Straumar - 01.08.1927, Side 11

Straumar - 01.08.1927, Side 11
STRAUMAR 121 eins og allur sannleikur, hefir nú gagnsýrt þjóðina svo, að þeir eru færri, sem ekki beita óheilindum, ef vænlegra þykir til sigurs. En þó tekur út yfir, þegar loðmæli, óheilindi, rag- menska, óheiðarleiki, fals og alþýðudekur, (eða er það bara einföld heimska?) kemur jafn berlega í ljós á sjálfri presta- stefnu íslands, Synodus, og nú varð í vor 1927. Eg segi þetta ekki, af löngun til að mannskemma neinn, en eg sé ekki, að slíkt megi vera óátalið og skal leitast við að finna orðum mínum stað. Eins og menn muna hafa nokkrar deilur orðið hér í vetur um faðerni Krists. Á annan í Hvítasunnu var svo haldinn safnaðarfundur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar flutti oddviti 8Óknarnefndar (S. Á. Glslason) „erindi, er hann nefndi „Hvað virðist yður um Kristu. Gat hann þarmeðal annars um ýmsa fyrirlestra, blaðagreinar og bækur, sem flutt hafa að undanförnu meiri og minni árásir á trúar- sannindi kristninnar og þótti skörin vera kominn upp í bekkinn, er prestar og prestaefni færu að telja safnaðar- fólki trú um að Jesús Kristur hefði ekki verið rétt feðraður! Að loknu erindi flutti hann þessa tillögu er gerð hafði verið í samráði við sóknarnefndina: „Safnaðarfundurinn lýsir hrygð sinni yfir þeim árásum er gerðar hafa verið undanfarið á ýms meginatriði kristindómsins, og leyfir sér að skora á prestastefnuna að taka ,þær til alvarlegrar meðferðaru. Viðaukatillaga kom frá Sigmundi Sveiiissyni og Jóni Sigurðsyni, fulltrúa borgarstjóra: „Safnaðarfundurinn fel- ur prestum safnaðarins að flytja þetta mál á prestastefn- unniu. (Eftir frásögu S. Á. Gíslasonar í „Vísiu 8. júní 1927). Tillögurnar voru báðar samþyktar. Þessa tillögu flytur svo Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur á prestastefnunni, auðvitað til þess að hún tæki þær „til alvarlegrar meðferðaru. Þá talaði Árni prófastur Björnsson i Görðum og flutti tillögu um málið, „i samráði við ýmsa viðstadda prestau, (segir „Bjarmiu bls. 164 þ. á.) og var fyrri hluti þeirrar tillögu, minnir mig, á þ i leið,

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.