Straumar - 01.08.1927, Page 9

Straumar - 01.08.1927, Page 9
STRAUMAR 119 virðist hafa sagt Jesú elzta soninn fæddan í hjónabandi þeirra Maríu og Jósefs. Þa.mig bendi ýmislegt til þess, að upphaflega hafi verið litið svo á í kristinni, að Jesús hafl verið getinn og fæddur með venjulegum, eðlilegum hætti. Nú sýni kirkjusagan oss, að þessi skilningurinn („get- inn af heilögum anda“) á guðssonarheitinu hafi orðið of- an á í kirkjunni og komist inn í trúarjátninguna. Upp- haflega hafi hann verið andstæður fortilveru-kenningunni, en síðar einmitt runnið saman við hana. Til þess að hinn guðdómlegi andinn, hin himneska veran, saurgaðist ekki af líkamanum, hafi menn haldið, að sá líkami hlyti að hafa verið orðinn til með yfirnáttúrlegum hætti. I augum nútíðarmanna sé sérhver barnsfæðing und- ursamleg og þau lögmál dásamleg, sem ráða þróun fóst- ursins. „Þurfti Guð að rjúfa þau lög til þess að láta Jesú fæðast inn í mannheiminn?u Ekki kvaðst hann sjálfur neita meyjarl'æðingunni; hún væri hugsanleg. En sammála væri hann þeim biblíu- fræðingum, er teldu langsennilegast, að höfundar N. tm. hafi talið Jesú vera Jósefsson. Vísaði hann til skoðana þeirra, er hann hefði sett fram í þessum efnum í 4 prent- uðum ræðum. Þær skoðanir sínar væru enn óbreyttar. Hann kvaðst aðliyllast þriðja skilninginn, trúa því með Páli og Jóhannesi, að Jesús hafi átt fortilveru, að hann hann hafi komið úr guðlegri dýrð, oss til hjálpár og frelsunar. En það kvað hann mikinn misskilning að halda, að trúna á fortilveru Jesú hafi hann (H. N.) fengið frá guð- spekingum eða spíritistum, eins og höf. ritlingsins „Dæma- laus kirkjau fullyrðir. Nei, hana hefði hann frá N. tm. og frá trúfræðiskennara sínum við Kaupmannahafnar-háskóla, Peder Madsen (þá prófessor, síðar Sjálandsbiskup). Það tók hann fram, að sér fyndist fjórði skilningurinn (getinn af heilögum anda) geta samrýmst honum, ef sú kenning væri ekki gerð of efnishyggjukend. En sú kenning hlyti alt af að vera auka-atriði í kristindóminum og snerti ekki meginkjarna vorrar kristnu trúar.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.