Straumar - 01.08.1927, Side 13

Straumar - 01.08.1927, Side 13
STRAUMAR 123 Nú hefi eg hvorki heyrt né séð erindi S. Á. G., en hann segir sjálfur í Vísi 8. júní 1927, að það hafi m. a. fjallað um fyrirlestra, blaðagreinar og bækur, sem flutt hafi árás- ir á kristindóminn, og verið um presta og prestaefni, sem telji 8afnaðarfólki trú um, að Jesús Kristur hafi ekki ver ið rétt feðraður. Ástæður safnaðarfundarins og presta- stefnunnar fyrir samþyktum þeirra virðist rétt að ætla, að séu þessar bækur, blaðagreinar og fyrirlestrar, og segi menn til, ef eg fer ekki rétt með. Hverjar eru svo bækurnar, fyrirlestrarnir og blaða- greinarnar? Prestastefnan nefnir engin nöfn, safnaðar- fundurinn ekki heldur, S. Á. G. heldur ekki í „Vísi“. Hér er alt loðið og á huldu. En eg þykist þess fullvís og fullyrði það, að þessi þrenning eigi við fyrirlestra próf. Á. H. Bjarna8onar síðastliðinn vetur um „trú og vísindi“, ritling séra Gunnars Benediktssonar í Saurbæ „Var Jesús sonur Jósefs?“, Vígsluneitun biskupsins“ eftir Lúðvig Guð- mundsson, skrif Jakobs Jónssonar stud. theol. í „Straum- um“ og skrif Benjamíns Kristjánssonar í Tímanum og „Straumum“ og ef til vill eitthað fleira. „Ut af“ þess- um 8krifum þessara manna er svo þessi til- laga Árna prófasts í Görðum flutt ogsam- þykt af Synodus. Ef þetta er ekki rétt hjá mér, er tillagan og samþykt hennar vægast sagt ú t í 1 o f t ið og til grundvallar fyrir henni liggur ekki annað en saklaus og skikkanleg h e i m s k a. En ef tillögunni er stefnt að þessum fyrirlestrum, blaðagreinum og bókum, eins og eg fullyrði, hvað er það þá annað en ragmenska og óheilindi að nefna það ekki berum orðum? Hlífð við mennina kannske? Ermeiri hlífð í grímuklæddum árásum og dylgjum, sem allir þyk- ast skilja, en í berum og heiðarlegum orðum? — Nei, annaðhvort hafa þessir menn gert sig seka í órökstuddum og illgirnislegum árásum á kiistindóminn, eða þeir hafa ekki gert það. Ef þeir hafa gert það, á að vita þá fyrir þessari tilgátu minni verð eg þó að byggja, þareð mér virðist hún sennileg.

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.