Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 27
Maríu, er leiö á kvöldið, var SVFÍ
gert viövart. Hafði félagiö fyrst
samband við verstöövar á Suöur-
nesjum og bað hafnarverði aö svip-
ast um eftir bátnum. Jafnframt var
báturinn kallaður upp í gegnum tal-
stöð. Með veðurfregnum klukkan
eitt eftir miðnætti aðfaranótt 2.
febrúar, var auglýst eftir bátnum í
útvarpi. Um svipað leyti hófst und-
irbúningur að leit. Hófst hún strax
við birtingu að morgni föstudags-
ins, 2. febrúar. Leituöu björgunar-
sveitir úr Grindavík, Höfnum, Sand-
gerði, Garði og Keflavík. Að minnsta
kosti var farið tvisvar yf ir allt svæðið
frá Garðskaga, suður að Reykja-
nesi, allt austur fyrir Grindavík.
Flugvél Landhelgisgæslunnar og
vél af Keflavíkurflugvelli hófu leit
ásamt lítilli flugvél frá Suðurflugi.
Leituðu stærri vélarnar dýpra, en
hin litla meðfram ströndinni. Auk
þess leituðu tólf bátar, en síöar
bættust þrettán við. Voru þeir frá
Grindavík, Sandgerði og Keflavík.
Einnig leituðu rannsóknarskipið
Bjarni Sæmundsson og varðskipið
Ægir, sem stjórnaði leitinni á sjó.
Var leitarsvæðið afmarkað í stefnu
suðvestur frá Skaga að Reykjanesi,
allt að tuttugu og fjórum gráðum í
vestur.
Um klukkan 15.50 síðdegis, 2.
febrúar, fann Már GK, óuppblásinn
gúmíbát á floti um sjö til átta sjó-
mílur austur af Eldeyjarboða. Var
báturinn ómerktur. Þá fann gæslu-
flugvélin ýmislegt rekald er var
dreiftásjónum. Var þaðásvipuðum
slóðum. Var báturinn og brakið sent
til Reykjavíkur, síðdegis sama dag,
til rannsóknar. Kom þá í Ijós er
númer gúmibátsins var athugað, að
hann var af Maríu. Þótti fullvíst að
María hefði farist með skjótum
hætti, sennilega skammt norður af
Eldeyjarboða, einhvern tíma á
sjötta tímanum til klukkan átta um
kvöldið er báturinn ætlaði aö hafa
samband viö v.b. Muninn. Trúlegt er
að ólag hafi fært bátinn í kaf, svipað
og gekk yfir Muninn. Ef til vill hefur
bátsverjum á Maríu aðeins gefist
augnabliks tóm til að losa björgun-
arbátinn úr kassanum, annars hefði
hann tæplega fundist á reki, daginn
eftir. Við athugun á björgunarbátn-
um kom sfðar fram að hann opnað-
ist eölilega, var óskemmdur og lif-
lína hans var óskemmd. En skips-
verjar náðu hins vegar aldrei að
kippa i hana. Óvíst er líka hvort
þeim sjálfum tókst að koma þátnum
í sjóinn, þó þeir næðu að losa hann.
Hann hefur þá flotiö upp er þátnum
hvolfdi. En einmitt þau sekúnduþrot
er bátskistan var opnuð og þangað
til þeir ætluðu að henda bátnum [
sjóinn skiptu á milli lífs þeirra og
dauða. Enda veður og sjólag slikt
að engu mátti skeika, hvert handtak
skipti máli. Ýmis atvik á sjónum,
ekki sist á neyöarstundu velta á
sekúndubrotum, sem sjómönnum í
lífsháska finnst heil eilífð og skynja
jafnvel ekki i hamförum, sem skipta
sköpum i lífi þeirra. Það minnir
óneitanlega á orð þjóðskáldsins í
lofsöngnum alkunna, að „hver dag-
ur sé þúsund ár, og þúsund ár dag-
ur ei meir“.
Með Maríu fórust fjórir menn
Enginn þeirra var búsettur á Suð-
urnesjum. Þeir hétu:
1. Sævar Ingimarsson, skip-
stjóri. Þrítugur. Kvæntur. Lét eftir
sig tvö börn. Bjó í Reykjavik.
2. Halldór Bjarnason, stýrimað-
ur. 27 ára. Kvæntur. Lét eftir sig
þrjú börn. Bjó i Hafnarfirði.
3. Gunnar Guðjónsson, vél-
stjóri. 23 ára. Kvæntur. Lét eftir sig
þrjú börn. Bjó í Kópavogi.
4. Gunnar Ingason, matsveinn.
Þrjátíu og tveggja ára. Kvæntur. Átti
tvö börn af fyrra hjónabandi. Bjó í
Kópavogi. Þeir Gunnar og Sævar
voru mágar.
Skólavörur
í miklu úrvali
Skipulagðri leit að Mariu var hætt
laugardaginn 3. febrúar, er sýnt
þótti að gúmíbáturinn væri af henni.
Minningarathöfn um hina látnu fór
fram í Dómkirkjunni í Reykjavík,
laugardaginn 24. febrúar.
Fljótlega eftir slysið hófst fjár-
söfnun til styrktar ættingjum hinna
látnu. Fimmtudaginn 22. febrúar
höfðu alls safnast 668.500 krónur.
Mest barst til Morgunblaðsins
298.500 krónur. í söfnunarnefnd
voru starfandi þrír prestar í Reykja-
vík og Hafnarfirði. Skömmu eftir 20
febrúar var ákveðiö að sameina inn-
komið fé söfnun vegna Sjöstjörnu-
slyssins, sem varð 11. febrúar.
Vélbáturinn María KE 84 var
smíðuð úr eik og furu í Bátalóni í
Hafnarfirði árið 1972. Báturinn var í
eigu hlutafélagsins Miðness í Sand-
gerði, en skrásettur i Keflavík.
Maria var 16,52 metrar aö lengd,
meö 240 hestafla Caterpillar-vél.
Þess má að lokum geta, að Jónas
Fransson, skipstjóri á v.b. Munin,
sagði i blaðaviðtali, að þetta hefði
veriö eitt versta veður er hann hefði
lent í þau tuttugu ár er hann hafði
þá stundað sjó.
(Mbl. 3. febr.: „Sandgerölsbáts
saknaö meö 4ra manna áhöfn".
Tímlnn 3. febr.: „Báts meö 4 mönn-
um saknaö".
Mbl. 4. febr.: „Fjórir fórust meó
Maríu KE“.
Tíminn 21. og Mbl. 24. febr.: Stuttar
fréttir um minningarathöfn.
Mbl. 23. febr.: „Sjóslysasofnun“.
Stutt frétt.
Mbl. 24. febr.: „Minningargreinar
um fjórmenningana.
Tímaritló Veöráttan. Mánaóarlegt
yflrlit frá Veóurstofu yflr veóurfar.
Janúar—febrúar. Bls. 1, 9—10.
fslenskt sjómannaalmanak 1973.
Sveinn Sœmundsson: Guömundur
sklpherra Kœrnested. II. bindl. Bls.
44—45. Útg. i Rvík 1985).
'fáókabúb /^eflavíkur
- OAGLEGA í LEIÐINNI -
FYRIR HUSIÐ
NORDSJÖ -málningavörur
FYRIR BÍLINN
■bilalökk
Blöndum alla liti og setjum á
úöabrúsa ef óskaö er.
Útvegum varahluti
í allar geröir bíla.
búðin
Grófinni 8 - Simi 14670
Opiö 8—18 — laugardaga 9—12
FAXI 183