Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 8
MATSÖLUSTAÐIR
í KEFLAVÍK-NJARÐVÍK
Á undanfömum ámm hefur
starfsemi veitingahúsa og matsölu-
staða vaxið fiskur um hrygg hér á
Suðumesjum. Það liggur við, að
um hreina byltingu hafi verið að
ræða. Stærstur hluti veitingastað-
anna er í Keflavík, enda eðiilegt
þar sem íbúafjöldinn er þar
mestur. Eins og við höfum áður
nefnt hér í Faxa, þá er það ekki
lengur tiltökumál fyrir almenning
á svæðinu, svo og aðra sem hér
eiga leið um, að finna góðan
matsölustað. Þetta er mjög
ánægjuieg þróun og nauðsynleg.
En eins og alltaf, þegar um snögga
framþróun er að ræða á einhveiju
sviði, þá getur verið erfitt að finna
hið rétta jafnvægi í hlutunum.
Þannig má t.d. spytja, hvenær er
komið nóg af matsölustöðum á
svæðinu? Það er því viðbúið, að
sumir þessara staða lendi í erfið-
leikum og að jafnvel einhveijir
þeirra muni eiga stutta starfsdaga.
Tíðindamaður Faxa hefur heim-
sótt þessa staði og verður hér á
eftir h'tillega sagt frá þeim,
lesendum Faxa til fróðleiks.
Verður fyrst fjallað um þá staði er
starfræktir eru í Keflavík og
Njarðvík. Síðar verður vikið að
öðrum stöðum á nesinu.
Glóðin
Það var hinn ágæti veitinga-
maður Axel Jónsson sem segja
má, að hafi komið byltingunni af
stað, þegar hann opnaði veitinga-
staðinn Glóðina við Hafnargötu
21. apríl 1983. Glóðin var staður í
hærri gæðaflokki, en hér hafði
áður sést um langt skeið. Axel
hafði áður rekið veisluþjónustu og
haft þar mikil umsvif. Glóðina rak
hann með miklum ágætum í mörg
ár, en á síðasta ári keypti Kristinn
Jakobsson Glóðina af Axel. Með
tilkomu Glóðarinnar fengu
Suðumesjabúar að kynnast
góðum veitingastað, þar sem
saman fór góður matur og góð
þjónusta. Varð nafn Glóðarinnar
þekkt langt út fyrir heima-
byggðina. í dag er það Guð-
mundur Ingvarsson sem stýrir
matseld staðarins.
Á efrí hæð Glóðarinnar er allstór
salur, þar sem auðveldlega má
taka inn stærri hópa, enda er þar
einn vinsælasti fundastaður
bæjarins.
Þristurinn í Njarðvík
Fyrir um tíu árum síðan,
stofnuðu þijár konur úr Keflavík
matsölu í Njarðvík. Þetta vom
þær Guðrún Þórðardóttir, Eva
Finnsdóttir og Stefanía Finnsdóttir
og nefndu þær staðinn Þristinn.
Þær höfðu í nokkur ár áður rekið
sölutum og ísbúð við Vatnsnes-
torgið í Keflavík og fengið við það
blod pá tanden, eins og danskur-
inn segir. Var það ætlun þeirra
Veitingastadur-
inn Glóðin að
Hafnargötu 62.
Stefanía og Eva
Finnsdœtur við
afgreiðslu ú
l’ristinum.
Randver
Ragnarsson
veitingamaður ú
Bre kku.
212 FAXI