Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 6
RAUÐSKINNA HIN NÝRRI — SR. JÓN THORARENSEN
SUÐURNESJAANNALL
*
eftir Sigurð B. Sívertsen prest á Utskálum
MANNVIRKI
Ixnfar mannvirkja sjást enn mikl-
ar á þessum stað (skoðað 1919).
Kotbær hefur staðið vestast á rim-
anum. Má greina þar 5 sambyggðar
kofatættur, þó að nokkru sé gróið
yfir þær. Austsuðaustur frá bænum
— 28 m. — hefur staðið vöruhús
mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á
lengd frá suðri til norðurs og 12—15
m. á breidd, máske með gangstétt.
Annar húsgrunnur er 10 m. austar
(9x6 m.) Mun þar hafa verið sölu-
búðin. En hússtæðis kaupmanns
þætti mér líklegast að leita enn aust-
ar, í «ömu röð. l>ar er nú grastorfa
yfir. Norður af þessum stað er garð-
lagsbrot, með kofatóftum við norð-
urhlið. Og enn — 24 m. norðaustur
— kálgarður eða rétt (um 180 m2),
með hesthúsi (? 7x3), geymslu
(7x4) og fjósi (5x3) að baki, en
hlöðuveggir 2 (4x3) eru þar laust
norðvestan við. Hús þessi hafa stað-
ið hæst og noröaustur á rimanum.
Stendur enn meira og minna af
grjótveggjum þeirra, eftir 1 % aldar.
I lægðinni fyrmefndu - 100 m.
austar - er vel upp hlaðinn brunn-
ur, fulluraf sandi. Ogenn, 20m. til
austurs, hefur verið kálgarður (um
400 m2), í ágætu skjóli. Grastorfa er
nú yfir mestum hluta hans; samt sér
á tvíhlaðinn garðinn, af úrvals-
grjóti, og mjótt hlið við norðvestur
homiö. Efsta flóðfar, er neðan viö
garð þennan, og upp í öðrum garði
stærri, eða túngerði þar dálítiö
norövestar. Frá þessum staö má sjá
það, að kaupstaöurinn hefur verið
alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði
vestur og suður. Fiskabyrgi lítil og
kringlótt eða sporlag úr einhlöðnu
grjóti, hafa verið þar á klettum og
hólum víðsvegar að ofanverðu. bar
hefur fiskurinn verið hengdur á rár
og hertur. Garðlagabrot sjást hér
líka á mörgum stöðum — eins og um
öll Suðumes — 2,3 grjótlög, til aö
þurrka á þang í eldinn og fiskæti
líka fyrr á öldum.
í þangivaxinni klöpp, 42 m. níður
frá suðvesturhorni húsgmnnsins
mikla, er jámkall vel gildur (15 sm.
á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti
af hring í gati) greyptur og tinsteypt-
ur við klöppina. Þetta var hesta-
steinninn á hlaðinu, fyrir stjóm-
borða-beizli sjóhesta. Annar slíkur
er dálítið utar, niðurunda kotinu, og
2 eða fleiri festarhringar þar á móti,
í klöppum við suðurhlið skipaleg-
unnar.
bannig hafa skipin verið ,,svín-
bundin" á báðar hliöar, og frá báð-
um stöfnum. Hefur þetta lánast vel
þar, á svo litlum bás, þótt oft færi
illa á Eyrarbakka. En ekki hefur
það verið vandalaust að snúa skip-
inu í hálfhring, á lóni, sem er fáar
skipslengdir á breidd.
NOTKUN
Sjálfsagt hefur Básendahöfn lengi
veriö notuð til bátaútræðis og fisk-
veiða á vertíðum — þó lítið sé um
þetta kunnugt.
En merkustu notin voru þó af
þessari góðu hafskipalegu, og verzl-
uninni, sem telja má víst, að þar
hafi oftast verið rekin í rúmar 3 aldir
(1484—1800), og sennilega enn fyrr
á öldum líka. Mun þá og hafa veriö
siglt í fleiri Bása, og verzlað á Bás-
um - þó Básendar yrðu löngum
hlutskarpastir.
Getið er í fyrstu enskra kaup-
manna á Básendum. Það var út af
ásælni Diðriks Pinings, fulltrúa
konungs hér, og manna hans. Tóku
þeir af kaupmönnum á „Bátsend-
um“ vörur og skip, um 1484 — eöa
lítið fyrr. — Vildu kaupmenn fá að
halda skipinu tómu, og mega síðan
verzla við landsmenn í friði. En þeir
fengu þetta ekki. Geta má nærri um
gremju þeirra. Þó sést ekki, að þeir
haíi rænt hér við land á næstu ára-
tugum eftir þetta. 1491 má ætla, að
bæði enskir og þýzkir kaupmenn
hafi deilt um Básenda - ef ,,Got-
sand“ á að merkja ,,Bátsanda“.
Þýzkir kaupmenn kæra þá Ensku á
Útskálum fyrir ósvífni og herneskju
á sjó og landi.
1506 eru enskir kaupmenn á
,,bassendum“. Þorvaröur lögmaður
Erlendsson á Strönd í Selvogi, leyíir
þeim þá aö verzla á löglegan hátt á
,,rosmalanesi“.
Úr þessu fór að styttast um verzl-
unarfrelsiö og friðinn fyrir ensku
kaupmönnunum þar um slóðir.
1518 eru þýzkir kaupmenn komnir
á Básenda. Fara þeir þaöan, og víðs-
vegar al' Suðurnesjum, og allt frá
Grindavík, í bardaga við enska
kaupmenn í Hafnarlirði. Þjóðverjar
féllu þar unnvörpum (40 af 48, er að
sunnan komu), en samt héldu þeir
velli. Og þá var það, að Þjóðverjar
náöu Hafnarfiröi af Englendingum,
þessum höfuðstað þeirra hér viö
land. (Vestmannaeyjar og Grinda-
vfk þar næst), sem þeir höföu hald-
ið og hagnýtt sér um heila öld (frá
1415), en þó nokkuö slitrótt að vísu.
Næsta aldarljórðunginn eftir
þennan mikla bardaga, sem fyrr
segir, varð mestur uppgangur
þýzkra kaupmanna hér landi, og
hafa þeir vafalaust verzlað á Bás-
endum þann tíma. Hafnarljörð
geröu þeir svo að segja að þýzkum
bæ. Höfðu þar fógeta og byggðu sér
kirkju (líkt og í Björgvin áður).
Höfðu þeir þá líka útgerð mikla um
nesin til fiskveiða. Arið 1543 áttu
Ftœdiskcr á Báscndum mcö festurholtu síöan ú verslunarúrumim. íhuksýn cru munnvirki ú veinim bandariska hers-
ins. Mynd: dón Tómusson.
162 FAXI