Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 15
5. tölublað
49.
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson,
aðst.ritstj., Guðfinnur Sigurvinsson, Hilmar Pétursson og
Birgir Guðnason.
Filmu- og plötugerð: Myndróf.
Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar.
árgangur
Suðumesin þurfa meiri kynningu.
Sumarið 1989 er að kveðja. Hér á Suð-vesturhorninu
hefur það víst varla uppfyllt þær vonir sem á vorin kvikna
í brjóstum okkar. Um allt land var reyndar kalt framan af,
en síðan var hið besta veður víða um land svo vikum
skipti. Hið góða veður á Norður- og Austurlandi stuðlaði
að auknum ferðalögum landans til þessarra landshluta og
er það vel. Ferðalög eru með bestu tómstundum fólks og
fátt er betra en að kynnast sínu eigin landi. Þetta leiðir
hugann að ferðalögum fólks til Suðurnesja og kemur þá
fljótt í ljós, að aðstaða fyrir ferðafólk er hér víða mjög bág-
borin.
Það er viðurkennd staðreynd, að ferðaþjónusta er víða
mikilvæg atvinnugrein. Hér má nefna, að íbúar Austur-
ríkis afla um helmings tekna sinna við ferðaþjónustuna.
Hér á landi hefur þessarri atvinnugrein smátt og smátt
vaxið fiskur um hrygg og er nú svo komið, að hún færir
þjóðarbúinu verulegar tekjur.
Á Islandi hefur sérhver landshluti ákveðin séreinkenni.
Þótt það sé ekki á allra vitorði, þá eru hér á Suðurnesjum
margir gullfallegir staðir sem vert er að skoða og dveljast
á. Ef tækist að kynna þessa staði betur fy rir löndum okkar
og jafnframt skapabetri aðstöðu fyrir ferðamenn, þá væri
vafalítið hægt að auka ferðamannastraum til Suðurnesj-
anna svo um munaði. Vonandi gefa menn þessu gaum á
næstu árum.
Stöndum saman í baráttunni við eiturlyfin
Fyrir nokkru voru stofnð samtökin VÍMULAUS ÆSKA.
Markmið samtakanna er m.a. að aðstoða ungt fólk sem
orðið hefur vímuefnum að bráð. Einnig að reyna að hamla
á móti hinni sívaxandi notkun á hinum ýmsu eiturefnum.
FAXI vill hvetja alla, jafnt foreldra sem aðra að leggja sitt
af mörkum í þeirri baráttu. Það er fátt ömurlegra en á sjá
ungt og efnilegt fólk verða eiturefnunum að bráð. Því mið-
ur er slíkt orðið algengt. Foreldrar ættu að gefa þessu máli
rækilegan gaum og ræða það við börn sín. Hér er við þann
vágest að etja sem eyðileggur líf þeirra sem ánetjast hon-
um.
HH.
40 ÁRA AFMÆLI KEFLAVÍKUR
„DEBUr TONLEIKAR
HLÍFAR KÁRADÓTTUR
l’ann 19. april 1989 hélt Hlíf
Káradóttir ,,debut“ tónleika á
vegum Tónlistarfélags Kefiavík-
ur og nágrennis. Tónleikarnir
voru haldnir í Félagsbíó, og í til-
elni 40 ára afmælis Kefiavikur-
bæjar, bauð Tónlistarfélagið óll-
urn bæjarbúum frítt á tónleik-
ana. Skömm var að, hve fáir létu
eftir sér að mæta og vil ég segja
við þa,' sem ekki voru þarna, að
þeir ættu að not betur svona
tækifæri til þess að fá tilbreyt-
ingu í lífið.
Hlíf stundar nám við Tönlist-
arskólann í Reykjavík, lauk
burtfararpróli vorið 1988 og
stefnir á einsöngvarapróf. Hún
hefur einnig verið mjög dugleg
að sækja námskeið.
Efnisskrá tónleikanna var fjöl-
breytt og mjög skemmtileg
áheyrnar. Tónleikarnir hófust
með ,,antik-aríu“, gömlu söng-
lagi, og söng Hlíf það sérlega
vel. Næst komu þrjú lög eftir
Schumann og þá voru íslensk
lög, tvö eftir Sigvalda Kaldalóns
og tvö eftir Þórarin Guðmunds-
son. Eftir hlé söng Hlíf þrjú lög
eftir Richard Strauss og einnig
þrjú lög eftir William Walton.
Tónleikunum lauk svo með aríu
úróperunni ,,TheConsul“, Kon-
súllinn, eftir Menotti. Þessi aría
kom skemmtilega á óvart, því
hún er mjög ólík þeim aríum
sem söngvarar venjulega velja
sér. Hlíf naut sín mjög vel í arí-
unni, kunni hana vel og gat leyft
sér að túlka mjög frjálst.
Iáigin eftir Walton eru heldur
ekki mikið sungin og þess vegna
var gaman að sjá og heyra Hlíf
njóta sín til fullnustu.
Hlíf fór vel frá þessum tónleik-
um, mjög vel. Ilún var glæsileg
á sviðinu og virkaði mjög örugg.
Þó fannst mér eitthvað vera að,
og trúi ég að það hafi vantað
meiri stuðning eða hvatningu frá
píanóleikaranum.
Það er skrítið að ég skuli segja
þetta, því undirleikari Hlífar var
sjálf I^ira Rafnsdóttir. Hún er
þaulreyndur píanóleikari og
hefur spilað með mörgum lista-
mönnum, m.a. Kristjáni Jó-
hannssyni á tónleikum í Há-
skólabíói. En ég tel mig þurfa að
minnast á þetta, því ef Láru
hefði liðið betur, þá hefði hún
getað látið Hlíf líða betur líka.
Það var enginn svikinn á því að
hlusta á þessa tónleika. Það
verður gaman að fylgjast með
frama Hlífar sem söngkonu, og
óska ég henni alls hins besta í
námi og starfi.
Gróa
FAXI 171