Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 9

Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 9
Vesturfararnir: Ólafur Unnsteinsson og ióhann. Ólaf- ur sat þing W.A.V.A. meðan á heimsleikunum stóð, en hann hefur ötullega unnið að framgangi íþrótta fyrir eldra fólk hin siðari ór. Hór hefur Jóhann tekið við verðlaunum sínum í lang- stökkinu á Heimsleikjunum. ÍÞRÓTTIR EKKI BARA FYRIR UNGT FÓLK A undanf'örnum árum hef'ur átt sér stað bylting á s vicM tómstunda og íþrérttamála. Hér áöur f'yrr voru íþróttir, og þó sér í lagi keppnis- íþróttir, einkaeign unga fölksins. •’egar bestu árin voru aö baki, þá voru hinir eldri litnir hornauga og jafnvel gert aö þeim grín. íþrótta- íréttamenn siigöu einatt um þá sem nálguöust þrítugt - sko gamla ntanninn, hann er ekki af baki dott- inn - eða eitthvaö álíktt gáfulegt. • dag æfa allir aldurshópar hvers kyns íþróttir og þaö eru haldin stór- mót um öll lönd. Og f'ólk finnur, að þaö eflist aö þrótti og styrk og gleöin sem er samfara æílngum og keppni er ómælanleg. l>aö er í raun erlitt að fullyröa nokkuö um, hvað olli þess- um straumhvörfum, en líklegt má telja þetta afleiðingu þess hlaupa- æðis sem fór eins og eldur um sinu um heiminn á áttunda áratugnum. Hér á landi hefur þessi þróun komiö íram á margan hátt. Allur almenn- ingur hefur stóraukió íþróttaiökun og tekin hefur veriö upp aldurs- flokkakeppni í mörgum greinum íþrótta. Og nú leggja eldri íþrótta- menn land undir fót og taka þátt í keppni í fjarlægum löndum. JÓHANN JÓNSSON ÚR VÍÐI Einn þessara íþróttamanna er Jó- hann Jónsson í Garðinum. Hann fékkst nokkuö viö íþróttir á unga aldri og þegar hann eltist og var aö þjálfa krakkana í Garóinum, þá lét hann sig aldrei muna um aö sprikla meö. Fyrir fjórum árum, þegar hann var 66 ára, þá byrjaði Jói að fikta viö að kasta kúlu heima á hlaöi hjá sér og einnig var hann aö kasta kringlu úti á túni. Hann fann þá fljótt, að þessar æfingar veittu hon- um nýjan styrk. Siöan þá er Jóhann oróinn landsþekktur íþróttamaður sem hefur náö árangri á heimsmæli- kvaróa og hann varó um daginn heimsmeistari í þrístökki í flokki 70-74 ára. Tíðindamaöur Faxa hitti hann aö máli og við f'engum leyfi til a(i segja lesendum blaðsins nánar frá þessum viöburói. FRÁ STÓRMÓTUM . Fyrir alllöngu síðan var ákveðið að •slendingar tækju þátt í 8. Heims- leikjum öldunga í frjálsum íþróttum sem haldnir skyldu í Eugene í Ore- gonfylki Bandaríkjanna. t'egar til kastanna kom uróu þátttakendurn- >r aðeins tveir, Olafur Unnsteins- son, frumkvööull íþrótta fyrir eldra fólk, og síðan Jóhann Jónsson úr Oarói. Þótti mönnum þetta víst bæöi langt og dýrt feróalag. En Jó- hann á marga að sem studdu hann dyggilega til fararinnar. Sagöi hann það hafa glatt sig mest, þegar vel gekk í feróinni, að hann gæti endur- goldið stuðningin með góðum ár- angri. NORÐURLANDAMÓT í LARVIK Fyrsta stórmótið sem Jóhann tók þátt í í sumar var Noróurlandamót- ið í Orvik í Noregi. Þessi keppni fór fram um mánaðarmótin júní—júlí og voru þátttakendur um 500 tals- ins, þar af 12 íslendingar. Stóðu þeir sig með mikilli prýði, sérstaklega Jóhann sem keppti í 7 greinum og setti met í þeim öllum. Besta grein Jóhanns er þrístökk og varó hann Noróurlandameistari í því, stökk 9,54 m. í langstökki varó hann ann- ar með 4,32 m. Annar keppandi frá Víði, Hrönn Eðvaldsdóttir, keppti líka á mótinu og stóð sig vel. MEISTARAMÓT BANDARÍKJANNA. Jóhann og Ólafur héldu til Kaup- mannahafnar þann 14. júlí og slóg- ust í för með dönsku og sænsku keppendunum sem voru að fara á heimsleikanna. Ákveðið hafði verið að taka einnig þátt í meistaramóti Bandaríkjanna sem halda átti í San Diego í vikunni á undan leikjunum í Eugene. Þama mættust um 1450 keppendur frá 27 löndum og var hart barist um verðlaunasætin. Sem fyrr stóð Jói sig vel. Nú vann hann langstökkið með 4,25 m. og varó annar í þrístökkinu með 9,45 m. Þá setti hann nýtt íslandsmet í spjót- kasti, kastaði 36,12 m. og varó númer tvö. HEIMSLEIKARNIR í EUGENE Og þá var komið að sjálfu heims- meistaramótinu. Það var stórkost- legt. Keppendumir vom alls um Ftmm þúsund talsins frá 57 þjóð- löndum. Stemmingin var ólýsanleg — vinskapurinn var í fyrirrúmi og menn sögðu hvor öðmm til eftir bestu getu. Og enn hamaði keppn- in. Hér vom samankomir besta þróttafólk heimsins í hinum ýmsu flokkum og greinum. En ekki brást Jóhann. Hann sigraði í þrístökki (9,14 m.), varó 2. í langstökki (4,10 m.) og 3. í spjótkasti (37,52 m. - nýtt met). Með þessum árangri skipaði hann sér endanlega í flokk þeirra bestu. Þetta var hápunktur- inn á þróttaferlinum. MAÐUR EIGNAST SVO GÓÐA VINI Eg spurói Jóhann, hvers vegna hann væri að puða þetta. Ég fæ svo mikla ánægju úr úr þessu. Það er sama hvort ég er að æfa einn úti á túni, eða að keppa með öðmm. Gleðin og ánægjan sem fylgir þessu er svo mikil — og svo eignast maður svo góða vini og kunningja. Þessu til sönnunar sýnir Jóhann mér bréf sem hafði borist fyrr um daginn frá Japan. Það var frá 75 ára gömlum heimsmeistara sem vonaðist til að sjá Jóhann á heimsleikjunum í Finnlandi árið 1991. Að lokum spurói ég Jóhann, hvað hann vildi ráðleggja þeim sem vildu byrja að æfa á næstunni. Aðalatriðið er að byrja - að gefast ekki upp, þótt fólki finnist það ekki hafa þrótt. Með æfingunni kemur styrkurinn og afiið. Flestir geta verið með. Við þökkum kærlega fyrir spjallið og óskum Jóhanni enn og aftur til hamingju með heimsmeistaratitil- inn. FAXI 165

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.