Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 5

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 5
STRAUMAR 147 Hún hefir hafið upp málmhljóð sitt, hvelt og skerandi, og þaggað óm kirkjuklukknanna. Hún hefir rent málmi sín- um í kvik hjörtu, svo þau hættu að finna til. Hún hefir gert sér að leik að villa þúsundum þúsunda sýn, ræna hverja kynslóðina af annari dýrustu gjöfinni, sem hefir gefin verið mannkyninu, því að finna sig í sambandi og samræmi við guð. Hún hefir att bróður mót bróður og sent menn út í hamstola kapphlaup um veraldargæði. Raunar virðist nú þegar vera ritað „mene, tekel“ á vegg efnishyggjunnar. Hún er vegin og léttvæg fundin af beztu mönnum þjóðanna. Hún hefir reynzt gjaldþrota og getur ekki greitt ávísanir þær, er hún gaf á dýrleg gæði. Nú opnast augu fleiri og fleiri fyrir því, að menning þessi hljóti að líða undir lok, verði sama stefna ríkjandi. Markmið þessarar siðmenningar er að auka mönnum þægindi og svala munaðarsýki. Hún þekkir hvorki trú né siðgæði og hirðir ekkert um að leggja rækt við hug og hjörtu mannanna. Hana skortir alt verulegt samband til slagæð alls lífs, sem er — Guð. 3. Ætla mætti, að efnishyggjan myndi aldrei ná slíkum fangbrögðum á kynslóðunum, sem raun er á orðin, þar eð hópar manna vígja árlega líf sitt í þjónustu kristindóms- ins, hinnar andlegustu stefnu, sem mannkynið hefir enn fest auga á, og hefja leiðsögu á brautum siðgæðis og trú- ar. Eg efa eigi, að ýmsir fái þar mjög miklu áorkað öðr- um til heilla, en þó skyldi maður vænta, að enn betur mætti takast. Margar orsakir kunna að liggja að því, að ekki hefir betur famast. Kennilýð hefir einatt ekki tekist giftusamlega að færa orð sín í þann búning, sem hæfði fjöldanum, og hafa þeir því talað fyrir daufum eyram. Því vitanlegt er, að þótt hin trúarlegu sannindi sjeu eilíf og óbreytanleg, eins og öll þau lögmál, er ríkja í veröldu, þá þurfa þau til þess að Verða eign fjöldans, sífelt að koma fram í þeim búningi, er samþýðist hugsunarhætti hvers tíma. Þannig ber hinum

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.