Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1996, Page 33

Faxi - 01.12.1996, Page 33
FAXI JDIilltliAII Mlilli Jjiíkadm&' Smásaga eftir Magneu Ólafsdóttur Hún sat við gluggann og virti fyrir sér útsýnið. Syfjulegar bifreiðar mjökuðust áfram í grárri ^orgunskímunni og önduðu slitrótt. Sviplausar niannverur læddust milli bygginga líkt og svartir skuggar. Hún litaðist um í íbúðinni. Marglitir glerfuglar prýddu pólerað stofuborðið, kristalvasar stóðu tignarlegir í stol'uglugganum, kóngabláir flauelspúðar sátu hreyl'ingarlausir í sófa- horninu. Ævaforn gauksklukka sló lágværan takt. Hún studdi sig fram í eldhús. Hitaði vatn, fékk Sei' mjólkurbland og tvo kandísmola til að fá líf í ^oppinn. Þama sat hún smástund, hlustaði á pistil í Ulvarpinu og sötraði ylvolgt mjókurblandið. Síðan ko|n bún sér vel fyrir í hægindastólnum og breiddi heklaða hymu á herðar sér. Las fáeinar blaðsíður í Sjálfstæðu fóki og fékk sér lúr annað slagið. Blásvail myrkrið breiddi út faðm sinn og umvafði borgina hvítum frostrósum. Klukkan átta kveikti hún á sjónvarpinu og hag- ræddi sér enn betur í hægindastólnum. Fréttaþulir tluttu æsifregnir um stríð, svik og sundrung. Tvö tár vættu kinn hennar. Auglýsingar fylgdu í kjölfar fréttanna og þá lyftist brúnin. VILTU LÁTA DEKRA VIÐ ÞIG. VANTAR ÞIG DÝRMÆTAN TÍMA VIÐ HÖFUM VÖRUNA SEM ÞIG VANTAR HRINGDU í SÓLARHRINGSBÚÐINA FRÍ HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA NÚMERIÐ MUNA ALLIR 7 SINNUM 8 EÐA 888-8888 Hún reis upp við dogg. Hana var svo sem farið að vanta ýmislegt. Hún steig varlega á fætur, fór í símann. Eftir nokkrar tilraunir var svarað á hinum enda línunnar: - Sólarhringsbúðin! - Já, góða kvöldið! Þetta er Guðríður Vilhjálms- dóttir að Mánagötu sjö, rödd hennar var rám af notkunarleysi. - Mig er farið að skorta sitt af hvurju, eins og und- anrennumjólk, tvíbökur, kaffi... Hún reyndi að muna eftir sem flestu. - Já, við náðum þessu. Við verðum hjá þér eftir 10-15 mínútur. - Hafðu bestu þakkir fyrir og vertu blessaður... Það var búið að leggja á hinurn megin. Hún ákvað að taka vel á móti sendlinum, hita smá kaffisopa og bjóða konfekt sem hún átti í óupptekn- um kassa. Þau gætu jafnvel spjallað saman um stund, hún sem hafði frá svo mörgu að segja.... I þann mund hringdi dyrabjallan. Pöntunin var komin. Óvenju létt á fæti gekk hún til dyra. Kaldur gusturinn kom á rnóti henni jiegar hún opnaði - en þar var ekkert að sjá nenia hvítan innkaupapoka. Við nánari athugun kom hún auga á skærgulan miða sem hékk á pokahaldinu. Á honum stóð SKULD- FÆRT Á LÍFEYRISREIKNING. Qjkiiín SuúuninjjamuuiTu oq farsreldm á koinnndi i líóskipíní á lírínn scni cn FAXI 133

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.