Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 12

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 12
annaðhvort i orði lians eða í trúarjátningum, kunna að vera ofar skilningi vorum, eða geta sýnst fara í bág við liann. þó verður að viðurkenna hina guðlegu opinberun sannleikans, því að sökin er ekki sannleikans, heldur er ófullkomnum skilningi vorum um að kenna. 2. fyrirlestur. Trúarbrögð (skoðanir frjálslyndisstefn- unnar). Trúarreynslan er grundvölluð á því, að viss atriði séu viðurkend sönn. Hið mikilvægasta um sannleikann er ekki upp- tök hans, heldur viðurkenning hans í einhverri vitund (sál). Opinberaður sannleikur verður ekki sönn opinberun, fyr en menn hafa veitt honum viðtöku af ástæðum, sem þeim virðast gildar. Ekkert það, sem fer o f a r mannlegum skilningi eða ríður í bág við hann, getur hlotið slíka viðtöku og hefir eklcert gildi sem sannleiksopinberun. það er sálfræðilega ómögulegt, að allir menn aðhyllist eina og sömu útlegging sannleikans (one version of truth), af því að hugir allra manna starfa ekki með sama hætti. Að neyða einni og sömu trú upp á alla er því sálfræðileg villa (mistake). 3. fyrirlestur. Maðurinn (skoðanir íhaldsstefnunnar). Einkenni mannsins eru veikleiki, einkenni Guðs er styrkleiki. Veruleilcinn liggur í styrkleika, en ekki í veikleika; hinn sanna veruleika er því að finna í Guði, en ekki í manninum. Maðurinn getur orðið verulegri með því að hætta að vera það, sem hann er nú, maður, og með þvi að vera það, sem hann er ekki enn, líkari Guði. Efnishluti vor hlýtur að víkja, and- legur hluti vor að vaxa. Við það kemur óefniskent atriði til sög- unnar, sálin. Engu því hugsanakerfi má treystta, sem virðir að vettugi þá staðreynd, að manninum er veikleikinn meðskapaður. Sérhver sú guðfræðilega skoðun er ósönn, sem heldur þvi fram, að mannlegir vitsmunir fái gripið sannleikann, nema fyr- ir sérstaka hjálp frá Guði. Síðasta takmarkið er fullkomnun, ástand, þar sem ekki er þörf á neinni frekari breyting, af því að það er fengið, sem frekast verður komist. •4. fyrirlestur. Maðurinn (skoðanir frjálslyndisstefnunn- ar). Einkenni mannsins er ekki veikleiki, heldur ófullkominn þroski (incompleted development). það, sem er að vaxa, er ekki veikt, þó að það hafi ekki náð fullum þroska; það er sterkt, af því að það tekur vexti. Ef maðurinn er aiveg vanmáttugur, bæði siðferðilega og vits- munalega, þá væri það sönnun þess, að Guð sé með samskonar ófullkomleikum, því að þau atriði geta ekki komið fram á niður- stöðunni, sem ekki hafa verið fyrir í orsökunni í einhverri mynd.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.