Straumar - 01.10.1927, Side 16

Straumar - 01.10.1927, Side 16
U.8 S T K A U M A j; Réttírúnaður. Ameríkumenn taka upp á ýmsu. Voru nýlega sendar spurningar til stúdenta og námsmanna við 100 háskóla og latínuskóla þar i landi, um trú þeirra á guð og ýmsar rétt- trúnaðarkenningar. 36000 menn svöruðu spurningunum. Af þeim trúa 98% á Guð, 90% trúa á eilíft líf, 90% trúa, að b;jenin sé „hjálparmeðal til að komast i persónulegt samband við guð“. 82% álíta bibliuna innblásna. 89% álíta Krist hafa verið „guð dómlegri en nokkurn annan mann", 98% hyggja trúarbrögð nauðsynleg í lífi einstaklinga og þjóða og 87% voru „rétttrúað- ir“. Tvö dagblöð lcituðu atkvæða hjá lesendum -inum um sörnu efni og reyndust 85% þeirra rétttrúaðir. EKki sýnast Ameriku- menn þurfa að kvarta undan nýguðfræðingunum, sem „afvega- leiða" æskulýðinn, éf siðgæðisþroski 'nans er jafnhár og pró- senttala rétttrúnaðarins. Trúarjátninyin í guðsþjónustunni. Lkki alls fyrir löngu varð mikið þvarg í Danmörku út uf Thorkild Skat Rördam presti í Ryslinge. á Fjóni. Ilafði iiann sótt til kirkjustjórnar- innar um að mega fara með trúaijátninguna við skírnina með þessum fyrirvara: „Lad os, hver som vi kan for Guds Ansigt, bekende vor kristne Tro“. (þ>. e.: Látum oss játa vora kristnu trú eins og hverjum af oss er auðið, fyrir augliti guðs.). En er kirkjustjórnin sinti þessu engu, gerði presturinn þetta engu að síður. þctta þótti mjög hneykslanleg ofdirfska af prestinum og var hann þegar kærður og vikið frá embætti. En söfnuðurinn klofnaði og stofnaði meiri hlutinn fríkirkjusöfnuð utan um séra Rördam. Nú hefir svipað mál komið fyrir í Norrköping í Sviþjóð. Thyseli sóknarprestur hefir notað svohljóðandi formála við lestur trúarjátningarinnar í guðsþjónustunni: „i.átom oss nu, i den mán vi med sanning kunna det, instámma i kyrkans av álder brukade bekánnelse" (þ. e.: Látum oss nú, að því leyti, scm vér getum það í sannleika, taka undir trúarjátningu þá, sem kirkjan hefir notað öldum saman). Nokkrir sóknarnefndar- menn í Norrköping hafa kært sr. Thysell fyrir kórsbræðrum í Linköping, en Tliysell segist verða að gera þetta samvizku sinn- ar vcgna og auk þess hljóti hann að taka tillit til „samvizku- frelsis hinna mörgu“, sem geti alls eigi lengur samþykt þessa gömlu trúarritsmíð kirkjunnar. Af þessu má sjá, að stöku prest- ur hefir fengið ónotalegt samvizkul>it út af notkun postullegu trúarjátningarinnar í guðsþjónustunni, og sýnt bæði andlega hæversku og þrek til að rísa gegn svo óhæfilegri samvizku- kúgun helgisiðaformsins. B. K. Prestafélagsritið 1927 er nýkomið út. í þvi eru margar grein-

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.