Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 10

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 10
352 STEAUMAK skyni fyrir afburðadug'nað veitti háskólinn honum að því loknu utanfararstyrk. Lagði hann þá stund á heimspeki við háskólana í Heidelberg og Berlin og einnig guðfræði í Amsterdam. Um nokkurra ára skeið var hann prestur frjálslyndra safnaða, lútherskra og unitariskra, í Hollandi og í Bandaríkjunum. Háskólakenslu hóf hann í Pittsburg, síðar kendi hann við Comell-háskólann. Síðustu þrjú árin hefir hann verið prófessor í heimspeki og sögu við Tufts College. 1 september s. 1. sat hann alþjóðafund guðfi-æðinga, sem haldinn var í Prag. Þaðan kom hann beint hingað. Hér flytur hann 20 fyrirlestra um samanburðarguðfræði. Amerískur efnamaður, mr. James Eddy, stofnaði af eigum sínum allmikinn sjóð, sem ber nafn hans. Hafði mr. Eddy mikinn áhuga á efling alþjóðlegrar samvinnu á ýmsum sviðum, og sjálfur lagði hann stund á samanburð trúarbragða. Samkvæmt ákvörðun stofnandans, ber að verja sjóðnum til þess m. a. að breiða út og greiða veg frjálslyndi í trúarefnum. Sjóðurinn styður þó eigi að því að útbreiða skoðanir neins ákveðins trúarflokks eða kirkjudeildar. Eru líkindi til þess, að sjóður þessi eigi enn fyrir sér að vaxa allmikið, því að dóttir mr. Eddy, sem er nú orðin fullorðin, hefir ákveðið að arfleiða sjóðinn að eigum sínum, sem skifta miljónum. Próf. Auer er fyrsti styrkþegi sjóðsins. Sjálfur gerir hann þessa grein fyrir efni fyririestra þeirra, er hann flytjur hér: Borin verða saman tvö kerfi guðfræðilegra hugsana. Með samanburði er átt við gagnrýnilega rannsókn á verð- mætum hvors kerfisins fyrir sig í því skyni að ákveða verðmæti kerfisins sem heildar. Þær tvær hugsanastefnur, sem teknar verða til með- ferðar, getum vér nefnt frjálslyndisstefnuna og íhalds- stefnuna. Engin tilraun verður gerð til þess að fara út í einstök atriði í þeim skilningi, að teknar verði til athug- unar skoðanir sérstakra kirkjuflokka, nema sem dæmi til útskýringar á almennu atriði. Fyrirlestramir snúast því alls ekki um játningafræðina.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.