Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 5
í sjó. Af þeim laxi sem skilar sér til baka er um 15% tveggja ára lax. Ná laxinum í smástraums fjöruborði Að sögn Sveinbjöms ná þeir lax- inum í smástraums fjöruborði með girðingum sem beina fiskinum í gildm. Þar er þrengt að honum og hann háfaður upp í tankbíl. Laxinn er ýmist fluttur beint í slátmn eða geymdur þar til hægt er að slátra honum. Við teljum að laxinn sé búinn að vera jafnvel nokkrar vikur íyrir utan stöðina áður en við náum honum. Það var gert svolítið af því í sumar að merkja laxa og sleppa þeim aftur, við vomm að veiða þá laxa allt að hálfum mánuði eftir að þeim var sleppt. Þannig að laxinn virðist vera rólegur fyrir utan stöðina þegar hann er á annað borð kominn. Gaman að fylgjast með þegar laxinn er háfaður upp úr sjónum Sveinbjöm sagði í einni töku gerð- ist það að þeir hefðu náð mest 1500 löxum nú í sumar. Þá væri mikið ijör og gaman að fylgjast með þegar laxinn væri háfaður upp í tankbíl- inn. Laxinum var slátrað í Garðinum í sumar en óvíst er hvar honum verð- ur slátrað næsta sumar. Það er ekki gott að þurfa að flytja laxinn lifandi svona langt. Við stefnum að því að geta slátrað laxinum sem næst stöð- inni, sagði Sveinbjöm. Hér eru þau Sesselja Gudmundsdóttir ogSveinbjörn Oddsson ad taka tveggja ára hafbeitarlax á land. Myndþessi sem er tekin af starfsmönnum Vogalax hefur vt'ða farið og vakið mikla athygli. Vogalax skapar mörgum heimamönnum atvinnu 1 sumar störfuðu fjórtán manns hjá Vogalaxi en í vetur em þeir um ellefu. Flestir starfsmennimir em úr Vogunum, eða níu. Vogalax skapar mörgum heima- mönnum atvinnu og munar um minna. Eins og ráðgert er, mun stöðin stækka og þá er ábyggilegt að miklu fleiri munu hljóta beina at- vinnu af Vogalaxi. Vogalax notar jafn mikið vatnsmagn og helmingur höfuðborgarinnar Á svæði Vogalax em átta borholur. Til marks um hve aðstæður em góð- ar til vatns og sjóöflunar þá fæst 5° heitt vatn, á 15 metra dýpi 6° heitur sjór á 50 metra dýpi og á 130 metra dýpi fæst 12° heitur sjór, sem er kjörhiti fýrir laxeldi. Í dag flæða um ker Vogalax 650 lítrar á hverri sek- i Landnám í Keflavík Neðanvert við Hafnargötuna í Kefalvík hefur um alllangt skeiö átt sér stað landnám sem hefur ef til vill ekki vakið svo mikla athygli. Lausu jarðefni sem til fellur í bænum er ekið í fjömna og hefur nú myndast myndarleg uppfýlling. Sú hugmynd er nefnilega í fullu gildi, að leggja nýjan veg meðfram ströndinni, veg er mun ná vestan úr Gróf, að höfninni í Keflavík og þaðan inn í Njarðvíkurhöfh. Slíkur vegur myndi óneitanlega geta létt mjög á þeirri umferð sem er á Hafnargötunni og nálægum götum. Verður gaman að fylgjast með því, hvemig þetta mál þróast. FAXI 209

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.