Faxi - 01.10.1988, Blaðsíða 20
stefnu sem haldin var í desember
1987 og nefndist: FRÁ ORÐUM TIL
ATHAFNAR. Hópurinn hefur komið
saman til fundar af og til og kannski
fyrst og fremst fjallað um framtíðar-
möguleika Suðumesja sem ferða-
mannasvæðis. Er það almennt trú
manna, að Suðumesin eigi mikla
möguleika á því sviði.
Hópurinn hefur m.a. reynt að stuðla
að uppbyggingu tjaldsvæða, upp-
setningu upplýsingaskilta fyrir
ferðamenn og hefur einnig hugleitt
útgáfu á bæklingum og kortum fyrir
ferðamenn. Þetta svæði hefur þá
sérstöðu að vera i næsta nágrenni
við alþjóðlegan flugvöll, þannig að
tiltölulega auðvelt ætti að vera að ná
bæði til erlendra og innlendra ferða-
Dvalarheimili aldraðra í
Grindavík
Samtök aldraðra í Grindavík,
Grindavíkurbær, ýmis önnur sam-
tök og einstaklingar em nú skammt
frá því takmarki að taka í notkun
myndarlegt dvalarheimili fyrir
aldraða. Vonir hafa staðið til, að
taka megi hluta hússins í notkun nú
fyrir jólin og mun Faxi þá skýra
nánar frá þessari byggingu.
Ferðamálahópur
Á vegum Atvinnuþróunarfélags
Suðumesja hefur um nokkurt skeið
starfað ferðamálahópur, er fjallað
hefur um þróun ferðamála á Suður-
nesjum. Hópurinn varð til eftir ráð-
manna. Á meðfylgjandi mynd má
sjá hluta hópsins að störfum, en á
þessum fundi hélt Halldór Bjama-
son (lengst til vinstri á myndinni)
erindi. Halldór er framkvæmdastjóri
Innkomu- og ferðaþróunardeildar
Flugleiða.
Blómaskrúð við
Njarðvíkurkirkju
Umsjónarmanni Flæðarmáls þótti
ástæða til að láta fljóta með þessa
fallegu mynd, er sýnir framhlið
Njarðvíkurkirkju með tilheyrandi
gróðri. Það vom starfsmenn Njarð-
víkurbæjar, undir stjóm Jóns
Ólsen, garðyrkjumanns, sem gerðu
stórkostlegt fegmnarátak nú í
sumar. Er full ástæða til að óska
bæjarbúum til hamingju með gott
átak.
ÍBK-stúlkur á faraldsfœti
íslandsmeistarar ÍBK í körfuknatt-
leik kvenna lögðu land undir fót
snemma í haust og fóm í keppnis-
ferð til Osló og Kristiansands í
Noregi. Liðið keppti nokkra leiki í
ferðinni og fékkst nokkuð góður
samanburður á getu kvennaliða í
þessum tveimur löndum. Okkar
stúlkur gjörsigmðu stöllur sínar frá
Kristiansand, en í Osló mættu þær
sínum ofjörlum. Reyndust kepp-
endur þar mun eldri en ÍBK stúlk-
umar, sem nánast em með ungl-
ingalið. Fékk liðið góða reynslu úr
ferðinni og þá ábendingu, að leik-
menn hér hætta allt of snemma að
keppa með liðum sínum. Farar-
stjórar vom þau Hreinn Þorkelsson
og Auður Rafnsdóttir.
Jón Sœmundsson byrjaður í
skólanum
Um síðustu mánaðarmót hætti
Jón Sæmundsson störfum hjá Skelj-
ungi hér í Keflavík og tók við starfi
fjármálastjóra hjá Fjölbrautaskóla
Suðumesja. Jón hefur unnið hjá
Skeljungi í um fimmtán ár, en hafði
þá áður stundað sjó í önnur
fimmtán ár. Jón er einn þeirra
manna sem hefur óþrjótandi
áhugamál. Hann á trillu og rær oft á
henni til fiskjar. Einnig lætur hann
ferðalög og félagsmál mjög til sín
taka og einnig gerir hann töluvert af
því að binda inn bækur. Hefur hann
m.a. leiðbeint öldruðum hér í
Keflavík. Faxi óskar Jóni vel-
famaðar í hinu nýja starfi um leið
og við þökkum sambýlið við
Hafnargötuna.