Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 7
\'ord[jördshús (Svarta-pakklnísii))
var /hitt frá Háscndum til Kc[luvíkur
cflir [kx)k) mikla 9. janúar 1799.
I Kcjluvík stói) húsu) í um 100 ár á
í’atnamótum Xon)[jön)sgötu og Hafnar-
Sölu, jiur scm nú cr afgrciósluhús SHK.
i'pp úr 1900 var húsit) /lutt í port
áhulduhúss Ixcjarins og var hugmynd-
in .xií íi<> varóvcila jxu). /in afjiví van)
ckki ftvf fiw) hrundi í óvcóri og jxir mcó
'’tir sutrci þcss öll.
þeir rád á 45 fiskiskipum. En þá lét
Kristján konungur III ræna þeim
öllum og byrja með þeim konungs-
útgenMna hér, um nes og víkur. - 20
árum síðar (1563) var afli konungs
aukinn með öðru láni (þó kölluð
væru makaskipti), þá er Páll Stígs-
son höfuðsmaður tók beztu afla-
jaröirnar af Skálholtsstól: Hvals-
neshverfið á Miðnesi, „Ofriöar-
staði“ (Jófríðar-) í HafnarftnM, og
12 aðrar jarðir þar á milli; svo og
berney o.fl. En í staðinn lét hann
janlir og kot í BorgarfinM — annan
ránsleng Dana, og þó minnihlutann
af jörðum Ogmundar biskups og
Viðeyjarklausturs. Eftir þetta var
þorskinum, sem aflaðist, allt frá
Reykjanesi til Reykjavíkur, sópað
vendilega í sjóð konungs, um tvær
aldir og nær íjónlungi betur — alla
konungsskipanna, landskuldum,
sköttum og sektarfé.
Sennilega hafa enskir kaupmenn
siglt að jafnaði á Básenda mest alla
15. öldina og fram á 2. áratug 16.
aldar, því að á þessu aldar tímabili
höfðu þeir að langmestu leyti verzl-
un alls Islands í sinni hendi. En eftir
bardagann fyrrnefnda, hrakaði óð-
um verzlun þeirra og yftrgangi hér á
landi. Aö sama skapi færast þýzkir
kaupmenn í aukana. En Dönum
gengur seint róðurinn inn á hafnir
einokunarinnar. Þrátt fyrir ftski-
skiparánið eru Danir ekki komnir
lengra en svo um miðja 16. öldina á
einokunarferli sínum, að þeir sigla
tveimur kaupskipum til íslands, en
Þjóðverjar tuttugu. Eru um þetta bil
miklar ráðagerðir hjá stjórn Dana,
að steypa undan Þjóðverjum. Ein
þeirra var sú og þó nokkru fyrr, um
1544, að konungur tæki af Þjóðverj-
um Básendahöfn, og sendi þangaö
skip árlega. Átti það að sækja ftsk
konungs og brennistein úr námun-
um á Reykjanesi, fara til Englands
og selja þar fyrir gull og góðar vörur,
klæði og konunglegar nauðsynjar.
Konungur vill sigla, en byr hlýtur
að ráöa. Árið 1548 vildi danskt skip
sigla á Básendahöfn og verzla þar.
En þýzkt skip var þar fyrir, meö fó-
geta innanbonls og hrundu þeir
Dönum frá verzluninni þar.
Þá er einokun Dana byrjaði með
fullum krafti hér á landi (1602), seg-
ir J. Aðils í Einokunarsögunni (bls.
70-71), aö Þýzkir haft enn siglt á
Básendahöfn. Þaö er því varla rétt,
er segir í sömu bók (103) og í
Skarðsáraannál, að árið 1640 halt
ekki verið siglt á Básendahöfn í 50
ár. Hitt er sönnu nær, að Danir hefji
einokun sína hér með því að afrækja
höfn þessa í 38 ár. Og síðan byrja
þeir verzlunina þar (1640) með því
að yfirgefa Grindavík um næstu 24
árin. Eftir það var oftast siglt á þess-
ar hafnir báðar, og oft fluttar vörur
milli þeirra.
Árið 1645 kom sigling á Básenda,
fágætt á þeim árum og boðflenna
sennilega. Þar var hollenzkt skip
með íslenskum skipstjóra, Einari
Þórðarsyni lrá Tjaldanesi. Verzlaöi
hann þar eitthvað, og var oftar í för-
um hér við land. Danir höfðu síðan
tögl og hagldir á Básendum rúma
hálfa aöra öld.
BÁSENDAFLÓÐIÐ
Árið 1799, í náttmyrkri 9. janúar
og fárviðri af s.v., gekk á suður- og
vesturströnd Islands víðlendara og
stórtækara sjávarflóð en sögur fara
af hér á landi. Flóðið og veðrið gerðu
usla og tjón afarmikið, á skipum,
húsum, gripum, vörum, túnum,
görðum og mannvirkjum, mest frá
Þjórsá og allt vestur um Snæfells-
nes. Tnldist svo til, aö 187 bátar og
skip hefðu skemmzt mjög mikið, og
flest mölbrotnaö. Kirkjurnar fuku á
Hvalsnesi og á Nesi við Seltjörn,
hún mölbrotnaði. En í Kirkjuvogi
og á Kálfatjöm biluðu kirkjumar.
Breið, fremsti bærinn á Akranesi,
eyðilagðist alveg, bæði húsin og
túnið. í Staðarsveit urðu nokkrar
jarðir óbyggilegar. Verzlunarhúsið
fauk í Ólafsvík, og Búðakaupstaður
skemmdist mikið. A Eyrarbakka
braut flóðið vöruhús. Flutu úr því
viöir og vörur upp að Flóagafli og
víða um Breiðumýri. Sjór gekk þar
í marga bæi, og á Bakkanum fórust
9 nautgripir, 63 hross og 58 kindur.
— Seltjamarnes varö eyja í flóðinu,
svo að ekki varö komizt þaðan til
Reykjavíkur. Á Básendum tók þó út
yfir allan þjófabálk. Þar drukknaði
ein kona, og brotnaði öll byggingin.
Margir ágætir höfundar hafa ritað
um flóð þetta: M. St. (Minnisv.tíð.,
II, 106) J. Esp. (Árb. IX, 96), Þ. Th.
(Andv. 29. ár. 33, Lýsing ísl. I, 28,
Árferði 193), J. Aðils (Einok 269) og
Br. J. (Árbók fornl.-fél. 1903, 40).
Sá er þó höfuðgalli á frásögn þess-
ara fróðu og mætu manna, að eng-
inn hefur þekkt frumheimildina um
eyðing Básenda, sem flóðið er þó
alltaf kennt við. Hefur því viljað
ruglast nokkuð frá réttu umsögn
þeirra um þennan foma kaupstað.
Nú eru beztu frumheimildir
fundnar nýlega í Þjóðskjalasafninu
(A. 44), þ.e. lýsing kaupmannsins
sjálfs, með skýrslu sýslumanns og
tilvaldra skoðunarmanna: Hákonar
Vilhjálmssonar í Kirkjuvogi og Jóns
Björnssonar (í Diddu?).
Skýrslan er með eiginhandarund-
irskriftum og ósködduöum innsigl-
um. Er hún svo merkileg og fnxMeg,
að stafrétt mætti setjast í vísindaritr
en of löng (17 bls. fol.) og strembing
ildum í sama safni.
Hér er því myndin sýnd alþýöu,
stytt nokkuð, og færð úr dönsku
,,dragtinni“ í íslenzku flíkumar. Og
þar á eftir er sagt nokkuö frá síðasta
kaupmanni á Básendum, eftir
mörgum bréfum o.fl. góðum heim-
ildum í sama safni.
FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI
LEIÐRÉTTING
I síðasta tölublaði var rangt
farið með nöfn foreldra Jó-
hanns Þ. Þórissonar sem var
að útskrifast af vélstjóra-
braut frá F.S. Foreldrar hans
eru þau Ingibjörg Kristjáns-
dóttir og Þórir Jóhannsson.
FAXI 163