaður við sameiningu rafveitnanna gæti verið ca. 32 milljónir á síðasta ári en það er um 2000 kr. á hvem íbúa svæðisins. Hagkvæmari rekstur þýðir aukin arðsemi Spyrja má hvernig þessi arður hafi komið svæðinu til góða. Þar er fljótt frá sagt að hitaveit- an hefir unnið skipulega að endurbótum þar sem þeirra hefir mest verið þörf. Nú er svo kom- ið að stór hluti áður úreltra dreifikerfa er kom- inn í gott lag og ætlað að nægja um mörg ókom- inn ár. Þá hefir götulýsing verið endurbætt að því marki að hún er 5—10 ámm á undan því sem verið hefði, ef einstakar rafveitur hefðu einar og sér átt að sjá um framkvæmdina. Þá hefir hita- veitan annast og kostað að hluta dýrar lagnir vegna fiskeldisstöðva, sem hafa skotið upp koll- inum hér og þar, út um allan skaga. Eftir að þessari upptalningu er lokið er ekki ólíklegt að menn vilji vita hvemig hagkvæmur rekstur hefir skilað sér til notendanna sjálfra. 216 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.