Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 19
FAXI Jöní 1999
á og til þess viljum við byggja upp góða aðstöðu og
metnaðarfullt vinnuumliverfi. Við stefnum hátt - en
(því) hvað er auður og afl og hús
ef eingin jurt vex í þinni krús?
-----spyr Bjartur í Sumarhúsum.
Við megum okkur lítils í öllu bramboltinu ef við
gleymum því til hvers við erum að þessu. Við erum jú
hér fyrir ykkur, kæru nemendur, hvert og eitt ykkar og
þá sem á eftir ykkur korna.
Ágætu útskriftamemar. í dag er stór dagur og að baki
liggja mörg ár og mikil vinna. Þið hafið nú tekið við
skírteinum ykkar, vitnisburði í tölum um árangur ykkar
í hinum ýmsu greinum. Skólinn hefur þannig lagt á
ykkur mat sem þið hafið staðist. En það verður ekki
allt kennt í skóla og það verður ekki allt mælt í tölunr
og sumt af því er einmitt hið verðmætasta í tilverunni
og það sem gefur líiinu raunverulegt gildi. Eiginleika
eins og háttvísi, sjálfsvirðingu, sjálfstraust, samvisku-
serni, tillitssemi og samúð erekki hægt að læra af bók-
inni heldur krefst það innsæis og skilnings á náungan-
um og sjálfum sér ásamt þeiiri þjálfun og reynslu sem
þið aflið ykkur við að takast á við lífið og í samskiptum
við annað fólk.
Til hamingju rneð daginn. Famist ykkur vel og lifið
heil.
nokkrir grunnskólanemendur próf í byrjunaráföngum í
stærðfræði og ensku og þeir sem stóðust prófið geta því
hafið nám hjá okkur í framhaldsáföngum í þessum
greinum í haust. Sérstakt samstarf hefur verið við
grunnskólann í Grindavík vegna fjögurra nemenda í
10. bekk skólans sem tóku samræmd próf í 9. bekk.
HEIMSÓKN ÚR MENNT AMÁL ARÁÐUNEYTI
Á seinasta kennsludegi annarinnar þann 3. maí kom
Karl Kristjánsson, deildarsérfræðingur í menntamála-
ráðuneytinu og tengiliður skólans við ráðuneytiö, á
fund við kennara skólans. Þar kynnti hann hinn al-
menna hluta nýrrar námskrár fyrir framhaldsskóla en
hún tekur gildi 1. júní næstkomandi. Helstu breytingar
eru þær að í nýju námsskránni er gert ráð fyrir 3 stúd-
entsbrautum, félagsfræðibraut, málabraut og náttúru-
fræðibraut. Nýjar brautalýsingar em ekki komnar fyrir ,
iðnbrautir og gert er ráð fyrir að skólinn ráði sjálfur
innihaldi almennra brauta. Það verður verkefni næsta
skólaárs að rita skólanámskrá fyrir Fjölbrautaskóla
Suðumesja sem byggð verður á nýju námskránni.
Oddný lauk ræðu sinni á að óska nýútskrifuðum
nemendum til hamingju með áfangann og þakkaði
þeim og samstarfsfólki í skólanum gott samstarf.
Ólafur Jón Arnbjörnsson
skólameistari
Þessi viðburður er
mjög sérstakur fyrir
okkur öll hér í dag.
Við emm að heiðra út-
skriftanema og höfunr
öll ástæðu til að fagna
fyrir jreirra lrönd.
Samtímis sér hvert
okkar þennan viðburð
frá eigin sjónarhorni.
Fyrir mér er þessi at-
höfn í dag og þessi út-
skriftarhópur sérstakur
vegna þess að þetta er fyrsti hópur nemenda sem ég
fylgi frá því að þau komu inn í skólann og allt til út-
skriftar.
Fyrir foreldri er ef til vill hér í dag að verða að vem-
leika draumur sem því ekki bauðst í æsku - og fyrir '
ykkur sem útskrifast - er hér um að ræða nrjög persónu-
legan sigur sem sá einn þekkir sem hefur sjálfur reynt.
Kennarar ykkar finna sennilega til nokkurs saknaðar
jtví margra ára vinna er að baki og nú, þegar þið loksins j
eruð orðin nægilega þroskuð til að læra hjá þeim, jrá
eru þið að fara! En það er jrá til einhvers unnið því þó
þið séuð að fara héðan þá eruð þið engan veginn að
Ijúka námi, aðeins áfanga.
En aukin nrenntun skiptir ekki einungis okkur sem
hér sitjum máli. Fyrir atvinnulífið á Suðumesjum er
það sjálfsagt meira virði í dag en flesta hér gmnar. Það
liggja nú þegar fyrir upplýsingar um |rað að ef fram
heldur sem horfir þá verður ekki einungis skortur á vel
menntuðu fólki hér á svæðinu heldur er framtíð fyrir-
tækja beinlínis stefnt í hættu. Það er nú þegar orðið, og
verður einnig í framtíðinn, kapphlaup um vel menntað
fólk til vinnu á öllu landinu. En |rað er einnig annað
sem við þurfum að hafa í huga. Aukin alþjóðavæðing
gerir það að verkum að ungt og velmenntað fólk getur
hæglega sótt vinnu til annarra landa og það leitar þang- j
að þar sem betur er búið að því. Ef við viljurn halda í
það fólk sem hér er að útskrifast og fá þá aftur til Suð-
umesja sem fara til frekara framhaldsnáms þá þurfum
við að skapa þeim umhverfi sem er heillandi, veita
þeim jrjónustu í samræmi við nútíma þarfir og ekki síst
sýna þeim að við meturn mikils það sem jxir hafa á sig
lagt og framlag þeirra til samfélags okkar.
Það á sér vissulega stað viðhorfsbreyting og vissu-
lega skal lofa það sem vel er gert - en við Suðumesja-
menn þurfum að forgangsraða í ríkara mæli en gert er í
þágu menntunar. Ánægjuleg þróun á sér nú stað með
tilkomu samninga Miðstöðvar Símenntunar á Suður-
nesjum og háskólastofnana víða um land um fjamám.
Þelta mun gera ungum sem öldnum í ríkara mæli kleift
að stunda nám héðan og styrkir fyrirtæki og stofnanir á
svæðinu. Þá hefur ráðuneyti menntamála nú veitt fé til
hönnunar viðbyggingar við skólann okkar. Skipuð hef-
ur verið byggingamefnd sem í sitja Kristbjöm Alberts-
son formaður skólanefndar, Guðmundur Björnsson
verkfræðingur og Hjálmar Ámason alþingismaður og
fyrrverandi skólameistari og mun nefndin verða undir j
forsæti hans.
Við sem hér störfum ætlum okkur að veita nemend-
um á Suðumesjum menntun á við það besta sem völ er I
B *>
Áætlun/Schedule Keflavík - Reykjavík
Mánudaga - Föstudaga Laugardaga - Helgidaga
Mondays - Fridays Saturdays - Holidays
Frá/From Frá/From Frá/From Frá/From
Keflavík - Reykjavík Keflavík - Reykjavík
6:45 8:15
8:30 10:30 8:30 10:30
12:30 14:30 12:30 14:30
§ 15:30 17:15 15:30 17:15
17:15 19:00 17:15 19:00
20:30 22:00 20:30 22:00
FAXI 43