Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 26
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keflavíkur
• hluti
1973
V/b María týnist viö
Eldeyjarboða
Miðvikudaginn 31. janúar 1973
var stillt veður um allt land. Var þvl
útlit fyrir gott sjóveður. Aðfaranótt
1. febrúar réru flestir bátar frá Suð-
urnesjum. Meöal þeirra voru bátar
frá Sandgerði. Tuttugu þeirra voru á
línu, en þrír á öörum veiðarfærum,
sennilega netum. Meöal línuþát-
anna var nýr, ferniseraður, þrjátíu
og sex lesta eikarbátur, Maria KE
84. Hélt báturinn til veiða ásamt
fleiri bátum, djúpt suövestur af
Reykjanesi, um fimm tima siglingu
frá Sandgeröi. Lagði Maria linu sína
skammt noröur af Eldeyjarboða. En
hann er utar og dýpra en Eldey
sjálf.
Um hádegi, fimmtudaginn 1.
febrúar, fór vindur vaxandi, en þá
var alldjúp lægð á leið suðvestur úr
hafi, norðaustur inn yfir landið. Var
vindátt fyrst suölæg en suðvestlæg
síðar um daginn. Um klukkan sex
síðdegis var komið afspyrnurok og
herti veðrið er leið á kvöldið. Um
þetta leyti töluðu bátsverjar á Mariu
við Keflavíkurradió og voru þá
staddir skammt norður af Eldeyjar-
boða. Áttu þá eftir ódregin um átta
til níu þjóð. Gáfu þeir ekki upp
komutimatil lands, en sögðust ætla
að hafa samband við radfóið aftur
um klukkan níu og skýra þá frá land-
töku. Á svipuöum tíma höfðu bátar,
er voru staddir við boðann, sam-
band sfn á milli. Skipstjóri á Maríu
ræddi þá við Jónas Fransson, skip-
stjóra á v.b. Munin frá Sandgerði.
Ætluöu bátarnir aftur aö hafa sam-
band sin á milli um klukkan átta. Er
hér var komið og klukkan að ganga
sjö, hættu bátarnir linudrætti vegna
veðurs og hugðu á heimferð. Auk
Maríu voru þrír eða fjórir aðrir bátar
á veiðum við Eldeyjarboða. Töldu
skipverjar þeirra að þeir sæju þá
seinast til ferða Maríu. En af miðun-
um var þá um fimm tíma sigling,
eins og fyrr segir. Leið svo kvöldið,
að ekkert heyrðist f rá Maríu og urðu
bátarnir hennar ekki varir.
Margir bátar voru þá á heimleiö
og urðu ýmsir fyrir áföllum. V.b.
Muninn var til dæmis hætt kominn,
er tvö ólög gengu yfir hann. Lentu
þau aftan á bátnum, enda undan
veðri að halda á landleið. Eða
,,lens“, eins og sjómenn kalla það.
Fyrra ólagið braut hekkbogann aft-
urábátnum, lagningsrennu, bjóða-
geymslu o.fl. Siöara ólagið var þó
hálfu verra. Færði það bátinn næst-
um í kaf að aftan og lagði hann á
hliðina. Stöövaöist vélin og lá bátur-
inn þannig ( u.þ.b. fimm mínútur.
Komst vélin fljótlega í gang á ný,
báturinn rétti sig og hélt áfram í haf-
rótinu, sem komið var. Er þetta
gerðist var Muninn kominn langleið-
ina til Sandgerðis. En ekki gat
báturinn lent þar, þar sem innsigl-
ingin lokaðist um klukkan niu af veð-
urofsa og sjógangi. Einungis átta
bátar náðu þangað inn, hinir héldu
fyrir Garðskaga um kvöldiö og nótt-
inatil Keflavíkur. Annar bátur, Stein-
unn gamla KE69 var stödd utan við
Skaga á leiö i land er mikill sjór gekk
yfir hana. Komst hún þó slysalaust
til hafnar, Kklega í Keflavík.
Þar sem ekkert heyröist frá
MUNIÐ
ORKU-
REIKNINGANA
Eindagi orkureikninga er
15. hvers mánaðar.
Látið orkureikninginn
hafa forgang
Hitaveita
Suðurnesja
Breytt símanúmer
og aðsetur
Frá og með 17. apríl 1989 verður eftirtalin starfsemi
bæjarfógeta og sýslumannsembættisins í Keflavík
flut að Hafnargötu 62 í Keflavík (Samvinnubankinn
gamli);
1. Uppboðsréttur sími 15511
2. Fógetaréttur sími 15505
3. Gjaldþrotaskipti, sifjamál, hjónaskilnaðarmál
opinber mál sírni 15512
4. Einkamál, skipti dánarbúa sími 15512
5. Einkamál sími 15504
6. Jón Eysteinsson bæjarfógeti og sýslumaður sími
15507.
Þá verður sakadómur embættisins í lögreglustöðinni
að Hringbraut 130 í Keflavík sími 15507.
Geymið auglýsinguna
Bæjarfógetinn í Keflavík,
Grindavík og Njarðvík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
182 FAXI