Faxi - 01.12.1996, Qupperneq 30
FAXI JÍIUIíHII 1996
HH0
/ heppni við þá bestu
Viðtal við Geir Sverrisson, landsliðsmann í frjálsum íþróttum
Á Suðurnesjum hef'ur löngum verið
mikill áhugi fvrir hvers kvns íþrótt-
um og þar hefur margt gott íþrótta-
fólk haslað sér völl og jafnvel skar-
að fram úr innanlands jafnt sem
utan. Einn úr þessum hópi er ungur
maður úr Keflavík, (íeir Sverrisson
að nafni . Afrek hans eru að því
feyti sérstök að hann hefur ekki að-
eins verið landsliðsmaður í frjáls-
um íþróttum heldur var hann í því
frækna liði sem tók þátt í Olympíu-
leikum fatlaðra í Atlanta nú fyrir
skömmu. Eins og mörgum er
kunnugt um, þá vantar á Geir ann-
an handlegginn neðan við olnboga.
Þessi fötlun hefur ekki staðið í vegi
fyrir því að Geir næði þeim mark-
miðum sem hann hefur sett sér.
Geir er í vetur á síðara ári sínu á
Iþróttakennaraskólanuin á Laugar-
vatni og meðfram af því að vel er
þekktur áhugi og fæmi Geirs á tölvu-
sviðinu, þá sendum við lionum nokkr-
ar spurningar um tölvunet og báðum
hann að svara þeim fyrir lesendur
Faxa.
Segðu okkur í stuttu máli frá ferð-
inni til Atlanta og þeim árangri sem þú
náðir þar.
Alls voru það 9 keppendur úr sundi
og frjálsum íþróttum sem héldu utan
þann 12. ágúst. Ferðin gekk nokkuð
greiðlega til Atlanta, en flogið var í
gegnum Orlando í Florida. Þegar
komið var til Atlanta var okkur ekki
hleypt inn í þorpið fyrr en við fengjum
viðeigandi vegabréf. Það er svo sem
viðtekin venja á slíkum mótum en
ekki það að þurfa að bíða eftir gerð
þessara „passa” í 5 klst vegna tölvu-
bilana. Þetta átti eftir að gefa tóninn
fyrir framkvæmd lcikanna og virtist
sem skipuleggjendur mótsins hefðu
ekkert lært á Ólympíuleikunum sem
haldnir voru nokkrum vikum áður.
Eins og alkunna er tókst framkvæmd
joeirra ekki vel. Islensku keppendumir
létu þó jiessa töf ekkert á sig fá, frjálsí-
þróttamenn tóku æfingu við takmark-
aðar aðstæðir í biðsalnum og sund-
menn létta „landæfingu” og teygjur.
Að því loknu var lítið annað hægt að
gera en að leggjast til svefns með
ferðatöskumar sem kodda.
Ekki höfðum við verið stödd lengur
en í ca. I klst. á erlendri grund þegar
heldur kunnuglegur Islendingur í ein-
kennisklæðnaði leikanna birtist. Skýr-
inguna fékk ég um leið og ég gaf mig
á tal við manninn. Kristján Svan-
bergsson hét maðurinn og var Kefl-
víkingur við nám í Atlanta. Hann
hafði titilinn „envoy” og var liðinu til
halds og trausts það sem eftir var ferð-
arinnar. Sérstaklega reyndist Kristján
okkur frjálsíþróttamönnum vel þar
sem við gátum ekki treyst á samgöng-
í móttöku hjá Vigdísi Finnbogadóttur forseta.
Slappaö af frá æfingum.
ur milli þorpsins og leikvangsins.
Sundfólkið þurfti ekki að hafa þær
áhyggjur þar sem sundlaugin var í
göngufæri frá þorpinu. Kristján á
mínar bestu þakkir skildar fyrir þá að-
stoð sem hann veitti á erfiðum stund-
um.
Vistarverur vom eins og best verður
á kosið en hins vegar gátu oft myndast
langar biðraðir þegar setjast átti að
snæðingi. Lítið var hægt að skoða af
borginni fyrr en eftir keppni þar sem
dagurinn gekk út á það að æfa, keppa
eða hvílast. Dagskrá mótsins var
strembin þegar keppni hófst, lágmark
eitt hlaup á dag. Þær greinar sem ég
keppti í voru 100 m hlaup, 200 m
hlaup og 400 m hlaup. í öllum grein-
unum hlaut ég silfurverðlaun og var
um persónulega bætingu að ræða i
100 m og 200 m hlaupum.
Sérstaklega góðan stuðning fengu
íslensku keppendumir frá |>eim Höllu
og Helgu Harðardætrum (Harðar rak-
ara) sem hafa verið búsettar í Atlanta
um áraraðir. Til gamans má geta að
foreldrar þeirra hafa verið nágrannar
mínir í fjöldamörg ár. Segja má að
Suðurnesjamennirnir, Kristján og
kona hans Herdís ásamt þeim Höllu
og Helgu, séu stór hluti íslendingafc'
lagsins í Atlanta sem hafði skipulag1
Það er engu líkt að standa á verðlaunapalli á stórmóti. Þá finna menn að all*
erfiðið og puðið skilar árangri.
130 FAXI