Faxi - 01.03.1999, Síða 9
m
FAXI Mars 1999
Keflavík. Þangað flutti Ingunn að lík-
induni utan úr Leiru, sennilega seint á
þriðja áratugnum eða unt 1930. Hafi
svo verið hefur Ingunn að líkindum
búið í Steinum í Leiru eftir lát Ólafs
skinnklæðasaumara, sem dó eins og
fyrr segir árið 1922. En þetta má þó
sjá í Húsvitjunarbókum Utskála. Þær
Ingunn og Helga bjuggu síðan saman í
húsi sínu þar til Ingunn dó að mig
minnir 1948.
Helga var einkaerfingi móður sinnar
að ég ætla og frá Helgu komst bauna-
stokkurinn úr búi liennar í Byggða-
safnið, svo og fjöldi gamalla muna
sem Hclga geymdi og hafði að líkind-
um erft frá móður sinni, sem aftur
fékk í sinn hlut muni úr búi Ólafs í
Steinum, þó það sé óljóst, þar sem
Ólafur og Ingunn bjuggu í óvígðri
sambúð.
Eftir lát Helgu, 1969, voru munimir
úr búi hennar fluttir í geymsiu
Byggðasafnsins í ntaí um sumarið.
Ingunn í Steinum var stundum sögð
nokkuð fljótfær og sérstæð, en einlæg
eins og stundum gerist unt slíkt fólk.
Hún uggði því ekki alltaf að sér eins
og sagnir sýna sent lengi lifðu hjá
gömlurn Keflvíkingum um hana og
svör hennar.
Einu sinni, þegar hún bjó í Steinum
með Ólafi, bar svo við að Ólafur var
að smíða næturgagn og hjá honunt var
maður sem hét Einar. Spyr Ólafur þá
manninn hvemig honum lítist á kopp-
inn og segir: „Heldur þú að þessi kima
sé ekki nógu stór undir hverja meðal-
láfu Einsi?”. En áður en Einar gat sagt
orð gall Ingunn við frammi í göngum
og svaraði: „Þú þekkir nú láfuna á mér
Ólafur minn, hún er nú bæði lítil og
loðin!”
Ingunn hafði þá staðið afsíðis
frammi í göngum án þess að þeir Ólaf-
ur og Einar tækju eftir því.
Sögn þessa sagði mér Ólafur frá
Litla-Hólmi í Leiru, en um aldur henn-
WEB
'r FÉLAO tLORI BORGARA
SUDURNESJUM
Frá ferðanefnd
Að lokinni fjölmennri og ánægjulegri ferð til
Kanaríeyja 25. jan. - 22. febr. verður boðið upp á
eftirfarandi ferðir:
13. apríl
6. maí:
25. maí ■
12. júní:
18. júní -
16. júlí:
25. maí:
3. júní:
1. júlí:
28. júlí:
14. ágúst:
17.-22. ágúst:
4.-5. sept.:
Vorferð til Benidorm
Hálfdagsferð á
Keflavíkurflugvöll
Ferð um Þýskaland
Dagsferð til
Reykjavíkur
Ferð um Skandinavíu
Vikuferð um
Norðurland
Gullfoss-Geysir
Dagsferð um
Suðurnes
Kirkjubæjarklaustur
og nágrenni
Haustferð á Þingvöll.
Pantanir óskast sem fyrst í utanlandsferðir.
Ferðanefndin vonar að nú fái allir eitthvað við sitt
hæfi. Hafið samband, leitið upplýsinga.
Geymið auglýsinguna.
Lórý s.: 421-1844 - Jóhanna s.: 426-8177
Jóhanna s.: 423-7402 - Jónína s.: 421-1869
Björgvin s.: 421-1809.
ar og uppruna veit ég ekki. Ólafur
fluttist að Lilla-Hólmi frá Keflavík
1921 og getur verið að atvikið sem
hún lýsir hafi átt sér stað 1921-1922,
en e.t.v. er sögnin eldri og þá hefur
Ólafur frá Litla-Hólmi haft hana eftir
gönilum Leirumönnum. Af sögninni
má þó ráða, að þau Ólafur og Ingunn
hafi þá verið búin að búa saman nokk-
uð lengi, annars hefði hún varla tekið
jafn djúpt í árinni og hún gerði.
Sögnin er líka skemmtileg heimild
urn það að Ólafur í Steinum hafi
stundað srníðar á búsáhöldum frant á
síðustu ár sín og að næturgögn úr tré
hafi þá ekki verið undanskilin. En fáar
heimildir eru til um Ólaf og smíðar
lians að ég ætla. Hluti sem eignaðir
eru Ólafi þekki ég líka fáa nenia
baunastokkinn og fáeina spæni, sem
kontu úr búi Helgu og byggðasafnið
eignaðist í ntaí 1969. Ólafur frá Litla-
Hólmi sagði mér það, líklega á árun-
um 1973 -1974, að nafni hans í Stein-
um hefði einnig smíðað spæni handa
nágrönnum sínum og sjálfum sér. En
spónasmiðir voru fyrrurn jafn nauð-
synlegir í hverri sveit og verslanir eru
okkur í dag, hvar í við kaupunt okkur
hnífa og gaffla.
Bók
mánaðarins
30%
afsláttur
Bókabúð
Keftaóikur
/ /eiáuuu
Sími 421 1102
VERKALÝÐS- OG
SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR
Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80. Opið
mánudaga tíl fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.
Síminn er 421 5777
FAXI 9