Straumar - 01.08.1927, Page 6
116
STRAUMAR
til undirvitundar eða dulvitundar mannanna. Ef til vill
væri betra að nota orðin „hugur“ og nsál“ í staðinn fyrir
dagvitund og dulvitund, og merkir sál þá hið hugsandi
og skapandi afl í oss (das denkende und organisierende
Prinzip), sem liggur að baki bæði hugar og líkama. —
Áþekka hugsun og fram kemur hjá J. Arthur Hill, heíi
eg látið í ljós með þessum vísuorðum:
Handan við æstan endanleikans straum
eilífðin brosir — sem við ljúfan draum.
Jakob Jóh. Smári.
„Trúin á Jesúm Krist, gnðsson,
í Kýja testamentinuu.
Sunnudagskvöldið 26. júni flutti prófessor
Haraldur Níelsson erindi i Frikirkjunni, er
hann nefndi „ Trúin á Jesúm Krist, guðsson,
í Nýja testamentinu“. Kirkjan var troðfull;
komust færri inn en vildu.
Hann kvað oss jafnan verða að leitu til Nýja testa-
mentisins, er vér vildum glöggva oss á einhverju atriði
kristinnar trúar. En vér mættum ekki gleyma að N. tm.
væri ekki eitt heildarrit, heldur samsafn af mörgum rit-
um, eftir ólíka höfunda. Væri ekkert óeðlilegt, að þeim
bæri ekki saman í skilningi á öllum atriðum. Allir mundu
þeir fúsir hafa gert þessi orð að játning sinni: „Eg trúi á
Jesú Krist, guðssonu. En báðar hugmyndirnar, Kristur og
guðs-sonur, hefðu áður verið til í gyðingdómnum og báð-
ar verið heiti á hinum fyrirheitna Messíasi. Lýsti hann
fyrst, hvern skilning menn hefðu lagt í þessi heiti fyrir
daga Krists, og því næst gerði hann grein fyrir, hvernig
þau hefðu færst yfir á Jesúm frá Nazaret, er hann kom
fram og menn tóku að trúa því, að hann væri hinn fyrir-
heitni leiðtogi eða Messías, hinn útvaldi Guðs. En N. tm.