Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 7

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 7
S T R A U M A R 149 mark eitt, að auka mönnum þægindi og svala kröfum hins ytra lífs. Brattgengari braut liggur í aðra átt. Hún stefn- ir til sannrar menningar, sem fólgin er í því, að lifa svo lífi sínu, að menn hlýði í hvívetna þeim boðum, sem skylda hvers augnabliks leggur þeim á herðar og séu þess fúsir að afla sér andlegra verðmæta í gegnum þjáningar og þrengingar daglegs lífs. Þeir meginþættir, sem slík menn'- ing er af snúin, eru siðgæði og trú. Páll Þorleifsson. Sorgir. Ó, sorgir, mínar systur hljóðar, þér sækið enn á bróður fund. Þér voruð oft svo undur góðar að una hjá mér litla stund. Ef fann eg mig á fótum riða, ef fraus mitt hjarta og hætti að slá, með táraregn og sætan sviða þér, systur mínar, komuð þá. Þér genguð um í gullnum skýjum með geislasveig um enni bjart. Minn harmur varð að hljómi nýj um, úr hug mér streymdi myrkrið svai*t. Þá lék um hjartað Ijós og varmi svo ljett sem dögg um mjúka rós, er logar yfir himins hvanni á heiðu vori morgunljós. Og heima í yðar hljóða ranni eg hlýddi þögult tregans bam. Sem vemdarenglar viltum manni þér voruð mér um rokkið hjarn.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.