Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 25

Faxi - 01.05.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUGUR greidslu sem hann hefur veitt sam- borgurum sínum. Hann Birgir hef- ur œtíð skapað sér það orð að til hans vœri gott að leita og því hafa á hann hlaðist störf í þágu velferð- armála og þeirra félaga sem hann hefur verið þátttakandi í. I lok júnímánaðar dvaldi ég á œskustöðvu m mfnum i Vest- mannaeyjum í tilefni kaupstaðar- afmœlis bœjarins þar. Ég flyt Birgi kveðjur frá Eyjafólki sem minnist hans með virðingu og þakklœti fyr- ir veitta aðstoð á tfmum eldgossins í Eyjum. A tímum gossins lagði Birgir nótt við dagsem þátttakandi í því að út- vega hátt á þriðja hundrað jjöl- skyldum úr Eyjum húsnœði á Suð- umesjum, auk maigháttaðrar annarrar fyrirgreiðslu er hann veitti þvf fólki á meðan það dvaldi hér um slóðir. Því standa Vest- mannaeyingar í œvanmdi þakkar- skuld við Birgi, en því er ekki að leyna að talið er að Birgir standi einnig f þakkarskuld við Vest- mannaeyjar og Vestmannaeyinga, því að leiða má að þvf Ifkur að lyk- illinn að hinni miklu hamingju og velgengni sem Birgir hefur notið sé að stómm hluta hið mikla Iffslán sem hann hlaut er hann eignaðist hina ágœtu eiginkonu sfna hana Hörpu Þorvaldsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Megi þau Harpa og Birgir mikillar hamingju og gengis njóta um ókomin ár. BIRGIR GUÐNASON MÁLARAMEISTARI í afmælishófi Birgis flutti Eyþór Þórðarson eftirfarandi ávarp: Við ámum Birgi Guðnasyni allra heilla f tilefni fimmtugsafmœlis hans. Við slík tíma mót f lífi Birgis er mér efst f huga þakklœti fyrir vin- áttu hans og samstarf á víðum vett- vangi í ncer aldarfjórðung. Það er ekki óeðlilegt að í hugann komi upp sú spurning á tfmamót- um sem þessum: Ilvernig hefur hann Birgir komið öllu því í verk og framkvœmd sem hann hefur hönd á fest á lífsleiðinni? Því hann Birgir hefur svo sannarlega verið mikill athafnamaður. Fyrir utan þátttöku í umfdngsmiklum félagsmálastörf- um f þágu iðnsamtakanna ogfleiri félagsþátta hefur hann farið létt með að byggja ný hús og að endur- byggja hin eldri, hann hefur auk þess verið vel virkur málaraverk- taki á Suðurnesjasvceðinu. Fyrir- tceki hans á sviði alhliða þjónustu við bílaflota Suðumesjamanna hefur mátt Ifkja við stórfyrirtœki. En Birgir kann að meta fleiri far- skjóta en bílana. Fyrir hefur komið f lok erilsams dags að fjölskyldan hafi sameinað leik og störf og skroppið á höfuðbólið að Hafur- bjamarstöðum, farið þar í heyskap eða sprett úr spori á þarfasta þjón- inum. Hann Birgir hefursvo sannarlega viljað hlúa að öllum og öllu sem á vegi hans hefur verið, hann hefur þvf {onðsins fyllstu merkingu verið hinn sanni rœktunarmaður á sem flestum sviðum. En þó að hann Birgir hafi byggt upp og rekið m.a. blómleg og þörf þjónustufyrirtœki þá þekki ég ekki marga sem hafa lagt meira lið og íjafn rfkum mceli ólaunuðum félagsmálastörfum og margháttaða aðstoð og fyrir- 'l\’ö vm’stu börn liirgis og Hörpu, þuu ()sp og l)i irkni. Afnuelisharnið með kontt sinni, Hörpu Þorvaldsdóttur frá Vestmannaeyjum. íafmœlisveislu Birgis mœltu fjölmargir a f skyldfólki, kunning/um og samstarfs- fölki. Tónlist var f hávegum höfð og meðal þeirra sem tóku lagið var þcssi eld- hressi kvintett. vinnusöm og gjafmild. A búskap- arárum þeirra afa sýndi hún þá skynsemi að gera gott úr öllu, án margra orða. Hún átti sínar erfiðu stundir en bar tilfinningar sínar aldrei á torg. Oft hljóp hún undir hagga, þá sem nú, með þeim sem bágt áttu og allt fór það hljóðlega fram. Nú á hún góða daga í horninu hjá pabba og mömmu þar sem lífsgleðin og gamansemin er f fyr- irrúmi. Prjónana og útvarpiö hef- ur hún við hendina og mamma er alltaf til taks ef hún þarf einhvers með. Líkaminn er grannur og beinn en hendurnar krepptar af erfiðisvinnu og prjónaskap. Hún er hætt að lesa því augun eru orð- in þreytt en hugsunin er skýr. Það er alltaf stutt í brosið og hún er fljót að taka undir glettur og gam- anmál. Gamla biblían hennar liggur á borðinu, slitin og velkt eftir ára- tuga handfjöllun. Hún amma mín hefur oft sagt að hún skilji bara hreint ekkert í því af hverju Guö lætur hana lifa svona lengi. Það er gott að eiga svona sterka guðstrú eins og hún og vera alla tíð fullviss um líf eftir dauðann. Með ósk til guðs um það að amma mín megi lifa í horninu sínu við þolanlega 'neilsu þangað til kalliö kemur. Sesselja Guðmundsdóttir FAXI 181

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.