Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 18

Straumar - 01.10.1927, Blaðsíða 18
160 S T R A U M A R er enginn þrifnaður. Annars er ritlingurinn læsilega skrifaður. Hann skiftist í 5 kafla: I. Bænin. IT. Lestur i einrúmi. III. Hús- lestrar. IV. Við sérstök tækifæri á heimilinu. V. Trúaruppeldi barna á heimilinu. þá eru tveir sálmar eftir Hallgrím Péturs- son. B. K. Dansk Islandsk Kirkesatj heitir smárit, sem gefið er út í Danmörku af samnefndu félagi, sem hefir að markmiði að efla viðskifti og bróðurliug milli íslenzku og dönsku kirknanna. Aðalforgöngumaður félagsins er þórður Tómasson, íslenzkur prestur í Danmörku. í riti þessu er margt læsilegt, æfiminning- ar ýmsra merkra manna íslenzkra, t. d. Sv. Sveinbjörnssonar, Valdimars Briem, Árna Helgasonar í Görðum, fregnir af kirk- julegum viðhurðum hér á landi, sagðir frá íhaldsstefnuviðhorfi. Um Laufásprestakall sækja séra Ásmundur Gíslason á Hálsi í Fnjóskadal og séra þorvarður þonnar i Hofteigi á Jökuldal. Um Akureyrarprestakall sækja séra Friðrik Rafnar á Út- skálum, séra Sveinhjörn Högnason á Breiðabólsstað í Fljóts- hlið, séra Sigurður Einarsson í Flatey og séra Ingólfur þor- valdsson á Kvíabekk í Ólafsfirði, en hann þjónar nú presta- kallinu þar til það verður veitt. Um Staðarhólsþing (við Gilsfjörð), sem hafa verið prests- laus nú um nokkur ár, sækir Sigurður Z. Gíslason cand. theol. Kosning í öllum þessum prestaköllum fer fram í október, að líkindum. Luðvig Guðmundsson, einn af útgefendum „Strauma", hefir nýlega tekið við stjórn alþýðuskólans á Hvítárbakka í Borgar- firði. Gjalddagi Strauma var 1. október. ICaupendur eru vinsam- legast heðnir að senda andvirði blaðsins, 5 kr., sem fyrst, til cand. theol. Einars Magnússonar, Hallveigarstíg 8A, Reykjavík. Straumar koma út einu sinni á mónuði (192 bls. á ári). Verð 5 kr., í Ameríku 1 y2 dollar. Gjalddagi 1. okt. Bréf til Strauma sendist til Einars Magnússonar, cand. theol., Hallveigarstíg 8 A, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.