Faxi - 01.06.1999, Side 15
Fjör í sjóstandaveiðinni. Mæðgurnar Bryndís Schram og Kolfinna hampa
góðum feng.
ið er stór þáttur í svona skoðunarferð-
um því margt af því fólki sem kemur
í þær hefur vart séð fugla, nema ef
vera skyldi dúfur á torgurn stórborg-
anna. Ekki urðu fleiri skoðunarferðir
haustiðl994 en hvalaskoðunarferðir
frá Keflavík voru hafnar.
FJÖLGARí SKOÐUNARFERÐ-
UM
Helga Ingimundardóttir hélt áfram
að kynna Eldeyjarferðir en var farin
að fallast á að vel mætti notast við
höfrungana, sem reyndar eru livalir.
Þegar korn fram á sumarið 1995 fór
heldur að fjölga í þessum ferðunum
en þó var aðeins farið tvisvar út að
Eldey. Við fórum í Garðsjóinn og nær
alltaf sáum við höfrunga í tugatali, oft
hrefnur og fyrir kom að við sáum
hnúfubak. Fugl var oftast í þúsunda-
tali. Hann fylgir sílinu sem á sumrin
gengur í stórum torfum inn í Faxafló-
ann. Lundinn er geysivinsæll og strjál
er af honum. Súlan þykir stórkostleg,
ekki síst þegar henni nánast rignir úr
háa lofti í sílistorfurnar eða sídina.
Skoðunarferð í Garðsjó tekur aðeins
um þrjá tíma og er það hæfilegt fyrir
flesta sem sjaldan eða aldei hafa kont-
ið á sjó. Sumarið 1995 fórum við með
145 farþega auk fjölda gesta sem vildu
kynna sér þessar ferðir. Þetta sumar
hófust einnig hvalaskoðunarferðir frá
Húsavík.
FLEIRIBÆTAST í HÓPINN
Helga Ingimundardóttir sá enn al-
farið um að kynna þessar skoðunar-
ferðir og nokkurt samstarf hafði hún
við Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur. Hún
seldi einnig í ferðimar, ýmist beint eða
með milligöngu ferðaskrifstofa. Gjald
fyrir sjóferðina var kr. 3.900 á mann.
Af því fékk ég kr. 2.000. Það var sam-
komulag um að ég auglýsti aðeins
sjóstangaveiðina. Fljótlega varð nokk-
uð ljóst að fólk var ánægt með ferðir
út í Garðsjó. Þangað var hægt að fara
þótt ekki viðraði til ferðar út fyrir
Garðskaga. Ég tók að fara alveg með
Berginu og Leirunni og vakti athygli á
því sem þar var að sjá, þ.e. fjölbreytt
fuglalíf og fleira. Annaðhvort fór ég
einn í þessar ferðir eða að Helga var
með sem leiðsögumaður.
Aðstaðan í smábátahöfninni í Gróf-
inni er mjög góð og eru fiotbryggj-
umar algjört skilyrði til þess að hægt
sé að koma fólki vandræðalaust að og
frá borði. Aðsókn í hvalaskoðunar-
ferðirnar jókst nú mjög ört og árið
1996 urðu farþegar 432. Það sumar
var þrisvar sinnum farið út að Eldey.
Aukning varð líka í sjóstangaveiðina
og nú stóð starfsemin nokkum veginn
undir sér með því þó að ég reiknaði
mér nær engin laun. Fyrir sumarið
1997 kynnti Helga hvalaskoðun undir
heitinu H.l ferðir og var með sérstakan
bíl í smölun. Ég hafði verið einn um
þessar ferðir héðan en nú komu þeir
Jón Sæmundsson og Valdimar Axels-
son með bát sinn Hvalbak til viðbótar.
Með okkur tókst gott samkomulag og
við létum Helgu áfrarn um kynningu
og sölumál, nteð þeim sömu kjörum
og ég hafði verið upp á. Framanaf fór
ég einn en Helga með Hvalbak ef báð-
ir fóru, sem gjaman var. Þann 17. júní
kom með mér dönsk stúlka er Mariane
heitir. Hún var komin til Islands til
þess að kynna sér höfrunga sem hún
hafði valið sér sem viðfangsefni fyrir „
Masterpróf „ í líffræði. Hún var þá
búin að fara einar 15 ferðir í hvala-
skoðun frá Húsavík en lítið sem ekkert
séð af höfrungum. Hún varð himinlif-
andi þegar við sáum þá í tuga- eða
hundraðatali í Garðsjónum. Hal'ði hún
meðferðis búnað til þess að hlusta á
hljóðin í höfrungunum.
STEFNIR í KVÓTA?
Uppúr þessu fór Mariane að fara
sern leiðsögumaður. Helga starfaði
eitthvað fyrir Samvinnuferðir, tók á
móti hópum í flugstöðinni og fór leið-
sögumaður þeirra um landið. Auk
þess var hún í staifi hjá Fræðasetrinu í
Sandgerði. Það var því mikið að gera
hjá Helgu og um mitt sumarið var
hún rneð lausamenn til þess að fara
með okkur. en oft fór ég einn. Höfr-
ungar sáust nánast í hverri ferð og um
mitt sumarið sáum við hnúfubaka í
flestum ferðum en það eru rniklar
skepnur sem gera ótrúlegustu kúnstir.
Hrefnur sáust annað slagið, mest eftir
að kom fram á sumarið. Ég fór aðeins
þrisvar út að Eldey en Hvalbakur
aldrei.
Andrea, bátur seni tekur 40 til 50
farþega, lór í hvalaskoðunaiferðir frá
Hafnarfirði. Þeim gekk heldur illa það
ég best veit. Aukning farþega hér
syðra var ótrúleg. Með Hnossi fóru
797 manns og með Hvalbak um 500.
Talsvert dró úr sjóstangaveiðinni en
nú gat ég reiknað mér nokkur laun í
fyrsta sinn. Veturinn 1998 flutti Guð-
mundur Gestsson inn bát frá
Bandaríkjunum sem tók með góðu
móti 25 farþega. Skírði hann bátinn
Gest. Guðmundur bættist nú í félags-
skapinn með okkur svo við vorum nú
þrír og gátum tekið um 50 farþega
samtals í ferð. Fram að þessu hafði
Helga séð um alla kynningu og símar 1
okkar hvergi nefndir. Við reiknuðum
með áframhaldandi samstarfi við
Helgu þótt hún haft verið að nefna það
að lá sér bát sjálf.
Við vildum lækka verðið til sam-
ræmis við þá á Húsavík og taka lækk-
unina að nokkru leyti á okkur. Samn-
ingar við Helgu drógust á langinn. Um
mánaðamótin maí-júní kom hún svo
sjálf með bál, Lindu, en hann tók um
30 manns. Einnig kom á daginn að
þeir sem ráku Bláa-lónið höfðu, ásamt
Kynnisferðum, samið við eiganda
M.S. Andreu um hvalaskoðunarferðir
frá Keflavík. Við urðum því að hefja
kynningu á okkar ferðum, þótt seint
væri, og byggja á þeim sem engar ráð-
stafanir höfðu gert fyrirfram. Við fór-
um með verðið í kr. 2.800.
ÓTRÚLEG FJÖLGUN FARÞEGA
Aukningin í hvalaskoðunarferðun-
um varð nú meiri en nokkurn hafði
órað fyrir. Þrátt fyrir að við værum
seint með okkar kynningu fengum við
félagarnir yfir tvö þúsund farþega og
Helga mun hafa fengið vel á fjórða
þúsund. Ekki veit ég um hvað Andrea
fór með marga en held að það hafi
gengið frekar illa sem fyrr. Ég hélt
saman skrá yfir þá 438 farþega sem ég
fór með og reyndust jveir koma frá 27
löndum. Englendingar flestir, 81. þá
Þjóðverjar 73, Bandaríkjamenn 51 og
svo allt niður í einn farþega t.d. frá
Jamaika og S-Afríku.
Háskólinn sem Mariane nam við
tók Hnoss á leigu í 5 daga. Ég var með
hana og tvo prófessora þessa daga við
að skoða höfrunga, taka upp hljóð
þeirra og mynda neðansjávar. Þetta
var að hluta til eitthvað í sambandi við
lokaverkefni Mariane. Við fengum
blíðu veður allan tímann og þau voru
mjög ánægð með árangurinn.
LOKAORÐ
Þessa dagana er spáð mikilli aukn-
ingu ferðamanna til Islands. Enginn
vafi er á því, að verði vel að því stað-
ið, munu hvalaskoðunarferðir frá
Keflavík halda sínum lilut og vel það.
Ég tel sarnt mikla þörf á því að geta
boðið upp á fleira til skoðunar í Kefla-
vík, sérstaklega þegar hætta verður við
ferðir vegna veðurs. Æskilegt væri
líka að geta boðið dagsferðir um Suð-
umes. Duus-Kaffi þjónar nú m.a. far-
þegum í hvalaskoðunarferðum en
fleira þyrfti til að korna. Fræðasetrið í
Sandgerði er gott svo langt sem það
nær og það er fiskasafnið í Höfnunum
líka, reyndar frábært einstaklingsfram-
tak. Mikilvægast væri að komast
áfram frá Stafnesi og út í Hafnir. Það
væri góð viðbót við Reykjaneshring-
inn, sem örugglega yrði vinsæl af
ferðamönnum. Nær allir ferðamenn
fara hér í gegn en mjög lítið hefur ver-
ið gert til þess að fá þá til þess að hafa
hér einhverja viðdvöl. Ef við förum í
ferðir erlendis erum við dregin á söfn
og úr einni skrautkirkjunni í aðra. Það
væri t.d. góð tilbreyting að skoða
Hvalsneskirkju. Ég tel að hingað komi
fólk mikið til þess að sjá það sem er
öðruvísi en það á að venjast. Lands-
lagið uppfyllir þær óskir vel og við
höfum margt fleira að bjóða en að
mínu mat er í Reykjanesbæ um þessar
mundir ol' miklum tíma varið í mas
um þessa hluti en framkvæmdirnar
FAXI 39