Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 11
var höggvinn í nokkuð jöfn stykki
var hægt að fara í jakahlaup áður en
klakastykkin voru dregin inn í
geymslu þar sem doppuklæddir
karlarnir röðuðu klakastykkjunum
i stalla til að fylla geymsluna upp í
loft. Þessi ís var geymdur til hausts-
ins því þá fékkst síldin í reknetin
og var hún pönnuð og fryst til beitu.
Eflaust hefur lítið farið fyrir klak-
anum okkar í Aðalgöturæsinu eftir
sumarlanga daga þó ætlunin hafi
verið að verða sér úti um síld til
frystingar í beitu á „stubb".
Stubbur var línustubbur sem
góðviljaðir skipstjórar tóku með í
róður og fékk eigandi hans þann
afla sem á hann kom.
Algengt var að drengir fengu að
fara í róður í vertíðarlok og iðulega
með bátunum út á legu eftir upp-
skipun. í kringum þetta var snúist
og um samið við sjómennina, sem
við höfðum góð samskipti við.
bannig kynntumst við þeirra hög-
um, sem áttu eftir að verða hlut-
skipti margs unglingsins.
Daglegt amstur
bátttaka bama og unglinga í dag-
legu amstri þessa tíma var marg-
þætt og nokkrar kröfur gerðar til
þeirra í að létta undir afkomu
heimilishaldsins. Sækja varð allt
vatn í einn af staðarbrunnunum og
þegar konur höfðu lokið við að þvo
þvott á þess tíma vísu var farið með
hann niður að brunni á handvagni
eða sleða til skolunar. Til þess
þurfti mikið vatn og var því mikið
pumpað. Allar kartöflur og rófur
voru ræktaðar af heimilisfólki og
var þátttaka bama og unglinga þar
þó nokkur. Að reita arfa í marga
daga þótti afar leiðinlegt. Farið var
á reka til að tína sprek til upp-
kveikju. Færa þurfti mat og kaffi í
aðgerðar- eða beitningarskúrana
þar sem feður unnu og við bömin
sáum varla annars staðar alla vertíð-
ina. Einnig þurfti að færa sjómönn-
unum, þegar þeir komu úr róðri,
kaffi á flösku sem sett var í sokk til
aö halda því volgu.
Að verða maður með
mönnum
Algengt var að veturinn eftir ferm-
ingu væru tveir unglingar ráðnir við
landróðrabát upp á hálfan hlut hvor
á meðan þeir vom að ,,harðna“, því
vinnutími var langur og ná þurfti
réttum handtökum og vinnuhraða,
sem var mikill. í þessu umhverfi fór
fram alvöru undirbúningur með
fullri ábyrgð á framleiðslunni og
þátttöku í félagslegum umræðum
og daglegri framfærslu heimilanna.
Ráðning upp á heilan hlut var við-
urkenning á því að unglingurinn
stóð hinum fuilorðna jafnfætis og
Hilmar Jónsson
Af menningamálum
í Keflavík
Menningarmál eru ekki hátt
skrifuð í Keflavík hvorki af blöð-
um né pólitíkusum. C)Ðru máli
gildir um bjórbúllur. beim fjölgar
og þær fá umfjöllun.
Byggðasafnið: Bjarnfríður Sig-
urðardóttir gaf sem kunnugt er
hús sitt og lóð fyrir byggðasafn á
Vatnsnesi. Fyrir dugnaö þriggja
manna, Helga S. Jónssonar, Olafs
borsteinssonar og Guðleifs Sigur-
jónssonar, er þar risið furðulega
merkilegt safn muna og mynda
frá Keflavík og Njarðvík. Aðsókn
hefur verið góö en húsið fyrir
löngu alltof þröngt.
Saga Keflavíkur: Ritun sögu
Keflavíkur hefur lengi verið á dag-
skrá en afrakstur enginn af þeirri
umræðu. Engum skal um kennt
en nú virðist málið vera að leysast.
i fyrra haust var kjörin fimm
manna sögunefnd, sem lét verða
sitt fyrsta verkefni aö gefa út
Minningar Mörtu Valgerðar Jóns-
dóttur í samvinnu við ættfræði-
stofnun borsteins Jónssonar.
bættir þessir birtust í Faxa og
nutu mikilla vinsælda. Jafnframt
var ákveöið að greinum Mörtu
fylgdi niðjatal til dagsins í dag.
Ráðgert er aö verk þetta komi í
þremur bindum og ven)i til sölu
og og dreifingar í haust. bá hefur
Skúli Magnússon unnið hjá
nefndinni í sumar við flokkun og
skráningu efnis. Ráðinn hefur
verið ritstjóri, Bjarni Gðmarsson,
ungur og efnilegur sagnfræöing-
ur, sem skal hafa yfirumsjón með
verkinu. I ljós kom þegar sögu-
nefndin kallaði sérfróða menn
fyrir til ráða og leiðbeininga að
verulegur þröskuldur verður að-
stöðuleysið fyrir fræðimenn og
skortur á héraðsskjalasafni á
svæðinu.
Safnahús: F'rá 1980 hefur stjórn
bæjar- og héraðsbókasafnsins í
Keflavík óskað eftir nýbyggingu
eða safnahúsi. Litlar sem engar
undirtektir hafa orðið við það
mál, þar til í vetur að bæjarstjórn
veitti sjö milljónir til viðbyggingar
við núverandi bókasafn á Mána-
götu 7. En byggingarfulltrúi
Keflavíkur, Sveinn Númi, hafði
gert skemmtilega tillögu þar um,
sem fékk hljómgrunn hjá yfir-
völdum. Þegar betur var aðgáð
komu fram annmarkar, meðal
annars benti nágranni á aö stækk-
un safnsins á Mánagötunni
mundi hafa neikvæð áhrif á sölu-
gildi síns húss. Sá sem þetta skrif-
ar lagði þá til að þessi leið yrði
ekki farin heldur tekinn upp
þráðurinn frá 1980 um safna- og
ráðhússbyggingu fyrir enda
skrúðgarðsins við Tjarnargötu.
Hefur bæjarráðið falið Valdimar
Harðarsyni arkitekt að gera tillög-
ur að slíkri byggingu, sem hægt
yröi að reisa í áföngum og mundi
leysa bráðan vanda bóka- og
skjalasafns. Staðsetning þessa
fyrirhugaða safna- og ráðhúss er
mjög góð og mundi verða skrúð-
garðinum ómetanlegt skjól í norð-
anáttinni.
jók það sjálfsvitund hans að vera
talinn maður með mönnum.
Hér er dæmi eins þáttar sem hafði
mótandi áhrif á unglinginn og tók
við af bemskuleikjum sbr. ,,Uggi
h.f.“.
Sumarvinna kvenna og
barna (8-12 ára)
Ein var sú atvinnugrein sem horf-
in er vegna breyttra atvinnuhátta
þar sem böm og fullorðnir unnu
saman að framleiðslunni. Vertíðar-
fiskur var allur saltaður og á vorin
var hann vaskaður og síðan yfir
sumartímann fluttur eftir ástæðum
uppá ,,reií/“ þarsem þurrfiskhúsin
stóðu í heiðarbrúninni. Börn og
konur með hvítþvegnar hveitipoka-
svuntur og höfuðklúta í ofanskom-
um stígvélum eða heimatilbúnum
reitarskóm búnum til úr bíldekki og
seglastriga, mættu til fiskbreiðslu
og samantektar, þegar vimplað
(flaggað) var hjá Skuld og Ráöa-
geröi. Eða hvað þær nú hétu allar
löngu horfnu þurrfiskstöövamar.
Skólaganga
Á þeim árum sem rætt er um hér
aö framan var skólaskylda frá 7 ára
aldri, (sem lögleidd var árið 1936)
og var mun styttri en er í dag. Voru
því samskipti bama og unglinga
mun meiri bæði á heimilum og
vinnustöðum. Litlar sem engar
breytingar urðu á kennslu.
Kennslubækurnar gengu frá eldri
systkinum til þeirra yngri og leið
skólagangan án teljandi árekstra.
Blikur vom þó á lofti í skólamálum.
Eins og áður er komið fram vom
tvær kennslustofur í húsi verkalýðs-
félagsins og var þar rekinn kvöld-
skóli fyrir unglinga, en þeir unnu
yfirleitt með námi.
Sundkennsla, sem var ekki
skylda, fór fram á sumrin í sjónum
við sérstakar aðstæður.
Fátítt var að unglingar fæm í
menntaskóla, en nokkuð í verslun-
arskóla og algengt á mótomámskeið
og í pungapróf. Ekki var mikið um
að farið væri í Stýrimannaskólann
eða Vélstjóraskólann.
Sýndi sig þá hvað í mönnum bjó,
þegar vilji var til náms, jafnvel þó
ódælir hefðu verið í bamaskóla.
Eftirmáli
í tillögum að ritgerðarverkefni nr.
4 segir:
,,Félagsmótun. Rannsóknir hafa
sýnt /ram d ad félagsmótun barna
er tengd því félagslega umhver/i
sem þau vaxa upp í.“
Þessi texti réð því að ég valdi þetta
viðfangsefni og hef reynt að segja í
stuttu máli frá liðnum dögum.
Þetta em staðbundnar frásagnir
frá j: eim tíma sem fólk er að flytjast
lil þettbýliskjamanna (hér Kefla-
víkur) og býr við vosbúð, þrældóm
og fjárhagslegt óöryggi.
Lítil kynni höfðu unglingar af
öðm en útvegi og því sem um hann
snérist. Fáar litiar verslanir þar sem
eigendur vom sjálfir við afgreiðslu
og bakarí. Frosið kjöt var selt í ís-
húsinu einu sinni eða tvisvar í viku.
Dráttarbraut og vélsmiðja risu upp
á þessum ámm. Hér var lengi vel
einn læknir og presturinn bjó í nær-
liggjandi þorpi, sýslumaður hafði
aðsetur í Hafnarfirði og hér var
barnaskóli með Ijómm kennslu-
stofum. Margt fleira mætti tína til,
en þetta nægir til að sýna hverra
kosta var völ.
Það var fjarræn hugsun þorra
unglinga annað en að duga sem best
í þeirri lífsbaráttu sem bemskuleik-
irnir mótuðu.
Sturlaugur Björnsson.
Heimildir
Döra Bjarnason: Fræðilegur inngangur.
Félagsnnian.
Olafur Ragnar Orímsson og l>orbjöm
Bmddason: íslenska þjóöfélagið. Fé-
lagsgeröogstjómkerfi. Reykjavík, 1977.
Félagsvísindadeild H.í.
FAXI 167