Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 14

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 14
S T R A U M A H 156 að ekkert tillit sé til þeirra talvandi, því þeir sé ósamtalva, en ofstækjendurnir sé samtaka í því að gylla lesti hver annars. — J>á stingur presturinn upp á því, að ríki og kirkja verði að- skilin, áður en ríkinu takist að kæfa ríkiskirkjuna, guðfræðiein- bættin við I-Iáskólann afnumin, sömuleiðis guðfræðikensla við kennaraskólann og biskupsemljættið, auk allra prestsembætta. Hvemig þetta verður framkvæmt, gegn vilja stjórnarinnar, — sem samkv. skoðun sr. Guðmundar hefir sett sér að markmiði að eyða allri Kriststrú í landinu, — verður helzt gert skiljan- legt af niðurlagi greinarinnar. þar skorar klerkur á alla þá, sem ásamt honum trúi á Krist, að sameinast í ljæn um slvilnað ríkis og lvirkju, og að koma á fót sérstökum presta-skóla, sem reyni að inni-æta nemendum trúna á guð og „þann frelsara, sem vér trúum á“. Með' þessu ætlar sr. Guðmundur að foi'ða þjóðinni undan lvomandi reiði guðs og bráðri eyðileggingu. — Nú er eftir að vita, livernig sr. Guðmundi tekst að vinna hið tvímæla- lausa skyldustarf, sem hann telur á sér hvíla og öllum „trúuð- um“, að bera þjóð vora með bænum sínum upp að „hástól náð- arinnar" og til „lambsins hins slátraða“. Nágrannaprestur sr. Guðmundar, séra Hálfdán Helgason á Mosfelli, hefir skrifað langa og skörulega grein í „Vörð“ 39. tbl. þ. á. út af þessum ummælum embættisbi'óður síns, og nefn- ir liann þau „firrur og fjarstæður". Svo að lítið lið verður þingvallaprostinum að þessum starfsbróður sínum, við að bjarga þjóðinni undan „blóðskuldinni", og naumast getur liann tilheyrt þessu einvala liði, sem trúir á Krist, eins og sr. Guð- mundui'. B. K. Gamlir prestar. í Noregi hefir verið prestaekla síðustu árin og farið lieldur vaxandi síðan sett voru lög um að embættis- menn yrðu að vílvja úr embættum, er þeir hafa náð 65 ára aldri Urðu þá sum prestaköll prestslaus. Var þá það ráð tekið að senda gömlu prestana aftur út í starfið og þá til annara safn- aða cn þeir höfðu áður. Hafa þcir reynst vokjandi og hinir nýt- ustu kennimenn, þó að þeir áður þættu alt annað. Er svo að sjá sem breytingin á umhverfinu liafi leyst úr læðingi hjá þeim starfskrafta, sem áður lágu bundnir í tilbreytingaleysinu. Er þetta elíki bending um það, að ljolt væri prestum að skifta um söfnuði sem oftast? Einn prestur íslenzkur hefir látið svo um mælt, að prestar ættu eklvi að vera meira en þrjú ór lijá fyrsta söfnuði sínum. Á prestafundum, sem haldnir voru á Ak- ureyri og á Eiðum í sumar voru samþyktar tillögur þess efnis, að leiða í lög, að prestar mættu slcifta um söfnuði, ef söfnuð- irnir vildu samþykkja, svo að ýmsir virðast vera á því máli, að holt sé prestum að skifta um umhverfi. Samkvæmt núgildandi

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.