Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 11

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 11
S T R A II M A R 153 Efnið verður skoðað frá sálfræðilegu og heimspekilegu sjónarmiði, þótt það sé í sjálfu sér guðfræðilegs eðlis. Megintilraunin verður sú, að sýna fram á, að út frá vissum gefnum forsendum verði ýmsar afleiðingar óum- flýjanlegar frá sálfræðilegu sjónarmiði. í sem fæstum orðum má segja, að fyrirlestrarnir séu sálfræðileg samanburðar-rannsókn á frjálslyndis- og íhaldsskoðunum innan guðfræðinnar. Fyrirlestrarnir verða 20 talsins. Efnið verður rætt bæði frá sjónarmiði íháldsstefnunnar og frjálslyndisins. Eiga því tveir og tveir fyrirlestrar saman, og mvnda hverjir tveir út af fyrir sig eining. Umræðuefnin, sem valin hafa verið, eru þessi: 1. Trúarbrögð, 2. maðurinn, B. heimurinn, 4. Guð, 5. synd og dygð, 6. sáluhjálpin, 7. opinberunin, 8. Jesús, 9. kirkjan, 10. niðurlagsorð. I „Kringsjánni“ er skýrt frá aðalefni fyrstu erind- anna. Vegna þrengsla verður að þessu sinni eigi hægt að skýra frekar frá erindum prófessorsins. í næsta hefti birtist grein eftir hann um guðfræðingafundinn í Prag. „Straumar“ bjóða prófessor Auer velkominn og vænta þess, að koma hans megi efla víðsýni landsmanna. Krin^sjá. Fyrirlestrar próí. Auer. Eins og getið er um annarsstaðar í þessu hefti, dvelur amerískur próf. hér og hefir í hyggju að flytja 20 erindi um samanburðarguðfræði. Fer hér á eftir stutt- ur útdráttur úr fjórum fyrstu erindunum. 1. fyrirlestur. Trúarbrögð (skoðanir íhaldsstefnunnar), Trúarreynslan er grundvölluð á því, að viss atriði séu viðurkend sönn. Sannleikurinn á upptök sín hjá Guði, en ekki hjá mann- inum. Menn skilja ekki sannleikann, nema guðleg opinberun fari á undan. — Hvernig getum vér sagt um, hvort opinberun sé áreiðanleg? Fyrir þá sannreynd, að hún kemur ekki i bág við Guðs opinberu sannindi í heilagri ritningu og í hinum viður- kendu trúarjátningum kirkjunnar. Sum atriði í opinberun Guðs,

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.