Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 21
Brceðraminning
vil með fáeinum orðum
m'nnast þriggja bræðra úr
Garðinum sem féllu frá á síðasta
ari. Þetta voru þeir Þorsteinn,
Jón og Einar Jóhannessynir frá
^aukstöðum. Hlessuð sé minning
Þeirra.
OlI byggðalög eiga sér sögu og
Þó misjalnt sé hversu vel henni er
^ óaga haldið þá skiptir hún oftast
'niklu máli í hugum íbúanna. Eðli-
'ega eiga staðhættir hvers byggðar-
’ags
mikinn þátt í að móta sögu
Þess og því er mikill munur á dag-
iegu lífi í sjávarplássi og í sveitar-
ó'eppi. Sagan verður þó fyrst og
frenist til vegna þeirra einstaklinga
Sern uppi eru á hverjum tírna. Og
Þá gerist það oft að einstaka menn
eða þá fjölskyldur skapa sjálfstæða
^afla í sögu síns byggðarlags.
f*annig var því varið nteð hjónin
■ióhanncs Jónsson og Helgu Þor-
steinsdóttur á Gaukstöðum í Garði.
^ Oaukstöðum var rekin öflug út-
£erð sem naut mikillar virðingar,
Þar var fiskverkun í landi og að
auki var þar rekinn myndarlegur
ðóskapur. Þau hjónin voru mjög
Samhent, hann stundaði sjóinn af
kappi en hún stýrði landverkum af
skörungsskap auk þess sem hún
''ann mikið að félagsmálum
yggðarinnar.
Helgu og Jóhannesi varð 14
ai'na auðið og komust þau öll til
u|lorðinsára nema tvö sem dóu á
Unga aldri. Börnin voru Þorsteinm
• 1914, Kristín, f. 1915, Jón, f.
'9|ó, Gísli, f. 19181 d. 1919.
^einbjörg, f. 1919, Ástríður, f.
92l, Gísli Steinar, f. 1924, Jó-
óannes, f. 1926, Kristín Ásthildur.
• 1 ^28, Þórður, f. 1929, Sigurlaug.
' l93l d. 1933, Sigurlaug Erla, f,
933, Matthildur, f. 1935 og Einar,
' 1937. Óhætt er að segja að öll
a * Þau orðið mannkostafólk sem
Selt hefur mark sitt á samtíð sína.
Þo
Þann
rsieinn Jóhannesson féll frá
han:
24.
júní 1995 og fór útför
s fram frá Útskálakirkju að við-
Þorsteinn Jóhannesson.
stöddu miklu fjölmenni. Þorteinn
fór snemma til sjós eins og tíðkað-
ist á þeim tíma og hóf liann sjó-
mannsferil sinn með föður sínum á
Jóni Finnssyni.. Hann lærði til
allra verka um borð og tók um tví-
tugt við skipstjórninni af föður sín-
um. Eftir aldarfjórðungsstörf á
sjónum fór Þorsteinn í land og tók
við stjórninni á fiskvinnslunni á
Gaukstöðum. Þessi ár voru miklir
umbrotatímar í verkun sjáfaraflans
og átti Þorsteinn mikinn þátt í að
efla þann atvinnuveg. Meðal ann-
ars kom liann upp fyrstu síldarsölt-
unaraðstöðunni í Garðinum. Þor-
steinn var mikill áhugamaður um
félagsmál og lók virkan þátt í
starfsemi ýmissa félaga og félaga-
samtaka. Hann sat m.a. í hrepps-
nefnd Gerðahrepps og var lengi í
forystusveit L.Í.Ú., formaður SÍF
og hann var fulltrúi á Fiskiþingum
í rnörg ár. Öflug var einnig þátt-
taka hans varðandi öryggismál sjó-
manna en þar fylgdi liann í fótspor
foreldra sinna sem bæði létu sig
þau mál miklu varða. Hann var um
tíma formaður björgunarsveitar-
innar í Garðinum og var hann
geröur að heiðursfélaga árið 1985.
Einar Jóhannesson var yngstur
Einar Jóhannesson.
systkinanna á Gaukstöðum og féll
hann frá langt um aldur fram hinn
8. nóvember 1995. Æskuárin á
fjörukambinum í Garðinum höfðu
mikil áhrif á liann og liann fór því
ungur til sjós. Fljótlega komu í ljós
þeir einstöku hæfileikar hans að
sjá alltaf nýjar lausnir á öllum við-
fangsefnum. Hann var þúsund-
þjalasmiður og uppfinninganiaður
af guðs náð. Hæst bera e.t.v. ýmsar
tækninýjungar sem hann innleiddi
varðandi veiðar á ýmsum sjávar-
dýrum. I minningargrein seni vinur
hans, Sólmundur Einarsson sjávar-
líffræðingur, skrifaði segir m.a.:
Hann var í raun fjársjóður eða auð-
lind sern við bárum ekki gæfu til
að nýta til fullnustu. Síðustu árin
bjó Einar á Blönduósi og þar sýndi
hann svo ekki varð um villst að
áhugamálin gripu hann jafnt í leik
sem í starfi. Þeir sakna hans nú
sárt félagarnir í Golfklúbbnum Ós
því það er sama hvar gripið niður í
sögu golfklúbbsins, nafnið Einar
Jó er þar stórum stöfum skrifað.
Jón Jóhannesson féll frá þann
10. desember 1995. Hann fæddist
1916 og átti því aðeins nokkra
daga í áttræðisafmælið. Jón heitinn
var einn þeirra manna sem ávallt
Jón Jóhannesson.
laða hið besta fram í rnönnum.
Hans verður lengi minnst, ekki
fyrir afrek sem skrifa má á spjöld
sögunnar, heldur vegna persónu
sinnar sem lét engan ósnortinn.
Jón þótti mannvænlegt barn en
fékk ungur spænsku veikina ill-
ræmdu og í kjölfarið heilahimnu-
bólgu sem skerti hans andlega at-
gjörfi. Náði liann m.a. aldrei tök-
urn á töluðu máli. Afleiðingin varð
sú að þegar liann óx úr grasi varð
hann ekki samferða jafnöldrum
sínum út í lífið heldur dvaldi hjá
foreldrum sínum nieðan þeirra
naut við og síðan hjá Þorsteini
bróður sínum. Gekk hann að öllum
almennum stöfum sem til féllu við
heimilið og í atvinnurekstrinum og
leysti þau vel úr hendi. Síðustu
árin dvaldi hann á Hrafnistu f
Hafnarfirði.
Nánustu fjölskyldum þeirra
bræðra og aðstandendum öllum er
hér með vottuð innileg samúð við
fráfall þeirra
Helgi Hólm, ritstjóri
FAXI 121